29.8.2021 | 17:35
Stjórnleysi - ráðaleysi ríkisvaldsins
Íslensk stjórnvöld eru eins og villuráfandi sauðir í stjórnun atvinnumála á landinu.
Í ljós hefur komið að ungt fólk sem vill læra iðngreinar eins og trésmíði og fleiri greinar geta ekki lokið námi til að fá réttindi til starfans þar sem ráðamenn þjóðarinnar heimila stjórnlausan innflutning á fólki erlendis frá sem fær greidd smánarlaun frá gráðugum atvinnurekendum og verkafólki sem ekki hefur verkþekkingu sem talin er nauðsynleg hér á landi.
Unglingar sem hafa lært t.d. trésmíði fá hvergi samning hjá trésmíðameisturum, eins og skylda er til að geta lokið námi, því það er ódýrara fyrir atvinnurekendur að ráða útlendinga á lúsarlaunum en ráða lærlinga samkvæmt samningum stéttarfélaga.
Þetta gerist þrátt fyrir að gallar í framkvæmdum húsbygginga hafa orðið slíkir á síðustu áratugum, að því sagt er að sé vegna þess að hinir erlendu starfsmenn komi með vinnubrögð sem ekki samrýmast því sem reynsla undanfarinna áratuga hefur kennt Íslendingum.
Eru gróðasjónarmið atvinnurekenda látin ráða í framkvæmdum við húsbyggingar á Íslandi því ábyrgð er engin af hálfu fyrirtækja eða einstaklinga sem standa í húsbyggingum og kostnaður, verðrýrnun fasteigna og óþægindi af völdum galla á byggingum lenda á þeim sem keypt hafa mislukkaðar húseignir af gróðapungunum.
Eftirlit gróðapunganna með vinnubrögðum hins innflutta vinnuafls er ekkert og afleiðingarnar lenda á kaupendum. Leka og rakaskemmdir í húseignum hafa kostað milljarða króna en slíkar skemmdir voru fátíðar áður en þrælainnflutningurinn hófst.
Er löngu tímabært að stjórnvöld komi stjórn á atvinnulífið og heimili ekki stjórnlausan innflutning á gerviþrælum til að eyðileggja íslenskan atvinnuveg almennt á sama tíma og stjórnendur hugsa vel um að efla eigin fjárhag með ofurlaunum.
Eitt aðaláhugamál komandi kosninga þarf að vera að bjarga íslensku atvinnulífi fyrir Íslendinga en heimila ekki stjórnlausan innflutning á erlendum þrælum á lúsarlaunum.
Reykjavík 29. ágúst 2021
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.