8.2.2017 | 10:14
Óráðssía stjórnvalda.
Samgöngumálaráðherra er búinn að upplýsa um vanþekkingu sína á fjármálum ríkisins.
Á undanförnum áratugum hefur verið unnið kerfisbundið að því að skattleggja eigendur ökutækja og kostnað við ökutæki í landinu á þeim forsendum að bæta þurfi vegakerfið. Af þeim tekjum sem ríkið hefur fengið í formi bifreiðagjalda og bensínskatta hefur milli 20 - 30% af því fjármagni verið varið til þeirra framkvæmda sem sköttunum var komið á til að standa undir. Um 70% þess fjármagns sem ríkið fékk með sköttum á ökutæki og til reksturs þeirra hefur farið í stjórnlausa sóun stjórnvalda við allt annað en það sem kveðið var á um í lögum.
Má þar nefna margskonar gæluverkefni stjórnmálamanna og einkasóunarsjóði ráðherra sem þeir hafa getað nota fyrir sig og sína áhangendur.
Bensínskattur hefur margoft verið hækkaður með því fororði að meira fé vanti til vegaframkvæmda en reynslan orðið sú að meiri hluti þess fjármagns sem aflað hefur verið með sköttunum hefur lent sem eyðslufé stjórnenda landsins. Hefur verið þar um að ræða gengdarlausa spillingu ráðamanna.
Því miður er það svo að sambærileg spilling hefur átt sér stað á mörgum sviðum s.s. sjóði sem átti að standa undir uppbyggingu dvalarheimila fyrir aldraða en endaði sem eyðslufé stjórnmálamanna.
Barlómur ráðherrans vegna meints ástands vega í landinu er ekkert annað en tilraun til að fá meira fé til að sólunda í gæluverkefni stjórnvalda.
Ástand vega á landinu er ekkert verra en það hefur verið síðustu 50 árin. Eina vandamálið er lélegir ökumenn ef ekki má kalla þá ökuníðinga. Mikið hefur verið rætt um aðgerðir til að fækka slysum á vegnum og vegakerfinu kennt um slysin. Ástæða hinna mörgu slysa sem verða er að of margir ökuníðingar eru í umferðinni. Menn sem alltaf þurfa að gera tilraunir til að sýna hvað þeir séu klárir með margs konar níðingsaðferðum við akstur.
Það er ekkert að vegakerfinu ef ökuníðingarnir eru teknir úr umferð og komið í veg fyrir óforsvaranlegan akstur.
Háværar raddir hafa verið uppi vegna tíðra slysa erlendra ökumanna og ferðamanna. Ef ferðamenn eru ekki færir um að aka á íslenskum þjóðvegum og virða ekki umferðareglur hafa þeir ekkert að gera eftirlitslaust sem ökumenn. Erlendum ferðamönnum ber að virða íslenskar reglur og hafa engar afsakanir að þeir hafi ekki vitað þetta eða hitt. Grundvallar atriði allra ferðamála er að ferðamaður skal skilyrðislaust fara að lögum og reglum þess lands sem hann heimsækir.
Þar með er engin afsökun gild ef ferðamaður fer ekki eftir þeim reglum sem gilda í landinu. Því er ástæðulaust fyrir ráðherra að æsa sig upp og boða nýja skatta á íbúa höfuðborgarsvæðisins til að standa undir gæluverkefnum ráðherrans.
Flokksmenn ráðherrans hafa oft talað um að þeir eigi að borga sem nota þjónustuna. Því er orðið löngu tímabært að sá gróði sem fengist hefur af komu ferðamanna til landsins verði notaður til að standa undir óþarfa framkvæmdum sem koma þeirra (ferðamannanna) kallar eftir.
Háttvirtur ráðherra ætti að snúa sér að því að finna tekjustofn hjá erlendum ferðamönnum til þeirra framkvæmda sem hlýst af komu þeirra en ekki seilast í vasa hins almenna borgara til að ná í meira eyðslufé til gæluverkefna.
Vegakerfi á Íslandi er betra en í flestum löndum jarðkúlunnar að teknu tilliti til þess fólksfjölda sem notar vegina án erlendra ferðamanna og íslenskra ökuníðinga. Sem dæmi um vitleysuna í málflutningi manna um lélegt vega kerfi er það að við tvöföldun vegakafla milli Reykjavíkur og Keflavíkur svo og Reykjavíkur og Hveragerðis þá hefur það aðeins orðið til þess að hraði í akstri hefur aukist en öryggi lítið skánað.
Eitt atrið í umferðarmenningu á Íslandi þyrfti að laga og það er að hindra svokallaða sunnudags-útsýnis-keyrslur. Það ætti að taka upp lágmarkshraða á þjóðvegum þar sem leyfður er 90 km. hraði og ætti að vera lágmarkshraði 80 km. klst. Þeir sem ekki treysta sér til að fylgja lágmarkshraða eigi skilyrðislaust að víkja út í vegkant fyrir þeirri umferð sem á eftir fer. Útsýnisökuferðir er hindrunarakstur.
Reykjavík 8. febrúar 2017
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.