16.6.2019 | 22:18
Íslensk hræsni
Hræsni stjórnvalda á Íslandi kemur skýrt fram þegar borið er saman viðbrögð ráðamanna ríkisins við dýraníði er framið var þegar sporður var skorinn af hákarli og honum sleppt og ábendingu er birt var á bloggi mbl.is 13 júlí 2018 um laxveiði.
Í umræddri grein er birt var á blogginu hinn 13. 2018 var bent á það dýraníð er viðgengst í laxveiði á stöng (krókaveiðarfæri) og þegar fiskinum hefur verið landað er krókurinn slitinn úr kjafti fisksins, sennilega mældur og vigtaður, og síðan sleppt.
Undirritaður hefur ekki getað fengið upplýsingar um heilsufarsástand fiskanna eftir þessa meðferð áður en þeim (löxunum) er sleppt. Gera má ráð fyrir alvarlegum áverkum í kjafti fiskanna og jafnvelt aftur í tálknin þegar öngullinn (krókurinn) er slitinn úr kjafti fisksins.
Er það verðugt verkefni fyrir MATIS eða aðra sem eiga að hafa eftirlit með dýraníði að upplýsa þegna landsins um það hvort þessi meðferð á laxfiskum, sem hér er getið um, samrýmist lögum um illa meðferð á lifandi dýrum.
Fljótt á litið virðist sem veiðar á laxfiski til sleppingar og misþyrming á hákarlinum sem minnst er á vera hvoru tveggja dýraníð. Framkoma umræddra sjómanna gagnvart hákarlinum er jafn alvarlegt dýraníð og framkoma hinna ríku þegna landsins sem hafa efni á laxveiðum til sleppinga
Grein undirritaðs á mbl.is hinn 13. júlí 2018 var ábending til stjórnvalda um það dýraníð sem viðgengst á Íslandi.
Reykjavík 16. júní 2019.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.