KOSNINGAR

Að loknum kosningum liggur fyrir hver vilji kjósenda er. Er augljóst að hrun Samfylkingarinnar er orsök þýlyndis þeirra við aðild að Efnahagsbandalaginu. Kemur vel fram í þessum kosningum að u.þ.b. 10% kjósenda vilja afsala sér sjálfstæði landsins með inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þessi u.þ.b. 10% kjósenda greiddu Samfylkingunni og Viðreisn atkvæði sín. Þar af leiðandi ætti stjórnendum þessara flokka að vera ljóst að Íslendingar vilja ekki aðild að Efnahagsbandalaginu né afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar.

Forystusveit Samfylkingarinnar er í sárum eftir niðurstöður kosninganna og hafa boðað að þeir þurfi að endurskoða stefnumál sín.

Viðreisn sem er klofningur úr Sjálfstæðisflokknum og er sá hluti flokksins sem hefur haft á stefnuskrá sinni að vinna að inngöngu í Efnahagsbandalagið sem fyrsta og aðal stefnumál flokksins. Með úrslit kosninganna ætti þessum aðilum að vera ljóst að lítill minnihluti þjóðarinnar vill afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar og af uppruna og eðli þessa flokks er ljóst að næsta ríkisstjórn Íslands verður samsteypustjórn tveggja flokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknar + afsprengi Sjálfstæðisflokksins -- Viðreisn.

Ætti flestum að vera ljóst eftir þessar kosningar að stefnulausir flokkar (anarkistar), eins og Sjóræningjaflokkurinn Píratar, á heldur ekki það fylgi á meðal kjósenda eins og stjórnendur skoðanakannana höfðu sagt ósatt um varðandi fylgi flokksins. Íslendingar eru mótfallnir stjórnleysi og því kusu þeir ekki Pírata. Í kosningum þessum hrundi að öllum líkindum draumur talsmanns Pírata um forsætisráðherra stólinn.

Fylgisaukning Vinstri grænna má rekja til afstöðu þeirra til Efnahagsbanda-lagsins að vilja ekki standa að inngöngu í bandalagið og er augljós viðbót við kjósendur Sjálfstæðisflokkinn að leita ekki eftir aðild að Efnahagsbandalaginu og EVRU samstarfi.

Að framansögðu virðist eina lausnin á framhaldi á uppbyggingu jákvæðs samfélags á Íslandi með bættum efnahag og velferð þegnanna að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn standi að næstu ríkisstjórn. Fulltrúum Viðreisnar ætti að vera ljóst eftir kosningarnar að besta leiðin sé að salta hugmyndina um inngöngu í Efnahagsbandalagið ef ekki að afskrifa hana alveg og tryggja áframhald á uppbyggingu þjóðarbúsins. Þjóðin hefur hafnað hugmyndinni að inngöngu í EU-bandalagið. Kjósendur Viðreisnar eru að meirihluta fyrrverandi meðlimir Sjálfstæðisflokksins.

Það skal viðurkennt að það hefur hvarflað að undirrituðum að framboð Viðreisnar hafi verið skipulagt til að villa um fyrir stjórnendum hinna flokkanna og þessir tveir flokkar muni sameinast líkt og gerðist á fjórða áratug síðustu aldar með sambærilegan mun á skoðunum forystumanna tveggja flokka.

Reykjavík 30. október 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband