11.12.2016 | 11:51
Við stjórnvölinn.
Upplýsingar/fréttir hafa borist í umræðum fólks um það að innan hóps núverandi alþingismanna séu komnir aðilar sem þekktir eru fyrir neytingu ólöglegra lyfja sem kölluð eru eiturlyf. Ef það á að vera hlutskipti Íslendinga að vera settir undir lög sem aðilar úr eiturlyfjaneyslu hafa knúið í gegn er illa komið fyrir landsmönnum.
Enn þá verra verður ástandið ef slíkir aðilar skipa æðri stöður alþingismanna eins og ráðherraembætti. Þó nokkrar umræður hafa farið fram um tiltekna aðila sem séu þekktir af eiturlyfjaneyslu sem hefur um langt árabil verið talið lögbrot. M.a hefur einn af umræddum aðilum (alþingismanni) samkvæmt fréttunum verið gefið viðurnefnið NÖS því hann hafi tekið hvíta duftið í nefið.
Flestir hafa verið fræddir um það að inntaka slíkra lyfja í nös, sem og önnur eiturlyf, hafi áhrif á dómgreind manna á neikvæðan hátt. Þar af leiðandi er löggjafarsamkundan komin í enn neikvæðari stöðu en hún hefur verið. Eiturlyfjaneysla hefur verið talin hafa neikvæð áhrif til frambúðar á andlegt heilbrigði manna. Því er það spurning hvort landsmenn eigi yfir höfði sér vafasama eða mislukkaða lagasetningar í framtíðinni fyrir utan mislukkaða aðila í stöðu ráðherra og æðstaráðherra (forsætisráðherra).
Miðað við þær fréttir sem berast er það spurning hvort ekki þurfi að huga að því í framtíðinni að þeir sem veljast til setu í löggjafarsamkundunni (á Álþingi) séu lausir við andlegar skemmdir vegna eiturlyfjanotkunar auk þess að vera margfaldir lögbrjótar. Hver nasafylli af hvíta duftinu er sér lögbrot og til þess að fá orð á sér fyrir misnotkun hvíta duftsins hljóta að vera þó nokkur tilvik um notkun þess. Samkvæmt fréttunum eru aðilar af báðum kynjum í hópi alþingismanna bendlaðir við misnotkun á eiturlyfjum.
Með vísan til þess að samkvæmt fréttum hafa aðilar úr flokki sjóræningja verið tilgreindir í þessum fréttum. Þar með er skiljanlegt stefnuleysi þess flokks. Þekkt orðatiltæki sem eignað er sjóræningjum fyrri alda var: Fimmtán manns upp á dauðs manns kistu og rommflaska með. Verður því þá snúið yfir í nútímann með orðunum: Fimmtán manns upp á Íslands kistu og NÖS-duftið með.
Eigi verður það til að upphefja störf Alþingis og álit landsmanna á Alþingi að reyna að fela þetta, ef satt er, með því að aðilar séu hættir notkun slíkra eiturlyfja. M.ö.o. séu fyrrverandi eiturlyfjaneytendur og hafi gengist undir það sem kallað hefur verið afvötnun eða hlotið sérstaka meðferð við slíku.
Er því hér með óskað eftir upplýsingum um það hvort fréttir er ganga manna á meðal varðandi meinta misnotkun slíkra lyfja (eiturlyfja) hjá aðilum séu réttar eða ósannar.
Reykjavík 11. desember 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.