18.1.2017 | 11:20
Heilaþvottur eða háðung
Í sjónvarpsþættinum um jökla á Íslandi sem sýndur var á sunnudagskvöld 15. janúar 2017 er gerð tilraun til að fá Íslendinga til að trúa þeirri kenningu að hlýnun í lofthjúp jarðar sé manninum að kenna. Þ.e. að gjörðir mannskepnunnar sé orsakavaldur að því að loftslag er sagt heitara á jörðinni en fyrir 70 árum.
Sjónvarpsþátturinn var að mörgu leiti fróðlegur um jökla og landslag á Íslandi.
Í þætti þessum kom fram að á árunum 1200 1300 hafi hiti lækkað á Íslandi og jöklar skriðið fram og all nokkrir landnámsbæir hafi lent undir skriðjöklum á næstu öldum. Þetta kuldaskeið hafi varað í um 500 til 600 ár þegar aftur fór að hlýna.
Ekki var þess getið af fræðimönnunum (konum og körlum) sem fram komu í þættinum hvað hafi valdið því að hitastig lækkaði á þessu svæði er orsakaði framskrið jöklanna og kaffæringu landnámsbæja. Því var ekki haldið fram að kólnunin stafaði af mannavöldum.
Eftir skemmtilega og fróðlega fyrirlestra fræðimannanna þurfti í lok þáttarins að koma með yfirlýsingar um að gerðir mannsins á jörðinni hafi orsakað það að lofthjúpurinn hlýni og jöklar hopi. Yfirlýsingar fræðimannanna eru án nokkurrar stoðar í raunveruleikanum og sennilega aðgerðir sem frægur vísindamaður og rithöfundur hefur skrifað mikið um. Þar stendur að fullyrðingar vísindamanna um hlýnun jarðar eigi rót sína að rekja til þess að of litlu fjármagni sé veitt til rannsókna er þau stunda og þau vilji fá meira fé til að halda atvinnunni. Kemur fram hjá þessum vísindamanni að engar vísindalegar sannanir finnist um þátt mannsins í hlýnun jarðarinnar.
Eftirfarandi spurningar vakna við áhorf á umræddan sjónvarpsþátt og það sem sjá má í vísindagreinum sem ritaðar voru á fyrri hluta síðustu aldar og á nítjándu öld.
Ef litið er á mótsagnir í framburði nútíma spekinga sem kenna mannskepnunni um hlýnun jarðar er fjöldi spurninga sem ekki hafa fengist svör við, s.s.
1. Hvar komu gjörðir mannsins að tilkomu svokallaðra ísalda á jörðinni?
2. Hverjar voru orsakir á hitabreytingum er leiddu til ísalda eða hlýnunar eftir ísaldir? Ath. ísaldarskeið hafa verið fleiri en eitt samkvæmt fræðigreinum.
3. Hvar og hvenær kom mannshöndin að tilkomu þess sem fræðimennirnir í sjónvarpsþættinum kölluðu Litlu ísöld á Íslandi frá um 1300 til um 1900?
4. Hvar kom mannshöndin að og hafði áhrif á hita og gróður á Íslandi þegar trjágróður var slíkur á Íslandi, eins og sverir trjábolir haf sýnt sem grafnir hafa verið úr jörðu?
5. Eru það ósannindi sem ritað er í ritverk sem gefið var út um 1940 og heitir Undur Veraldar um hitasveiflur á jörðinni o.fl. á liðnum árþúsundum?
6. Í ritverki Undur veraldar er þess getið að hitabeltisloftslag hafi verið í N -Ameríku og suður hluta Canada á fyrri tíð og gróður eftir því. Er þetta ósatt?
7. Hitastig í norður Canada og Grænlandi hafi verið eins og í Tempruðu beltunum í dag og gróður eftir því, barr- og laufskógar. Hvar kom maðurinn að þeirri loftslagsbreytingu?
8. Hefur hlutfall súrefnis í andrúmsloftinu breyst (lækkað) svo mælanlegt sé við fólksfjölgun á jörðinni úr um 1000.000.000 manna á fyrri hluta tuttugustu aldar (1900-1940) í um 11.000.000.000 manns á 70-80 árum síðar eða undir lok tuttugustu aldar?
9. Samkvæmt heimildum úr bókinni Undur veraldar þá á hlutfall súrefnis í andrúmslofti jarðar að hafa verið um 30% fyrir einhverjum þúsundum eða milljónum ára. Hvað hafði breyst og orsakað þá breytingu að í byrjun 20-aldar var hlutfall súrefnis í andrúmslofti jarðar komið niður í um 21%?
10. Hve mikil er hlutfallsleg aukning á CO2 (í prósentum) á sólarhring í andrúmsloftinu frá öndun manna við fjölgun manna úr 1000.000.000 í 11.000.000.000 á síðustu 70-80 árum?
11. Er þessi kenning um gróðurhúsaáhrif af völdum gjörða mannsins ekki í anda múgsefjunar án nokkurra staðreynda annarra en þeirra að hiti hefur aukist í lofthjúp jarðar eins og áður hefur átt sér stað án aðgerða mannsins þar að, með vísan til ísalda og hitaskeiða á milli ísalda?
12. Ef aðgerðir mannsins eru orsakir að hlýnun jarðar er þá ekki þörf á að aflífa á bilinu 4- til 6.000.000.000 eða fleiri manneskjur á jörðinni til að stöðva aukningu á CO2 í andrúmsloftinu og snúa hitasveiflunni við?
Ef vísindamenn treysta sér til að svara ofanrituðum spurningum væri það vel gert.
Reykjavík 18. janúar 2017
Kristján S. Guðmundson
fv. skipstjóri
Athugasemdir
Hvaða heimspekirit er þetta "Undur veraldar" og hvaða sjálfskipuðu snillingar rituðu ? - Bara forvitni. Tókst ekki an "Googla" það.
Már Elíson, 18.1.2017 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.