Viðreisnar pólitík.

Í aðdraganda að skipun nýrrar ríkisstjórnar virðist vera all sérstakur framgangsmáti hjá formanni Viðreisnar með ummælum hans um Væntanlegan forsætisráðherra.

Slök dómgreind og klúður er haft eftir formanni Viðreisnar um Bjarna Benediktsson tilvonandi forsætisráðherra.

Þessi ummæli sýna að ekki er mikið traust á milli þeirra sem standa að hugsanlegri ríkisstjórn Íslands.

Því má spyrja: Er það ekki dómgreindarskortur Benedikts formanns Viðreisnar að ætla sér að setjast í ríkistjórn með dómgreindarlausum klúðrara sem forsætisráðherra, að mati Viðreisnarformannsins? Þessi ummæli Viðreisnarformannsins lýsir alvarlegum dómgreindarskorti hans sjálfs að ætla sér að setjast í ríkisstjórn aðeins til að fá ráðherrasæti áður en hann dettur út af þingi í næstu kosningum.

Þessi ummæli Viðreisnarformannsins um væntanlegan forsætisráðherra eru undarleg í ljósi þess að ekki hefur verið upplýst hvort þær upplýsingar sem taldar eru í umræddri skýrslu, er fjármálaráðherra fékk, séu þess eðlis að þær haf einhver pólitísk áhrif. Þessi skýrsla getur gefið vísbendingu um slaka lagsetningu af hálfu alþingismanna er varða fjárhagskerfið og fjármálastefnu ríkisins á undanförnum árum auk þess að vera verkefni fyrir skattayfirvöld til úrvinnslu.

Ef um dómgreindarleysi er að ræða í þessu máli er skortur á dómgreind hjá Viðreisnarformanninum að ætla sér í stjórnarsamstarf með manni, sem að hans mati er með slaka dómgreind og er klúðrari og formaðurinn treystir ekki.

Niðurstaðan verður sú að allt er gerandi til að fá að verma ráðherrastól og þá er allt í lagi að selja landráðastefnuna hans sjálfs, Viðreisnarformannsins, um inngöngu í þrælabúðir Efnahagsbandalagsins, fyrir ráðherrastól.

Af þeim fréttum sem fengist hafa um skýrsluna er verið að upplýsa að lagasetningar frá Alþingi á síðustu áratugum hafi einkennst af dómgreindarskorti alþingismanna er varðar stjórnun á fjármála- og efnahagskerfi landsins.

Reykjavík 10. janúar 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband