Kynlífsþjónusta = vændi?

Nýlega var haldinn mikil ráðstefna þar sem fjallað var um það sem kallað er vændi.

Engin fullkomin skýring hefur verið gerð á því hvað átt sé við með orðinu vændi.

Er það vændi að fagurt fljóð um tvítugt giftist mjög ríkum (billjónera) manni sem er 50-60 árum eldri en hún?

Frammákonur á kvennforréttinda baráttunni segja það vændi að karlmenn séu reiðubúnir til að greið fyrir kynlíf, samfarir, með konu og þeim skuli refsað.

Kynlíf dýrsins sem kallaður er maður er af sama grundvelli og kynlíf annarra dýra jarðarinnar. Þetta (kynlíf, samfarir) er uppbygging þarfa dýrsins sem þarf að fá útrás enda byggist samhangandi líf dýrastofnanna á þessari þörf. Þessi þörf, til kynlífs, er hjá báðum kynjum og hefur haldið við því dýralífi sem þróast hefur á jörðinni.

Á umræddri ráðstefnu var það áberandi að hið meinta mein sem kallað er vændi var talið sök karldýrsins í dýrastofninum. Var fullyrt að sökin væri alfarið hjá karlinum og honum ætti að refsa.

Allt var þetta í ætt við forréttindabaráttu sumra kvenna sem vilja ná undir sig öllum völdum í dýraríkinu, kvennaríki.

Í baráttu kvennanna í forréttindabaráttunni hefur þeim yfirsést meginástæða þess að hið svokallað vændi hefur þróast, m.ö.o. greiðsla fyrir samfarir (kynlíf).

Þetta fyrirkomulag að greiðsla sé innt af hendi fyrir kynlíf er eins gamalt og heimildir herma um tilveru mannskepnunnar á jörðinni. Má þar nefna frásagnir af borgum sem kallaðar voru Sódóma og Gómora auk fleiri frásagna. Þróunin á greiðslu fyrir kynlíf má rekja til þarfa kvennkynsvera á forsögulegum tíma um vernd fyrir utanaðkomandi ógn.

Það sem einkennir framgöngu forréttindakvenna er það að þær hunsa að horfast í augu við megin ástæðu þess sem þær kalla vændi þ.e. greiðsla fyrir kynmök.

Ástæðan fyrir því að kynlíf er verslunarvara er framboðið á þjónustunni. Ef ekki væri föl sú þjónusta sem þær (forréttindakonur) kalla vændi yrðu engin viðskipti.

Í sumum ríkjum er verslun með kynlífsþjónustu talin vera lögleg atvinnustarfsemi og er undir eftirliti hins opinbera svo halda megi í skefjum hinum óvinsælu kynsjúkdómum sem er í sumum tilvikum fylgifiskur náins sambands karls og konu, kynlífs.

Það sem gleymst hefur í baráttunni hjá forréttindakonum er hvernig byrjar sú starfsemi sem þær kalla vændi?

Ef taka á mark á þeim upplýsingum sem berast með fjölmiðlum er varðar viðskipti með kynlíf þá eru það að stúlkur, konur, sem hafa séð að fljótteknir peningar fást með því að leyfa aðgang að unaðsbrunni sínum. Karlar eru reiðubúnir til að greiða vel fyrir slíka þjónustu eins og staðreyndir liggja fyrir um. Sumir kvennmenn sem leiðst haf út í að selja aðgang að sínum unaðsbrunni hafa ánetjast eiturlyfjum og séð auðvelda leið til að fjármagna neyslu sína með slíkri þjónustu.

Sumar konur, stúlkur hafa vegna mislukkaðra framavona sinna um vel borguð störf eins og leikara, fyrirsætustörf og önnur sambærileg vel launuð störf lent í höndum glæpagengja og verið þvingaðar út í kynlífsviðskipti. Þetta gerist þrátt fyrir mikla herferð í mörgum löndum til þess að fræða kvennfólk um þessa hættu. Þessi starfsemi með kynlífsþjónustu hefur þróast með aðkomu bæði karla og kvenna að þessum þvingunum.

Mörg dæmi eru um að konur hafi staðið fyrir rekstri kynlífs þjónustustöðva sem kölluð voru hóruhús og voru þar starfandi kvennmenn sem voru ánægðar með skjótfengnar tekjur fyrir litla vinnu.

Hinar baráttuglöðu kvennsur, sem saka karldýrið um allt sem miður fer á jörðinni, ættu að snúa sér að því að sjá til þess að næg vinna sé fyrir konur, stúlkur svo þær leiti síður til starfa í kynlífsbransanum sem gefur góðar fljótteknar tekjur. Fimm til sex daga vinna gefur mjög góðar mánaðartekjur.

Þessi baráttusamkoma, sem um er rætt, hafði engan annan tilgang en reyna að koma einhverri sök á karlmenn en horfa fram hjá staðreyndum um gang lífsins. Kynlíf er og verður drifkraftur dýraríkisins þrátt fyrir ofstæki sumra kvenna.

Reykjavík 6. september 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband