Hringtorg og hringavitleysa.

Athyglisverð grein birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þar sem einn umferðaspekingurinn hvatti til þess að af hálfu Alþingis yrði hraðað afgreiðslu á samþykkt að breyta ákvæðum laga um akstur í hringtorgum á Íslandi til þess að þóknast skynsemisskorti sem hrjáir lagaspekinga meginlands Evrópu. Þessi umferðarspekingur viðurkennir í umræddri grein að ákvæði laga um akstur í hringtorgum sem eru í gildi á meginlandi Evrópu séu utan við alla skynsemi en gildandi ákvæði íslenskra laga séu skynsöm hvað varða hringtorg. Samt skuli breyta reglum til að koma í veg fyrir umferðaóhöpp af völdum erlendra ferðamanna í umferðinni á Íslandi.

Það er eins með þetta bull í lagasetningu frá nágrönnum okkar í Evrópu og við höfum orðið að horfa upp á og beygja okkur fyrir ofurvaldinu ytra. Má þar nefna bann við að unglingar vinni, járnbrautir, orkupakkana og fleiri slík valdníðslu fyrirmæli sem komið hafa frá Evrópulöndum.

Er kominn tími til þess að við lagasetningu á Íslandi verði skynsemin látin ráða en ekki valdhrokinn erlendis frá eins og við höfum orðið að horfa upp á með getulausar strengjabrúður í sölum Alþingis. Löngu tímabært er að lög sem sett eru á Íslandi séu þannig úr garði gerð að hægt sé að fara eftir þeim en ekki þörf á margra ára baráttu þegnanna fyrir dómstólum um það hvernig túlka beri lögin.

Reykjavík 17. júní 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband