Eru Alþingismenn vímuefnafíklar?

Enn og aftur hafa Alþingismenn gerst sekir um brot í starfi.

Fram er komið frumvarp um breytingu á lögum er heimili sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum.

Það sem vekur undrun við flutning þessa frumvarps að með því er aðeins verið að hugsa um þarfir og óskir fárra af þegnum þjóðfélagsins.

Svo virðist vera að þingmenn geri sér ekki grein fyrir því til hvers þeir eru á þingi. Grundvallaratriði þeirra er setjast á þing er að vinna að velferð allra þegna samfélagsins en ekki að láta einkahagsmuni sína ráða ferðinni.

Umrætt frumvarp um aukna sölu á vímuefnum getur aldrei orðið þjóðinni sem heild til framdráttar. Þetta frumvarp miðast aðeins við þarfir sumra þegna samfélagsins sem eru eiturlyfjafíklar. Flytjendur frumvarpsins komast ekki hjá því að horfast í augu við það vandamál að áfengi er og verður eiturlyf ef það er notað til inntöku. Áfengisneysla við inntöku verður allatíð sem vímugefandi í ætt við öll önnur vímuefni sem kölluð eru eiturlyf.

Þeir sem eru háðir eiturlyfjum eins og áfengi eiga að sætta sig við að opnar séu sérverslanir til sölu á þessum eiturlyfjum og eiga ekki að knýja á um frekari útbreiðslu þeirra. Þar sem ekki er um að ræða nauðsynlegar vörur fyrir íslenska þegna almennt ættu Alþingismenn sem lagst hafa svo lágt einu sinn enn að gera tilraun til að þröngva eiturlyfjum inn á alla þegna landsins til þess að þeir (allir þegnar landsins) verði á sama eða svipuðum fleti heimskunnar og þeir sjálfir. Þá er ljóst að flutningsmenn tillögunnar eru ekki að þjóna hagsmunum samfélagsins, þ.e. almennings.

Áfengisneysla hefur verið böl íslensks samfélags og kostar milljarða á ári hverju vegna heilsubrests þeirra eiturlyfjaneitenda er fallið hafa fyrir Bakkusi. Þeir eiturlyfjaneitendur sem standa að umræddu frumvarpi ættu að draga það þegar í stað til baka áður en upplýst verði hverjir það eru sem eru eiturlyfjaneitendur á Alþingi.

Ef Alþingismönnum er ekki kynnt sú staða þeirra að þeir séu fulltrúar allrar þjóðarinnar en ekki fulltrúar lítils hóps landsmanna er kominn tími til slíkrar fræðslu. Frumvarp um aukna áfengissölu í landinu er aðeins til hagræðingar fyrir þá er neita þeirra eiturlyfja er kallast alkahól en endar sem aukinn kostnaður á alla landsmenn vegna heilbrigðisþjónustu við eiturlyfjanotendur.

Ef þetta frumvarp um aukna sölu áfengis á Íslandi nær fram að ganga verður næsta skref eiturlyfjafíkla Alþingis að lögleiða öll efni sem kölluð eru í dag eiturlyf sem lögleg efni fyrir alla og verði seld í matvöruverslunum.

Reykjavík 9. febrúar 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband