20.2.2017 | 08:41
PISA kenningin/rannsóknin.
Talsverðar umræður verða þegar niðurstöður könnuna á frammistöðu barna eru bornar saman á milli landa.
Menntafrömuðir á Íslandi eru undrandi á frammistöðu íslenskra barna eins og hún kemur fram í þessum könnunum og leita skýringa á öðrum stöðum en hin raunverulega orsök liggur.
Það hefur verið ljóst þeim sem hafa viljað horfast í augu við staðreyndir varðandi ástand menntamála íslenskra barna síðustu áratugi hvar orsök vandans liggur.
Grundvöllur lélegrar frammistöðu barna í þessari könnun felst í agaleysi í skólum og marklausri kennsluskrá.
Sem dæmi um mistök í kennslumálum er:
Fjöldi barna er ekki læs þegar þau eru orðin 12-14 ára.
Málskilningur barna á íslenska tungu er mjög lélegur.
Orðaforði íslenskra baran á íslensku er mjög lítill.
Fjöldi barna er ekki skrifandi á íslensku.
Kennsla barna á erlendum tungumálum á meðan þau eru ekki læs á íslensku skilar takmörkuðum árangri.
Agaleysi nemenda í skólum er slíkt að kennsla er í mörgum tilvikum vonlítil fyrir kennara.
Ef lélegur nemandi fær ekki góða einkunn hjá kennara er kennarinn kærður af foreldrum til skólastjórnar eða fræðslumálayfirvalda.
Agaleysið þegar nemendur geta gengið út og inn úr kennslustofu að eigin geðþótta eða mætt þegar þeim sýnist er vandamál.
Nemandi sem leikur sér að því að trufla kennslu með því að trippla bolta í kennslustund þar til kennarinn stöðvar framferði nemandans eftir margar ábendingar til nemandans þá er kennarinn kærður af foreldrum.
Nemendur geta hagað sér að eigin geðþótta í kennslustund og þar með stundað spilamennsku á kortspil án þess að þurfa að taka tillit til annarra nemenda aða viðvörunar kennara.
Skólar eru geymslustofnanir fyrir börn foreldra sinna á meðan foreldrarnir stunda vinnu.
Ef að kennari hastar á nemanda fyrir óspektir eða truflun á kennslu er kennarinn kærður af foreldrum fyrir einelti gagnvart nemandanum.
Aðalvandamál í íslenskum skólum er agavandamál og getu eða áhugaleysi fræðsluyfirvalda vegna ótta við kærur frá hávaðasömum foreldrum sem hafa enga stjórn á börnum sínum.
Hægt er að rekja sumt af þessum vandamálum til þeirrar vitleysu sem felst í sáttmála Sameinuðu-þjóðanna og varðar réttindi barna (barnasáttmálann). Þar er einungis getið um réttindi barna en þar sem þeim er ekki ætlaðar neinar skyldur og börnin frædd um þann ósóma ásamt foreldrum þeirra þá standa kennarar varnarlausir gagnvart agalausri framkomu of margra barna í skólum. Foreldrar virðast vera orðnir lélegir foreldrar sem hugsa einungis um vinnuna og eigin tómstundir (ræktina) en ætlast til þess að börnin þeirra séu alin upp í skólunum. Svo virðist sem fjöldi foreldra hugsi ekkert um uppeldið fyrr en barnið kvartar um leiðinlegan kennara sem ekki leyfi að viðkomandi barn fái að haga sér ósæmilega í kennslustund.
Frammistaða íslenskra barna í námi verður ætíð léleg ef barn er ekki læst eða skrifandi auk þess sem málskilningur er nauðsynlegur. Þ.e. merking hinna ýmsu orða sem ekki er alltaf ljós við fyrstu sýn.
Er löngu tímabært að fræðslumálayfirvöld vakni til lífsins og taki á aðal vandamálum við barnakennslu sem er agavandamál í skólum og kurteisi barna almennt í kennslustund gagnvart kennara.
Hefur það verið kannað af íslenskum kennsluyfirvöldum sögusagnir af því að við skóla í sumum löndum sé skipulega unnið að því að villa um þegar þessi könnun fer fram? Samkvæmt frásögnum eru dæmi um að lélegustu nemendur í tilteknum árgöngum séu sendir í skemmtiferðir í rútum burt frá skólanum á meðan PISA könnun fer fram svo að þau dragi ekki árangur skólans niður í könnuninni. Sögusagnir geta þess að þetta sé þaulskipulagt svo að árangurinn verði jákvæðari fyrir skóla og land.
Á Íslandi hefur verið við lýði það sem kallað er skóli án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar þýðir að í bekk (aldurshóp) séu allir nemendur á sama aldrei óháð þroska og getu til náms. Þetta leiðir til þess að þeir nemendur sem hafa góðan þroska til náms fá litla sem enga tilsögn kennara þar sem meirihluti kennslutíma fer í að sinna nemendum sem ættu að vera í sér bekk. Nemendur sem ekki hafa náð þeim þroska að geta lært það sem jafnaldrar þeirra eru taldir hafa þroska til.
Varðandi all nokkur dæmi um kærur nemenda í garð kennara. Þar hafa verið kærur barna sem ekki fá að haga sér í kennslustund eins og þeim sýnist og trufla kennslu eða fá ekki þær einkunnir sem þeir telja sig eig þótt kunnáttan á prófum sýni annað.
Rétt þykir að benda á þann möguleika sem er í boði í dag með vísan til tækninýjunga. Er það að koma upp myndbandsupptökuvélum í kennslustofum þar sem allt verði tekið upp (hljóð og mynd) svo sýna megi foreldrum hvernig framkoma barns þeirra hefur verið í kennslustund. Með því væri hægt að sýna framferði kennara gagnvart barni og ósæmilegri hegðun barnsins ef um það væri að ræða. Með myndbandsupptökubúnaði er hugsanlega hægt að bæta það agavandamál sem er við lýði í skólum landsins í dag.
Heyrst hefur að kennarar séu orðnir þreyttir á þessu agavandamáli og aðgerðarleysi stjórnvalda skólamála að metnaður þeirra til kennslu sé farinn og þeir séu komnir á stig áskrifenda að launum sínum án þess að hafa áhyggjur af árangri við kennsluna. Er þar komin hugsanleg ástæða fyrir þeim áhyggjum sem heyrst hefur af, frá yfirvöldum menntamál, og varðar brottfall nemenda í framhaldsnámi.
Til þess að ekki þurfi að geyma upptökur lengi ætti að vera tímamörk einn eða tveir dagar fyrir foreldra að kvarta ef einhver kvörtun barns kemur fram. Þar gæti kennari einnig gefið vísbendingar til skólastjórnenda ef um ósæmilega hegðun barns væri að ræða og þá tekin ákvörðun um frekari geymslu myndbandsupptöku ef ástæða þætti til.
Reykjavík 20. febrúar 2017
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.