3.11.2016 | 09:11
Mistök við lagasetningu.
Enn og aftur er að koma fram mistök við lagasetningu á Alþingi eða var þetta ásetningur alþingismanna að hafa orðalag laganna um Kjararáð eða Kjaradóm þannig að hægt væri að túlka orðanna hljóðan að eigin geðþótta þeirra sem skipaðir yrðu samkvæmt þessum lögum til ákvörðunar kjara þeirra sjálfra (þingmanna).
Margra ára barátta hins almenna launþega í landinu fyrir bættum kjörum hefur mætt andstöðu þeirra sem hafa vermt stóla Alþingis en þeir hugsað vel um eigin hag. Hefur oft orðið ágreiningur milli þings og þjóðar vegna slæms orðalags á lögum settum af Alþingi. Það er ekki hægt að sjá á lagabókstafnum varðandi Kjararáð eða Kjaradóm að í lögunum s
éu nein skýr ákvæði um starfsemi umræddrar úrskurðanefndar um starfsskyldur og við hvað starfsemin ætti að miða við ákvörðun launa. Þetta RÁÐ hefur haft frjálsar hendur án nokkurra takmarkana við ákvörðun launanna án nokkurs tillits til ástand þjóðarbúsins.
Væri æskilegt að fá upplýsingar um hverjar hafa verið launagreiðslur til þessara skipuðu aðila (mánaðargreiðslur / ársgreiðslur einstaklinga) í Kjarraráð eða Kjaradóm síðustu árin ef sjá mætti á þeim greiðslum hvaða hvatir hafi legið að baki ákvörðunum sem hafa mætt almennri andstöðu meiri hluta þjóðarinnar í hvert sinn er þessir þjónar siðleysisins hafa látið ljós sitt skína.
Það er augljóst af afgreiðslu þessara aðila varðandi laun þeirra aðila, sem starf þeirra á að snúast um, að aldrei hefur verið tekið tillit af þeirra hálfu varðandi fjárhagsafkomu þjóðarbúsins en augljósir annarlegar hvatir skynið skært.
Ef að eitthvað er að marka það sem frambjóðendur til Alþingis sögðu í loforðaræðum sínum fyrir kosningar um meira jafnrétti í þjóðfélaginu þá ættu alþingismenn að breyta umræddum lögum um Kjararáð. Fella þau (lögin)úr gildi og draga ákvörðun Kjararáðs til baka að öllu leyti en setja inn ákvæði í lögin um að þessir þjónar þjóðfélagsins hlytu sömu launahækkanir og hinir almennu þegnar landsins hlytu með samningum á hverjum tíma. Hugsanlegt væri að með slíkri lagabreytingu yrði hægt að minnka líkur á endurtekningum á búsáhalda byltingu. Með því mót væri komið í veg fyrir framferði sjálftöku þessara liðsmanna í íslensku samfélagi.
Krafa samfélagsins er að umræddar launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs verði dregnar til baka ef friður á að haldast á vinnumarkaðinum. Kjörnir þingmenn, ráðherrar og aðrir embættismenn eru ekki þrisvar eða fjórum sinnum meira virði fyrir samfélagið en hinn almenni borgari.
Til frekari jöfnunar á lífskjörum í landinu ætti að hækka skatta á allar tekjur umfram ákveðna fjárhæð (lægstu laun) til að minnka þá spillingu sem viðgengst hjá sjálftökuliðinu. Þetta sjálftöku lið eru m.a. þeir sem hafa tekið milljónir og milljarða út úr fyrirtækjum eins og sjávarútvegi, tryggingafélögum o.fl. í skjóli skattalaga.
Reykjavík 3. nóvember 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.