Gæsir sem verpa gulleggjum

Flestir læsir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára hafa lesið söguna um gæsina sem verpti gulleggjum. Ein af frægum ritverkum bókmenntanna.

Íslendingar eiga gæsir sem verpa gulleggjum. Þessar gæsir á að aflífa að boði stjórnenda landsins.

Fram á menn í stjórnmálaum á Íslandi hafa það á stefnuskrá sinni að selja gæsirnar til þess að geta sjálfir auðgast á varpi gæsanna.

Þessar gæsir í eigu Íslendinga eru tveir bankar, Landsbankinn og Íslandsbanki, Landsvirkjun og fleiri sambærilegar eignir í eigu landsmanna.

Hinir gráðugu stjórnmálamenn landsins höfðu áður selt gæsirnar Landsbankann, Búnaðarbankann og Útvegsbankann ásamt Pósti og síma.

Eftir innanbúðabankarán 2006-2008 keypti ríkisvaldið aftur gjaldþrota bankana fyrir skattfé borgaranna.

Þessar eignir, bankarnir, voru seldar úr eigu þjóðarinnar vegna græðgishugsjóna pólitískra vanvita. Vanvitar þessir mega ekki vita af neinum starfsrekstri sem gefur af sér góðan arð nema hann sé í einkaeigu þeirra sjálfra. Þeir vanvitar sem nú sitja á Alþingi stefna hraðbyri að því að selja ríkiseigur sem hafa skilað tugmilljarða hagnaði í ríkiskassann á síðustu árum.

Samkvæmt opinberum fréttum í fjölmiðlum hafa tugir milljarða runnið í ríkiskassann frá endurreistum bönkum eftir bankaránið. Athuga þarf að gróði bankanna er vegna okurs á þeirri bankaþjónustu sem veitt er og því tekið úr vasa landsmanna og á að fara þangað aftur. Ef þær fréttir eru réttar um ágóðann af rekstri bankanna er þar komin skýringin á áhuga vanvitanna er stjórna á því að koma gullgæsunum í eigu annarra svo hagnaðurinn renni í rétta vasa.

Þessar gullgæsir, bankarnir, með milljarða framlagi á hverju ári geta staðið undir þeim þjóðþrifamálum sem nú skortir fjármagn. Vanvitar í leikhúsi fáránleikans við Austurvöll ættu að reyna að hugsa um þjóðarhag en ekki einkahagsmuni og eigin gróðasjónarmið.

Til að koma í veg fyrir valdníðslu þeirra sem sitja á Alþingi Íslendinga þarf að koma í stjórnarskrá landsins að engar eigur í ríkiseign megi selja án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu er samþykkti söluna. Valdagráðugir óreiðuseggir eiga ekki að geta sólundað eigum landsmanna að eigin geðþótta. Alþingismenn eru kjörnir til að sinna hagsmunum allra landsmanna en ekki einkahagsmunum.

Heyrst hefur frá vanvitum er komist hafa í stóla Alþingishússins að réttast væri að selja gæsina sem verpir demantskreyttum gulleggjum eða Landsvirkjun. Þeir sem stæðu að sölu Landsvirkjunar ætti að dæma fyrir landráð og loka þá inni og fleygja lyklunum þar sem enginn kæmist að þeim.

Íslendingar stöndum vörð um “gæsirnar“ okkar sem verpa gulleggjum og komum í veg fyrir að þær lendi í höndum óreiðuseggja eins og þeirra er náðu yfirtökum í bönkum landsins fyrir bankaránin.

Æskilegt væri að vel menntaðir menn eða konur í tölvufræðum kæmu af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt væri sölu á gæsum samfélagsins sem verpa gulleggjum s.s bönkum, Landsvirkjum og öðrum álíka gersemum landsmanna.

Reykjavík 27. mars 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband