19.3.2021 | 17:08
Þjóðfélags krabbamein
Íslenskt þjóðfélag er orðið alvarlega sjúkt af því sem kalla má Þjóðfélagskrabbamein.
Sjúkdómur þessi birtist í lélegri og illa unninni lagasetningu Alþingis og mergð lögmanna sem hafa þá atvinnu að rífast um merkingu orðanna hljóðan í lögunum.
Ef litið er á þann kostnað sem þegnarnir þurfa að greiða í lögfræðiaðstoð á hverju ári vegna þess að lögmenn hafa atvinnu af því að túlka ákvæði laga eftir hagsmunum skjólstæðinga sinna og dómstólar taka þátt í skrípaleiknum með mismunandi túlkun á lagagreinum frá degi til dags. Er ástandið orðið svo að geðþóttaákvarðanir dómara eru ráðandi afl í túlkun á orðanna hljóðan laganna og er túlkunin háð því hver er dómari og hver er lögmaðurinn en ekki hver var tilgangurinn með lagasetningunni.
Er málið orðið það alvarlegt að niðurstaða í dómsmáli ræðst af því í hvernig skapi dómarinn er daginn sem dómur er upp kveðinn en ekki texti laganna.
Eins og Íslendingar hafa orðið áþreifanlega varir við á undanförnum árum hafa nýsett lög orðið lögleysa strax eftir gildistöku laganna. Sett hafa verið lög um ákveðnar aðgerðir stjórnvalda en gleymst að láta fylgja hvaða viðurlög væru við því að fara ekki að lögum sem leiðir til þess að þeir sem eru löghlýðnir fara eftir lögunum en hinir gera það sem hentar þeim hverju sinni og fara aldrei eftir lögunum því lagatextinn er illa orðaður.
Í báðum þessum meðfylgjandi lagagreinum er gengið gróflega á rétt matsbeiðanda. Matsmaður getur krafist greiðslu áður en hann afhendir matsgerð. Matsgerðin getur verið einskis virði og ekki samkvæmt matsbeiðni eins og dæmi eru um. Er þetta orðalag laganna lítilsvirðing við þá sem þurfa á vinnu matsmanna að halda. Dæmi um illa orðuð lög er ákvæði í lögum nr. 91/1991
63. gr.
1. Matsmaður skal semja rökstudda matsgerð þar sem þau sjónarmið eru greind sem álit hans er reist á. Matsgerð skal fengin matsbeiðanda í hendur, en matsmanni er þó rétt að krefjast áður greiðslu skv. [3. mgr.]
Orðalag greinarinnar ætti að vera: Matsmaður skal semja rökstudda matsgerð þar sem þau sjónarmið eru greind sem álit hans er reist á samkvæmt matsbeiðni. Matsgerð skal fengin matsbeiðanda í hendur en áður skal matsmaður fá áritun dómara um sýningu og staðfestingu hans (dómarans) á að matsgerðin sé samkvæmt matsbeiðni. Þá fyrst getur matsmaður krafist greiðslu fyrir matsgjörðina.
[2. Ef matsbeiðandi óskar getur dómari ákveðið að matsmaður þurfi ekki að semja skriflega matsgerð skv. 1. mgr. heldur skuli hann mæta fyrir dóm áður en aðalmeðferð fer fram, leggja þar fram skrifleg svör við matsspurningum sem til hans er beint í matsbeiðni og gefa skýrslu um niðurstöðu matsins, sbr. 2. mgr. 65. gr. Áður en matsmaður afhendir matsbeiðanda svörin skal hann fá áritun dómara um sýningu og staðfestingu hans á að svörin séu samkvæmt matsbeiðni og þá fyrst getur hann krafist greiðslu áður en hann kemur fyrir dóm.
Við skoðun á íslenskum lögum eru mörg sambærileg vandamál vegna illa orðaðra laga. Sá orðhengils háttur sem lætt hefur verið inn í lögin virðist oft vera af ásetningi til að skaffa störf fyrir fleiri lögfræðinga eða meira að gera fyrir þá sem eru fyrir.
Ef tekið yrði saman hvað kostnaðurinn er fyrir þegnana laun 500 til 700 lögmanna sem hafa það aðalstarf að þrasa um hvernig teygja megi á orðanna hljóðan í lögunum kæmi margt undarlegt í ljós. Það undarlega við þetta er að upp koma stundum fleiri en tvær túlkanir á lagatexta. Túlkanir geta orðið eins margar og fjöldi lögfræðinga sem koma að máli.
Dómarar eru bara löglærðir menn og geta haft misjafnar skoðanir á lagatexta eftir því hverjir málsaðilar eru eða hvernig skapið er á dómsdegi.
Merkileg grein var birt í Fréttablaðinu 12. febrúar og höfundur greinar sagður Helgi Áss Grétarsson. Í grein þessari kemur fram hve hættulegt íslenskt réttarkerfi er orðið:
Að þessu sögðu er það þó staðreynd að löglærðir einstaklingar hér á landi veigra sér oft við að gagnrýna störf dómstóla þar eð þá eiga viðkomandi á hættu að einstaka dómarar taki það illa upp og það geti síðan bitnað á hagsmunum umbjóðenda og skjólstæðinga viðkomandi. Kerfið hér á landi, m.a. vegna smæðar, býður því upp á óbeina þöggun valdamanna innan dómskerfisins. Þessi tilhneiging leiðir svo ósjaldan til sjálfritskoðunar þeirra sérfræðinga, sem helst eru færir um að tjá sig um mikilvæg málefni tengd dómstólum. Andrúmsloft af þessu tagi er vart æskilegt.
Þessi ábending Helga Áss Grétarssonar er vísbending um að dómsúrskurðir séu ekki alltaf samkvæmt lögunum heldur ráði hið geðræna ástand dómaranna niðurstöðunni.
Í samfélaginu er komið upp síðustu áratugi annað samfélags krabbamein sem kalla má fasteignasalar. Fyrir nokkrum áratugum voru það nokkrir aðilar sem önnuðust milligöngu eða aðstoðuðu við sölu fasteigna. Á þeim árum var þóknun er þeir kröfðust skapleg. Mjög skyndilega komu fram aðilar sem voru fégráðugir og vildu aðstoða við sölu fasteigna en þeir meira en tvöfölduðu svokallaða söluþóknun sem þeir kröfðust miðað við það sem þeir er áður voru á markaðnum höfðu boðið sína þjónustu á.
Fjöldi fasteignasala hefur meir en tí-faldast á innan við 30 ára tímabili. Þetta inngrip hefur haft mikil áhrif á svokallaða verðbólgu og má kenna þessu um stóran hluta þess vandamáls í íslensku þjóðfélagi sem kallað er verðbólga. Fasteignasalar er einn þáttur háskólamenntunar og krefjast þeir hærri launa en hinir almennu launþegar sem verða að standa undir þeim aukna kostnaði er hefur orðið á söluþóknununni.
Vegna fjölgunar fasteignasala og þar með færri seldar eignir á hvern fasteignasala þurfti að hækka söluþóknunina því hausunum fjölgaði sem þurftu að fá laun. Var þá nærtækast að láta fasteignaeigendur borga.
Hin nýja stétt fasteignasala krefst í dag greiðslu fyrir störf sem hinn almenni borgari sá um áður s.s. að koma skjölum til sýslumanns til þinglesningar o.fl.. Telja fasteignasalar þetta vera í þeirra verkahring þrátt fyrir yfirlýsingu frá sýslumanni um að hver sem er geti komið með skjöl til þinglýsingar. Hafa fasteignasalar á lúmskan hátt komið þessu inn í söluþóknunina og söluþóknunin er ekki lækkuð þótt hinn almenni borgari sinni því að fara með skjöl til þinglesningar.
Væri fróðlegt fyrir hinn almenna borgara að fá upplýst hvað það eru háar upphæðir á ári sem fasteignasalar fá í greiðslu fyrir sína þjónustu og hver sé munurinn á greiðslu fyrir byltinguna að hækka söluþóknun úr 0,5% til 1% eins og var fyrir byltinguna í 2-3% eins og hún er í dag.
Einnig væri fróðlegt að fá upplýst hver kostnaður landsmann er varðandi aðstoð lögmanna við að túlka lögin (orðanna hljóðan). Lögmenn krefjast 30.00 - 40.000 krónur fyrir hverja klukkustund sem þeir telja sig hafa eitt í starfið og er það 5 til 7 sinnum það sem flestir þegnar landsins fá greitt fyrir hverja vinnustund sína. Svo kölluð einkamál eru stór hluti í störfum dómstóla og stafar eingöngu vegna illa orðaðra laga sem koma frá Alþingi. Orðalag laganna er oft þannig að túlka má þau (lögin) á fleiri en einn veg og virðist stundum sem það sé gert af ásetningi til að skapa vinnu fyrir lagaþrasara. Hvort þetta sé vísvitandi gert til að skapa vinnu fyrir lögmenn þar sem stórhluti alþingismanna eru lögfræðingar væri fróðlegt að fá það fram.
Reykjavík 19. mars 2021
Kristján S. Guðmundsson
2209342769
Athugasemdir
Kristján.
Ég held að ég hafi lesið alla
þína pistla og hver og einn algjörlega
frábærir og svo sorglega sannir.
Takk fyrir að nenna því að deila þessu
í því þöggunar samfélagi sem því miður
við búum í.
M.B.KV.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.3.2021 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.