Einbreiðar brýr

Á Íslandi eru nokkrar brýr sem eru kallaðar einbreiðar þar sem aðeins eru um að ræða eina akrein.

Vegna slysa er orðið hafa af völdum erlendra ökumanna þar sem brúnum er kennt um að hafa valdið slysunum væri athugandi fyrir stjórnvöld að huga að aksturskunnáttu hinna erlendu ökumanna. Eftir að hafa ekið hringveginn og séð þessar einbreiðu brýr er ljóst að það eru ekki brýrnar sem eru orsakavaldur slysanna heldur glópska þeirra ökumanna sem lenda í slysum við hinar einbreiðu brýr.

Á þeim svæðum þar sem einbreiðar brýr eru er umferð svo lítil að einhverjir tugir bifreiða fara um brýrnar á hverjum sólarhring. Vandamálið eru því ekki brýrnar, heldur lítilsvirðing á lögum og reglum sem í gildi eru af hálfu þeirrra ökumanna sem lenda í slysum við brýrnar. Í flestum tilvikum eru þetta erlendir ökumenn með litla eða miður góða kunnáttu í akstri bifreiða eftir aðstæðum á hvejum stað og tíma.

Af hálfu stjórnvalda er rokið upp og stefnt að því að setja fjárhag þjóðarinnar í uppnám vegna þeirra slysa er orðið hafa og á að sólunda umtalsverðum fjármunum í nýjar brýr þegar nóg annað er þörf á að gera í þjóðfélaginu við peningana. Það verrða alltaf glópar í umferðinni og skiptir þá ekki máli hvort brýr eru einbreiðar eða tveggja akreina. Slysin verða vegna vankunnáttu ökumanna og glópsku þeirra. Samkvæmt lögum flestra landa ber öllum þegnum landsins svo og ferðamönnum erlendis frá í landinu að fara eftir gildandi lögum landsins. Því ber erlendum ökumönnum að fara að gildandi lögum og reglum á Íslandi en ekki að láta glópsku eða stærilæti ráða ferðinni.

Þeir sem halda að umferðaröryggi aukist til muna við að byggðar séu tvíbreiðar brýr á öllum stöðum eru því miður ekki á réttri leið því við það að breikka brýr verður ökuhraði aukinn umtalsvert og afleiðingarnar verri slys en þegar hafa orðið.

Reykjavík 15. júlí 2020

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband