Mislukkaðar stjórnvaldsaðgerðir

Fyrir nokkrum áratugum var það hefð hjá stjórnvöldum og Alþingi að hafa afskipti af kjaradeilum sjómanna. Voru mörg verkföll er stéttarfélög sjómanna stóðu fyrir bönnuð með afskiptum Alþingis.

Sem lausn á einni kjaradeilu sjómanna eftir verkfallsaðgerðir fengu sjómenn, við afskipti stjórnvalda, skattaívilnanir sem kallað var sjómannaafsláttur sem kjarabætur. Var þetta fastur liður til frádráttar á skattgreiðslum og var miðað við skráningardaga á sjó. Eru komin um 40 ár síðan þetta ákvæði var sett inn í kjör sjómanna til að halda skipaflotanum á sjó.

Síðan komu illa þenkjandi menn sem þjáðust af öfundsýki í stóla Alþingishússins og sáu ofsjónir yfir þessu ákvæði í skattamálum og sáu til þess að lagaákvæðið um þessar skattaívilnanir yrðu felldar úr lögum en á svipuðum tíma löguðu þeir ákvæði laga er varðar þeirra eigin kjör.

Var þarna um hreinan þjófnað Alþingismanna á launum sjómanna sem hefur leitt til þeirrar hörðu deilu er nú gengur yfir í kjarabótum sjómanna. Ef Alþingismenn halda að þeir geti gengið sem atvinnuþjófar í eiginhagsmunaskyni um þjóðarfjárhirslur Íslands er það misskilningur þeirra.

Eru sjómenn hvattir til að gefa ekkert eftir er varðar skattaafsláttinn sem var í upphafi hugarfóstur hinna svokölluðu Alþingismanna.

Ef ekki er hægt að skerða laun Alþingismanna með setningu laga eins og krafist hefur verið varðandi 45% hækkun á launum þeirra með úrskurði Kjararáðs þá er það þjófnaður sem framinn var við setningu laga á Alþingi um afnám þess sem kallað var sjómannaafsláttur (skattaafsláttur) sem var bein kjaraskerðing sjómanna.

Hverjir eru þá þjófarnir?

Þetta framferði Alþingismanna við stuld á kjörum sjómanna er sambærilegt við þjófnað Alþingismanna þegar afnuminn var með lögum greiðsla grunnlífeyris til eldri borgara sem var fyrsti allsherjar lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn „og hóf göngu sína 1946“. Greiddu landsmenn svokallað Almannatryggingagjald sem átti að tryggja sérhverjum landsmanni ákveðna greiðslu á mánuði eftir að 67 ára aldri var náð. Þessi svokallaði grunnlífeyrir skyldi koma sem uppbót á greiðslur úr lífeyrissjóðum sem þá voru að koma fram í kjarabaráttu verkafólks.

Þessi dæmi sýna að það er ekki hagsmunir þjóðarinnar sem eru í fyrsta sæti í hugsanagangi Alþingismanna, og þar með taldir þeir sem kallaðir eru ráðherrar, heldur virðist sem einkahagsmunir Alþingismanna vegi þyngst í gjörðum þeirra.

Þetta sýnir einnig að gjörðir Alþingismanna eru á mörgum sviðum illa eða vanhugsaðar ef ekki er um ásetningsbrot að ræða með vísan til margra illa orðaðra laga sem hægt er að túlka eftir eigin geðþótta eins og fram hefur komið í fjölda dóma sem kveðnir hafa verið upp í dómssölum hins íslenska réttleysis.

Með vísan til þess að ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu eru löglegir lögbrjótar og er þar átt við dómara. Með vísan til ummæla Páls Magnússonar Alþingismanns í sjónvarpsviðtali á STÖÐ-2 í kvöld og stóru orðin sem hann lét falla um afskiptaleysi stjórnvalda er þar kominn hugsanagangur sá er réði ríkjum þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn og stjórnvöld eigi að hafa afskipti af verkfallinu.

Ég hvet íslenska sjómenn til að gefa ekkert eftir í baráttunni um ígildi sjámannaafsláttarins sem stolið var með atkvæðagreiðslu í leikhúsinu við Austurvöll sem kallað er Alþingishús.

Reykjavík 3. febrúar 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband