31.1.2017 | 09:37
Íslenskir öskurapar og forseti Bandaríkjanna.
Sú furðulega afstaða íslenskra öskurapa sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi stefnubreytingu Bandarískra stjórnvalda er varða innanríkismál í Bandaríkjunum er í ætt við nöldur barns sem fær ekki nammi þegar það heimtar það.
Það hlýtur að vera einkamál Bandaríkjamanna hvort þeir minnki eða stöðvi fjárframlög sín til annarra ríkja og hugi að hag sinna eigin þegna. Betlararnir sem þegið hafa fjárframlög frá sama aðila til fjölda ára bregðast ókvæða við þegar ölmusan er skorinn niður.
Á undanförnum áratugum eftir seinni heimsstyrjöldina var ætlast til þess að af hálfu Bandaríkja Norður Ameríku væri haldið áfram að byggja upp hrun-búskap Evrópu sem ekki hefur getað staðið á eigin fótum vegna sundurlyndis og ættarígs.
Vegna fjárhagslegs velgengis í Bandaríkjunum og mikillar framleiðslugetu var ætlast til þess að Bandaríkjamenn veittu aðstoð til að hindra valdagráðuga Þjóðverja og Rússa í að leggja undir sig Evrópu í tveimur styrjöldum eða þremur ef kaldastríðið er kallað styrjöld.
Þegar Þjóðverjar voru að leggja undir sig Evrópu var vælt í Bandaríkjamönnum að veita aðstoð til að stöðva þá þróun sem orðin var í Evrópu og valdagráðugir og öfundsjúkir Japanir réðust á Bandríkin með hernaði á sömu dögum og þeir þóttust vera að semja um langtíma frið milli ríkjanna. Eftir seinni heimsstyrjöldina 1939-1945 sem Bandaríkjamenn voru dregnir inn í vegna öfundar í vestur Evrópu og yfirgengilegrar valdagræðgi af hálfu Japana var það af velvild Bandaríkjamanna að uppbygging ríkjanna eftir stríðið varð eins skjót og raun ber vitni.
Betlarar Evrópu og fleiri ríkja hafa óskað eftir aðstoð frá Bandaríkjunum bæði hernaðarlegum og fjárhagslegum sem hefur verið veittur án skilyrða eða neinna eftirkrafna samanber Marshall-aðstoðin sem kom efnahag Vestur Evrópu á lappirnar aftur eftir styrjöldina 1939-1945.
Sú afskiptasemi íslenskra betlara í garð Bandarískra innanríkismála sýnir að aldrei launar kálfur ofeldi. Íslendingar nutu góðs af rausnarlegri aðstoð Bandaríkjanna í og eftir seinni heimsstyrjöldina og hafa náð að byggja upp annars flokks velferðaþjóðfélag með fjárhags- og viðskiptastuðningi frá Bandaríkjunum. Íslenskir öskurapar sem eru nýbyrjaðir að pissa hjálparlaust voru ekki fæddir þegar bandarískt fjármagn varð til þess að íslendingar gátu flutt úr torfkofunum í nútíma húsnæði.
Íslendingar ættu að skammast sín fyrir þá skrílsframkomu sem sýnd hefur verið síðustu vikur í fjölmiðlum og víðar í sambandi við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Framkoman hefur verið í ætt við fámennan hóp íslenskra öskurapa sem öskra hátt ef þeir fá ekki að ráða á öllum sviðum jarðlífsins.
Sú krafa öskurapanna að af hálfu Bandaríkjanna verði haldið áfram að standa undir kostnaði við ýmsar aðgerðir á jörðinni er einkakrafa betlaranna/öskurapanna. Þegar stjórnendur Bandaríkjanna vilja skipta yfir í eflingu innanríkismála í Bandaríkjunum og minnka fjáraustur til annarra ríkja æsast betlararnir upp og mótmæla skerðingu á ölmusunni.
Íslendingar hafa marg oft orðið ævir yfir afskiptasemi erlendra ríkja af málum er Íslendingar hafa kallað innanríkismál á Íslandi. Afskipti Íslendinga af innanríkismálum annarra ríkja er vanvirðing gagnvart þegnum annarra ríkja. Það eru Bandaríkjamenn sem setja lög og reglur sem fara á eftir í Bandaríkjum Norður Ameríku en ekki íslenskir öskurapar. Verði íslenskir betlarar/öskuapar fyrir skakkaföllum þegar ölmusan er skorin niður verða þeir að þrengja mittisólina án þess að halda áfram kröfum um auknar ölmusugreiðslur frá öðrum ríkjum. Á meðan Íslendingar eiga í erfiðleikum með að fara eftir þeim lögum sem sett eru á Íslandi vegna þess hvað þau eru vitlaust orðuð eiga Íslendingar að leyfa þegnum annarra ríkja að sjá um sín lög og reglur án þess að betlistafurinn í öðrum ríkjum (á Íslandi) hafi þar áhrif.
Valdagráðugir íslenskir fjölmiðlafulltrúar sem oft hafa verið staðnir að ósannindum í fréttum eiga ekki að ná völdum yfir hugsanagangi og skoðunum Íslendinga. Hálf-sannleikur (hagræddur sannleikur) sem einkennt hefur íslenskan fréttaflutning verður að stöðva eins og aðra hryðjuverkastarfsemi.
Reykjavík 31. janúar 2017
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.