Veðurvitinn í kortunum og geggjaðir íþróttamenn.

Einn af veðurvitum sem fram kemur í sjónvarpi og heldur sig vera að tjá sig um veðurhorfur hefur þann leiða málfarsgalla að allt veður er í kortunum. Virðist sem frúin hafi ekki lært íslensku þrátt fyrir margra ára nám í skólum á Íslandi. Hugsanlega hefur hún lært veðurfræði erlendis og ekki komist yfir í íslenskuna aftur.

Er það ljót afturför í notkun á íslensku máli þegar Háskólaborgarar misþyrma málinu eins og þessi umtalaða frú gerir. Í íslensku eru sem dæmi orðin veður útlit, veðurhorfur og veðurspá ásamt fleiri orðum og orðasamböndum hafa verið notuð í umræðum eða frásögnum af veðri í framtíðinni.

Verður það að teljast ljóður á íslensku Sjónvarpi að stjórnendur sjá ekki um að íslenska sé notuð í fréttaflutningi. Íslenskt veður er ekki í kortum og hefur aldrei verið þótt umræddur veðurviti sé málhaltur á íslenska tungu.

Því miður eru margir háskólaborgarar og menntaðir Íslendingar er koma nærri íþrótta starfsemi til skammar fyrir stétt íþróttamanna með orðabulli þegar notuð eru orð sem hafa neikvæða merkingu í íslensku en á að merkja jákvætt. Má þar helst nefna orð eins og “geðveikt gaman, geggjað, ógeðslega gaman, hryllilega gaman, hryllilega skemmtilegt, ofsalega gaman” og fleiri áþekkar neikvæðar yfirlýsingar þegar viðkomandi telur sig vera að hæla einhverju en rýrir hólið með neikvæðri yfirlýsingu. Í þessu tilviki má minnast á geggjaða íþróttafréttamannin sem misnotar orðið geggjað í lýsingum sínum þegar honum finnst vel hafa verið gert en snýr lýsingunni upp í andhverfu sína með neikvæðum orðinu geggjað.

Margt íþróttafólk er háð þessum ófögnuði með notkun á neikvæðum orðum í lýsingum. Er þetta sérstaklega áberandi misnotkun hjá fótboltakonum í orðavali þegar reynt er að hæla einhverju sem gert var en notað neikvætt orð.

Ríkissjónvarpið á að vera verndari íslenskrar tungu en virðist vera versti málsóði með því að leyfa notkun á þessu bulli veðurvitans og íþróttavitringanna.

Reykjavík 7. júlí 2020

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband