Lögreglustjórinn og framkvæmd laga

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf yfirlýsingu við fréttamenn fjölmiðla á veru sinni á Austurvelli að hún væri að sýna samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjum NA vegna atviks er þar varð.

Lýsti lögreglustjórinn því yfir í sinni yfirlýsingu að allir þegnar ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Virtist sem lögreglustjórinn hefði ástæðu til að skipta sér að framkvæmd laga og réttar í öðrum ríkjum jarðarinnar.

Ef lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er svo valdamikill að hún hafi leyfi til afskipta af framkvæmd laga í öðrum ríkjum jarðar er varðar jafnrétti þegnanna gagnvart framkvæmd á lögum ríkjanna væri æskilegt að hún, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, svari því hver ástæðan sé fyrir því að allir þegnar á Íslandi eru ekki jafnir gagnvart framkvæmd laga á Íslandi og hvers vegna svívirðleg lögbrot dómara viðgangast á Íslandi í skjóli þess embættis er hún fer fyrir, þ.e. embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Það að lögbrot sem framin eru af dómurum hins íslenska réttarkerfis (fasistakerfis) skuli vera varin af embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (lögbrot framkvæmd í skjóli embættis lögreglustjórans) verður að teljast andstætt yfirlýsingu lögreglustjórans um jafnrétti þegnanna fyrir lögum. Lögbrot íslenskra dómara eru hugsanlega lögleg lögbrot að mati lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og hún hafi rétt til að setjast þar í sæti dómara.

Því þykir rétt að spyrja hvort núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ætli að viðhalda lögbrotum fyrrverandi lögreglustjóra, núverandi ríkislögreglustjóra, og hunsa það að láta framkvæma lögreglurannsóknir samkvæmt fimm kærumálum gegn dómurum sem legið hafa hjá lögreglunni í fimm ár. Hvort lögreglustjóranum finnist heillavænlegra fyrir sig að vera í embætti lögreglustjóra á Íslandi sem yfirhylmari yfir glæpaverkum framin af íslenskum dómurum og fela eigin lögbrot þar að lútandi með yfirlýsingum um framferði og framgang laga í öðrum ríkjum jarðarinnar.

Á meðan allir þegnar á Íslandi njóta ekki réttarverndar vegna lögbrota af hálfu lögreglustjóra innan hins íslenska réttarkerfis og dómara kerfisins ætti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að sleppa því að hafa afskipti af framkvæmd laga í öðrum ríkjum.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætti að hætta því að verja lögbrot sem framin eru af siðblindum og hefnigjörnum dómurum réttarkerfisins á Íslandi og framfylgja því ákvæði stjórnarskrárinnar að allir þegnar skuli vera jafnir þegar kemur að túlkun gildandi laga í landinu.

Lögreglustjórinn hefur hunsað rannsókn á kærumálum gegn siðblindum og hefnigjörnum dómurum réttarkerfisins vegna þeirrar niðurlægingar er íslenskt réttarkerfi yrði fyrir þegar upplýst yrði um glæpsamlegt athæfi er hefur viðgengist varðandi störf dómara innan hins íslenska réttleysis.

Lögreglan undir stjórn lögreglustjórans hefur ekki þorað að beita sér gegn undirrituðum vegna greinaskrifa um störf lögreglu og dómara á Íslandi. Lögreglustjórinn veit það að minnsta aðgerð gegn undirrituðum leiðir til þess að ekki verði hægt að fela lengur lögbrot innan dómskerfisins og þar með lögbrot af hálfu lögreglu á Íslandi. Því er komið að því að framkvæma aflífun á einu af meindýrum réttarkerfisins ef með því mætti þvinga fram rannsókn málanna.

Það er ekki uppbyggilegt íslenskt réttarkerfi að vera með þjóf og þaðan af verri glæpamann (S.T.M.) sem Hæstaréttardómara eins og staðan er nú í íslensku réttarkerfi.

Hið rotna íslenska réttarkerfi er þannig uppbyggt að ekki fæst neinn lögmaður til að reka mál fyrir íslenskum dómstól gegn sitjandi dómara. Af níu lögmönnum sem rætt hefur verið við varðandi slíkan málarekstur gegn dómurum neituðu allir að taka slíkt mál að sér. Tveir af þeim voru það heiðarlegir að segja hreint út að ef þeir tækju slíkt mál að sér gætu þeir hætt að starfa sem lögmenn því hefndargirni dómara væri slík að þeim (lögmönnum) yrði ólíft að starfa innan hins íslenska réttarkerfis. Einnig má vísa til greinarskrifa Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrum Hæstaréttardómara er hann skrifaði um hefnigirni íslenskra dómara.

Verður fróðlegt að sjá hvert hugrekki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er við þá yfirlýsingu er hér birtist eða hvort aflífun meindýrs verði að fara fram og lögreglustjórinn knúður til aðgerða þótt um sýndarmennsku yrði að ræða af hans hálfu í þeim efnum.

Reykjavík 8. júní 2020

Kristján S. Guðmundsson

kt. 2209342769

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján.

Varðandi mótmælin á Austurvelli, þá voru öll núgildandi lög um fjöldatakmarkanir þverbrotin, en að sögn lögreglu þá valdi hún að framfylgja þeim ekki, væntanlega vegna tilefnissins?

Það er leikur því miður enginn vafi á stórfelldri spillingu hér á Fróni, hvert sem litið er.

Jónatan Karlsson, 9.6.2020 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband