9.5.2019 | 21:01
Þriðji orkupakki og Alþingi.
Fram er komið það sem bent var á fyrir um 25 árum þegar samið var um samstarf við Evrópuþjóðir um viðskipti og nánari samskipti á öðrum sviðum að um hreint valdaafsal væri að ræða. Sjálfstæði landsins Íslands yrði að engu haft og Íslendingar yrðu að samþykkja allt laga og reglugerðar bull sem kæmi frá öðrum Evrópulöndum.
Á undanförnum árum hefur margt lagabullið sem komið hefur frá Evrópulöndum verið samþykkt af Alþingi af því að það var skylda samkvæmt samningnum að samþykkja það.
Starf Alþingis Íslendinga er orðið að tilgangslausri og einskisverðri afgreiðslustöð fyrir ákvarðanir um velferð annarra ríkja Evrópu óháð því hvort um sé að ræða hagsmuni Íslendinga.
Hótanir sem fram hafa komið í orðum fyrrverandi formanns EFTA-dómstólsins um að ef Íslendingar samþykki ekki ORKUPAKKA nr. þrjú þá muni þeir hafa verra af. Er þar kominn valdhroki sem hefur verið ríkjandi í sumu löndum Evrópu um aldir.
Á Íslandi eru auðlyndir sem valdamenn annarra Evrópuríkja sækjast eftir að komast yfir og munu gera það ef glámskyggnu Þingmenn Alþingis vakna ekki til lífsins og verja hag landsins.
Fram kom í máli Svisslendingsins sem sat í forsæti EFTA dómstólsins að Íslendingar hefðu haft tækifæri til að koma fram með mótbárur við orkupakkann fyrr en nú væri það orðið of seint. Þessi ummæli hans eru yfirlýsing um að flestir þeirra sem sitja á Alþingi séu ekki starfinu vaxnir. Þeir hugsi aðeins um að halda í stólinn og vera áskrifendur að launum sínum.
Hvað verður um sjálfstæði Íslendinga í lagasetningu þegar fyrirskipanir í ORKUpakka fjögur og ORKUpakka fimm verða sendar til Íslands frá meginlandi Evrópu þar sem ráðstöfunarrétturinn yfir raforkuframleiðslu á Íslandi verðu fluttur í klær þeirra sem ráða á meginlandinu.
Við áframhaldandi ofríki Evrópusinna verður hækkun orkuverðs á Íslandi rúmlega 100% frá því sem nú er ef ekki verður lokað fyrir frekari afskipti hinna valdhrokafullu Evrópusinna.
Spyrja má hvort kominn sé tími til að leggja Alþingi niður þar sem þeirra störf virðast snúast eingöngu um að samþykkja það sem þegar hefur verið ákveðið af öðrum Evrópuríkjum. Heyrst hefur að léleg vinnubrögð þeirra sem sitja á Alþingi séu slík að um sé að ræða uppsafnaða lagabálka frá þeim sem ráða í Evrópu og Íslendingum sé gert samkvæmt fyrirskipunum að samþykkja möglunarlaust það sem kemur frá ráðamönnum í öðrum Evrópuríkjum.
Þegar búið verður að ræna orku Íslendinga af ráðandi öflum annarra Evrópuríkja verður ráðist á aðrar auðlindir landsins s.s. fiskimiðin o.fl.
Ef einhver manndómur er í Alþingismönnum þá eiga þeir ekki að samþykkja orkupakka þrjú án þess að fyrir liggi samþykki þjóðarinnar (samþykki 67% Íslendinga) eftir allsherjar atkvæðagreiðslu.
Alþingismenn sýnið þjóðinni að það sé lýðræði á Íslandi en ekki flokka/fulltrúa einræði.
Reykjavík 9. maí 2019
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.