15.12.2016 | 07:26
Landráðamenn - mannleysur
Í íslensku samfélagi er viðvarandi vandamál hvernig hlúa eigi að þegnunum sem vegna aldurs og veikinda geta ekki búið einir og séð um sig sjálfir. Þetta vandamál hefur verið ljóst hverjum meðalskinsömum íslendingi í fjölda ára nema þeim sem kallaðir eru pólitíkusar (Alþingismenn).
Af hálfu Alþingismanna og stjórnenda landsins hafa margskonar kostnaðarsöm gæluverkefni verið knúin í gegn á meðan fjöldi Íslendinga býr við alvarlegan skort á loka árum ævi sinnar vegna skorts á úræðum eins og vistunarheimilum fyrir aldraða og öryrkja.
Er það komið svo að aldrað fólk þar sem heilsan fer þverrandi og viðkomandi getur ekki séð um sig sjálfur að öllu leyti eru hunsaðir af þeim er stjórna landinu. Stjórnendur landsins bera fyrir sig fjárskort en á sama tíma geta þessir aðilar sóað milljörðum króna í margskonar gæluverkefni þar sem stefnt er að því að skap þessum stjórnendum (ekki landsmönnum) vegsauka í erlendu samstarfi.
Stjórnendur landsins hafa sólundað milljörðum króna í gæluverkefni eins og aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, aðildarumsókn að Efnahagsbandalaginu, flóttamannavandamál o.fl. gæluverkefni. Þetta hafa óráðsíustjórnendur landsins gert á sama tíma og of stór hluti þjóðarinnar lifir ómanneskjulegu lífi vegna heilsubrests er fylgir háum aldri.
Er ástandið orðið svo slæmt að heimfæra má þetta framferði ráðamanna þjóðarinnar upp á landráð og hiklaust kalla þá landráðamenn. Á meðan stjórnendur landsins skilja ekki til hvers þeir voru valdir til starfa og hugsa aðeins um eigin haga, en ekki hina almennu borgara, eru þeir landráðamenn.
Alþingismenn og aðrir stjórnendur landsins hafa verið valdir til að stjórna landinu með velferð þegnanna að leiðarljósi en ekki einkahagsmuna þeirra sjálfra (stjórnenda).
Fjáraustur stjórnenda landsins í gæluverkefnin sem nefnd hafa verið falla undir landráð á meðan hinir almennu borgarar (þegnar landsins) búa við alvarleg vandamál eins og hrjá fjölda þeirra sem búa við bág kjör og vanhirðu vegna skorts á hjúkrunarheimilum.
Með vísan til gæluverkefnis stjórnvalda er snýr að svokölluðu flóttamannavandamáli, sem kostað hefur samfélagið stórfé, er vandmál hinna íslensku þegna forsmáð af hálfu stjórnvalda. Húsnæði er til fyrir gæluverkefnið er snýr að flóttamönnum á sama tíma og íslenskir þegnar hafa ekki viðunandi húsaskjól.
Allar gjörðir stjórnenda landsins sem beinast gegn þegnum landsins og velferð þeirra eru landráð. Því er það skylda stjórnenda landsins að leggja til hliðar öll gæluverkefni er varða flóttamenn, gangnagerð (Vaðlaheiðagöng o.fl.) og snúa sér að því að huga að velferð þegnanna.
Sá kostnaður er hlotist hefur af Vaðlaheiðargöngum fyrir ríkið hefði verið betur varið til að reisa húsnæði svo hlúa mætti að hinum öldruðu sem ekki geta á sómasamlegan hátt annast eigin velferð. Gangnaævintýri stjórnvalda í atkvæðaleit, svokölluð Vaðlaheiðargöng, hefði nægt fyrir húsnæði fyrir 1500-2000 eldri borgara sem þurfa á aðstoð að halda.
Varðandi flóttamannavandmálið, eða fólksflutninga til betri lífsgæða sem flóttamenn leita eftir, er vert að huga að því að vandamál mannkynsins á jörðinni verður ekki leyst með hálfkáki íslenskra stjórnvalda. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki verið falið af íslenskum kjósendum að setjast í dómara sæti um það hvaða barn í fjarlægu ríki eigi að fá að lifa og hverjir eigi að deyja. Því eru þessar kostnaðarsömu ferðir á vegum íslenskra stjórnvalda til að velja úr, eins og sláturfé, hverjir fái að flytjast til landsins leikaraskapur og sýndarmennska.
Á meðan íslenskt samfélag getur ekki séð um og annast á sómasamlegan hátt að allir íslenskir þegnar búi við mannsæmandi aðstæður hafa stjórnvöld engar heimildir til að sólunda fjármunum landsmanna í einkagæluverkefni stjórnenda landsins.
Stjórnendur landsins hafa séð um að tryggja sjálfum sér ofurlaun og aðra þætti sér til hagsbóta langt umfram almenna skynsemi. Á sama tíma þá á fjöldi aldraðra þegna landsins í harðri baráttu um lífsviðurværi sitt vegna græðgi valdhafanna. Samkvæmt síðustu fréttum er þörf á 1,5 milljörðum til viðbótar til svokallaðs flóttamannavandamáls. Sú upphæð dugar fyrir húsnæði fyrir 50-70 eldri borgara sem misst hafa starfsorku til að sjá um sig sjálfa.
Reykjavík 15. desember 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.