Íslensk siðspilling

Í umræðum fjölmiðla að undanförnu (ritmáli og talmáli) hefur komið fram að Ísland hefur fallið niður á samanburðarlista svokallaðra réttarríkja hvað varðar spillingu og siðblindu stjórnvalda.

Ef grannt er skoðað er siðspillingin meiri á Íslandi en komið hefur fram þar sem fjölmiðlar eru í framvarðarsveit til að hindra að upplýsingar um spillinguna komist í réttan farveg. Einn af stærri prentfjölmiðlum hefur tekið upp þá stefnu að ritskoða og hindra þar með alla gagnrýni er upplýsir um þá siðspillingu sem viðgengst í þjóðfélaginu.

Með tilkomu dómstóla var gerð tilraun til að fá réttláta niðurstöðu í deilumálum aðila og var dómurum gert skylt að hafa úrskurði sína samkvæmt gildandi lögum viðkomandi ríkis (samfélags) þar sem reynt yrði að hafa sannleikann að leiðarljósi. Með vísan til sannana um óheiðarlega og löglausa afgreiðslu í dómsmálum er sýnt fram á þá siðblindu sem ríkir innan hins íslenska réttarkerfis og eru sambærilegar sannanir fyrirliggjandi í öllum sex kærumálum undirritaðs sem lögð hafa verið fyrir hjá lögreglunni. Í flestum siðmenntuðum ríkjum er það talið brot á lögum ríkisins að hindra framgang réttvísinnar eins og lögreglan (lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu) hefur gert varðandi umræddar sex kærur er legið hafa fyrir hjá lögreglunni í fimm ár.

Hefur verið reynt að koma á framfæri upplýsingum um alvarlega spillingu sem á sér stað innan dómskerfisins og starfsemi lögreglunnar en ráðamenn (stjórnendur) fjölmiðla hafa hindrað það með ritskoðun á aðsendu efni. Með erindi þessu sem sent verður öllum fjölmiðlum verða lagðar fram sannanir fyrir réttarfarsafglöpum er fram hafa farið hjá dómstólum og framferði lögreglu í að hindra rannsókn á meintum lögbrotum dómara.

Samskipti við lögreglu hafa sýnt fram á það að lögreglan er ekki til að halda uppi lögum og reglum í þjóðfélaginu nema sem sýndargjörðum en aðalmarkmið lögreglunnar er að verja ásetnings lögbrot og réttarfarsmistök sem framin eru af dómurum og æðri mönnum (konum og körlum) í stjórn samfélagsins. Gagnrýni er fram hefur komið á störf lögreglu varðandi atvik er orðið hafa, sbr. stúlkuna sem dó án þess að foreldrarnir hafi fengið viðunandi skýringu á afdrifum hennar sem sýnir að allir eru ekki jafnir fyrir lögum þegar kemur að störfum lögreglu.

Ef til er stjórnandi fjölmiðils sem hefur kjark til að senda fréttamann til undirritaðs og skoða þau sönnunargögn sem liggja að baki hinum sex kærum á hendur dómurum, sem lagðar hafa verið fram hjá lögreglu, verður tekið vel á móti honum.

Það skal tekið fram að allar lagalegar leiðir innan réttarkerfisins hafa verrið reyndar til þess að ná fram leiðréttingu á lögbrotum dómaranna en enginn lögfræðingur hefur fengist til þess að annast málflutning. Af níu lögmönnum sem leitað hefur verið til hafa tveir af þeim sagt að: Ef þeir taki að sér mál gegn dómara geti þeir hætt sem málflutningsmenn því þeir komi engum málum í gegnum dómskerfið vegna hefndaráráttu dómara.

Stofnaðar hafa verið sérstakar deildir/nefndir/ eins og Endurupptökunefnd, Nefnd um störf lögreglu Dómstólaráð o.fl. slíkar sem þegnunum er bent á að leita til. Slíkar deildir/nefndir hafa aðeins eitt hlutverk og það er að hvítþvo viðkomandi stjórnarstofnun af öllum kvörtunum þegna samfélagsins. Eru svör sem fást seint og um síðir útúrsnúningar á málum og bera einkenni óheiðarlegrar afgreiðslu mála.

Vandamál í íslensku samfélagi er að lögmenn fást ekki til að taka að sér rekstur mála gegn dómurum. Kom það fram hjá þeim lögmönnum er rætt var við um aðstoð við málarekstur gegn dómurum að þeir gætu hætt að starfa sem lögmenn ef þeir tækju slíkt mál að sér.

Er komin skýring á þeim ótta lögmanna sem leitað hefur verið til um aðstoð við rekstur mála gegn dómurum þegar lögreglan er einn af aðilunum er standa að yfirhylmingu á lögbrotum dómara.

Má þar vitna til blaðagreinar eftir Helga Áss Grétarsson lögmann í dagblaði 12. febrúar 2021. Þar stendur:

„ Að þessu sögðu er það þó staðreynd að löglærðir einstaklingar hér á landi veigra sér oft við að gagnrýna störf dómstóla þar eð þá eiga viðkomandi á hættu að einstaka dómarar taki það illa upp og það geti síðan bitnað á hagsmunum umbjóðenda og skjólstæðinga viðkomandi. Kerfið hér á landi, m.a. vegna smæðar, býður því upp á óbeina þöggun valdamanna innan dómskerfisins. Þessi tilhneiging leiðir svo ósjaldan til sjálfritskoðunar þeirra sérfræðinga, sem helst eru færir um að tjá sig um mikilvæg málefni tengd dómstólum. Andrúmsloft af þessu tagi er vart æskilegt.“

Þessi orð lögmannsins H.Á.G. staðfesta ummæli þeirra lögmanna er undirritaður leitaði til um aðstoð við rekstur mála gegn dómurum.

Þar sem ekki er leyfilegt að birta nöfn í hinum skriflegu sönnunargögn, sem fyrir liggja, er erfitt að fletta ofan af siðspillingu í landinu og ekki hægt að birta sönnunargögnin.

Reykjavík mars 2021

Kristján S. Guðmundsson

2209342769


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband