Stjórnarmyndun - stjórnleysi

Í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu vikur hefur verið tekist á um það hvort leita eigi eftir inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu eða ekki. Fulltrúi Bjartrar framtíðar, sem er einn af flokkunum sem hefur aðild að sambandinu(bandalaginu) á stefnuskrá sinni, neitar að viðurkenna það að þjóðin hafi hafnað aðild að bandalaginu með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða í síðustu kosningum. Þetta á einnig við um afsprengi Sjálfstæðisflokksins sem kallað er Viðreisn.

Ef Íslendingar væru ekki umburðarlindir yrðu þessir aðilar sem berjast fyrir afsali á sjálfstæði landsins kallaðir landráðamenn eða jafnvel Quislingar. Þeirra krafa, Viðreisnar og BF., er að næsta stjórn verði góð stjórn og fari eftir þeirra fyrirmælum varðandi inngöngu í bandalaga sem þjóðin hefur hafnað.

Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi viðræðna til stjórnarmyndunar hvort Vinstri grænir kaupi ráðherrastólana aftur eins og 2009 til að þóknast Viðreisn og BF. VG. fóru í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni sem stefndi að inngöngu í bandalagið eingöngu til að fá að verma R-stólana og fá hærri eftirlaun. Er það umhugsunarefni hvort VG nái að mynda ríkisstjórn sem verði á svipuðum stjórnleysisnótum og ríkisstjórnin sem féll 2013 (Vinstri stjórn).

Fyrrverandi stjórnendur VG lýstu yfir andstöðu við viðræður við Efnahagsbandalagið fyrir stjórnarmyndun 2009 en spurningin er hvort núverandi formaður nái að breyta afstöðu flokksins (VG) eingöngu til að fá ráðherraembætti eða hvort mynduð verði ríkisstjórn þeirra þriggja flokka sem hafa lýst andstöðu sinni við aðildarviðræður. Aðildarviðræður sem vitað er að muni ekki bera neinn árangur frekar en sex milljarða kostnaðurinn sem ríkisstjórn 2009 -2013 sólundaði í draumaverkefni sín eins og Efnahagsbandalagið og aðild að Öryggisráði Sameinuðuþjóðanna.

Formaður Bjartrar framtíðar fór mikinn í sjónvarpsviðtali og vildi góða stjórn þar sem hann kæmi Quislings-kenningunni að við stjórn landsins, um afsal sjálfstæðisins. Einnig gat hann um að 40% fjölgun stjórnmálaflokka væri merki um kröfur um breytingar. Það er rétt að fólk vill breytingar til hins betra en vill ekki þrælahald Efnahagsbandalagsins yfir þjóðina eins og kjósendur Bjartrar framtíðar og Viðreisnar vilja.

Ef horft er til fortíðar þá mun Íhaldsflokkurinn-Viðreisn ganga inn í Sjálfstæðisflokkinn á svipaðan hátt og gerðist 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust. Þá verður endanlega búið að svæfa til þúsund ára hugmyndina um afsal sjálfstæðis þjóðarinnar.

Reykjavík 16. nóvember 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband