Orkupakki þrjú og Alþingi.

Tilskipunin frá meginlandi Evrópu um svokallaðan orkupakka hefur farið illa í alþingismenn svo og alla landsmenn búsetta á Íslandi.

Alþingismenn njóta lítillar virðingar/hilli á meðal landsmanna vegna misgjörða sinna á liðnum árum og er nú komið tækifæri fyrir þingmenn að bæta úr því.

Þingmenn eiga að ganga frá lagasetningu varðandi orkupakkann þar sem skýrt ákvæði er í lagatextanum um:

1. Að Landsvirkjun og tengdar orkustöðvar ásamt dreifikerfi raforku á Íslandi sé eign þjóðarinnar sem ekki megi selja nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 67% atkvæðisbærra Íslendinga samþykkti söluna (ekki bara greiddra atkvæða heldur 67% þeirra sem hafa kosningarétt á Íslandi). Bönnuð verði sala á Landsvirkjun og tengdri starfsemi svo og að skipta fyrirtækinu Landsvirkjun upp í smærri einingar til að villa um fyrir fólki í sambandi við sölu smærri eininga út úr Landsvirkjun til einkaaðila.

2. Sæstrengur til flutnings á raforku til eða frá landinu verði ekki heimilaður án þjóðaratkvæðisgreiðslu með sömu niðurstöðu (67%) og í lið 1 ef slík kapaltenging og flutningur raforku leiddi til hækkunar á raforkuverði á Íslandi.

3. Ef seinna meir kæmu fram hugmyndir um breytingu á lögum um þetta málefni þ.e. þjóðareign Landsvirkjunar og tengdum þáttum svo og ákvæði um sæstreng til raforkuflutnings, sem samþykkt yrði af Alþingi sbr. lið 1 og 2, þyrfti að leggja slíkt undir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samþykki 67% atkvæðisbærra Íslendinga þyrfti til þess að breyting yrði gerð.

Með samþykkt laga um þetta málefni, ORKUPAKKA 3, eins og lagt er til með þessu erindi væri vísbending um að þingmenn virtu ákvæði stjórnarskrárinnar um að Ísland sé lýðveldi en ekki fulltrúaeinræði sem hunsaði vilja fólksins.

Reykjavík 12. apríl 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján.

Ég tek undir hvert orð með þér.

Jónatan Karlsson, 12.4.2019 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband