7.12.2021 | 16:58
B/v Sviði GK- og afdrif hans 1941.
Togarinn Sviði GK- sem gerður var út frá Hafnarfirði og fórst 2. desember 1941 og hafa afdrif hans verið mönnum ráðgáta.
Í sjónvarpsfrétt um fyrirhugaða sýningu er varðaði bv. Siða GK- og afdrif hans kom fram furðuleg fullyrðing fréttamanns um að skipið hefði brotnað í sjógangi og sokkið.
Sú hugmynd fréttamanns út frá samtali við umsjónaraðila sýningar um orsök skipskaðans er alfarið fréttamannsins. Umsjónamaður sýningarinnar gaf fréttamanni aldrei svör um orsök skiptapans sem fram kom í fréttinni. Hefur skiptapi þessi verið óráðin gáta í áttatíu ár.
Fréttaflutningur sem þessi fullyrðing fréttamanns er telst ófyrirgefanleg. Fréttamaður sem telur sig hafa farið yfir þá möguleika sem hægt er að láta sér detta í hug, eftir þeim fátæklegu upplýsingum er fyrir liggja, hvað hafi gerst, þá er einn fræðilegur möguleiki gefinn upp. Ef sá möguleiki er fréttamaðurinn gefur upp er staðreynd er það frásögn af skipi sem ekki hefur verið haffært er því var siglt úr höfn.
Er þar um alvarlega ádeilu á Skipaskoðun ríkisins um að veita útgerð á óhaffæru skipi heimild til að skipi væri siglt úr höfn.
Skipverjar á bv Venusi GK- lýstu veðrinu ekki svo slæmu að hætta hafi verið á siglingu þeirra til hafnar en það skip var siglt á svipuðum slóðum og bv. Sviði GK- var.
Eftir þetta atvik 2. desember 1941 urðu all miklar deilur á milli tryggingaraðila um það hvort skipið hefði farist af völdu veðurs eða stríðs aðgerða. Bitnað sú deila harkalega á þeim sem voru aðstandendur þeirra er fórust með skipinu.
Gekk það svo langt að bætur til eftirlifenda voru frystar til ársins 1949 og höfðu þá rýrnað all mikið, í þeirri verðbólgu er geysað hafði, þegar greitt var út. Tryggingafélagið var Sjóvátryggingafélag Íslands.
Samkvæmt þeim upplýsingum er fyrir liggja varðandi veður á leið skipsins bv. Sviða GK- til hafnar og bv. Venusar GK-, sem var á siglingu til hafnar á svipuðum slóðum og á sama tíma, þá var veður ekki talið slæmt þótt talsverður vindur væri og nokkur sjógangur.
Skammt frá þeim slóðum sem talið er að skipið hafi farist voru miklar tundurduflagirðingar úti fyrir vesturströnd Íslands og voru þau svæði eingöngu á vitorði stríðsaðila. Þrátt fyrir að tundurduflum væri lagt við festar við sjávarbotn var algengt að dufl losnuðu og þau ræki um hafið með sjávarstraumum og vindum.
Eru mjög miklar líkur á að bv. Sviði GK- hafi í talsverðum sjógangi orðið fyrir tundurdufli (takkadufli) á reki og það (duflið) lent á miðri síðu skipsins, mótum lestar og vélarrúms fyrir neðan stýrishúsið. Við sprenginguna hafi opnast inn í lest og vélarrúm og skipið sokkið á 2-4 mínútum.
Telja verður útilokað að orsökin væri tundurskeyti frá kafbát því sjógangur hafi verið slíkur að slík aðgerð hafi ekki verið framkvæmanleg af neinu viti miðað við sjógang (ölduhæð).
Af þeim upplýsingum er liggja fyrir um afdrif bv. Sviða GK- 2. desember 1941 telur undirritaður að aðstandendur skipverjanna sem fórust megi betur una við það að ástvinir þeirra hafi farist af stríðsvöldum en að skipið er þeir fórust með hafi verið fljótandi líkkista þegar því var siglt úr höfn. Hafi skipið farist þannig að það hafi brotnað í sjógangi var um fljótandi líkistu að ræða og skipið ekki haffært. Skip sem ekki er haffært hefur um langan aldur verið talið fljótandi líkkista.
Óljóst er hvort margir afkomendur (þ.e. börn) þeirra sem fórust með bv. Sviða GK- séu á lífi í dag og vafasamt að vekja upp minningar um atburðarás sem aldrei verður sönnuð en eingöngu byggt á getgátum um handvömm opinberra eftirlitsmanna ef skipið hefur verið svo illa smíðað að það stóðst ekki öryggiskröfur um haffæri. Haffæri merkir að skip og búnaður þess uppfylli þær öryggiskröfur sem gerðar eru af stjórnvöldum þegar skoðun á skipinu fer fram. Velta má því fyrir sér hvort skipverjarnir á bv. Sviða GK- hafi verið myrtir ef þessi kenning fréttamanns er rétt um að skipið hafi brotnað og sokkið, þ.e. skipið var ekki haffært.
Fréttaflutningur af þessu tagi er óheiðarlegur fréttaflutningur hjá ríkisrekinni sjónvarpsstöð.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Athugasemdir
Á þessum árum töldu sjómenn í Hafnarfirði sem þekktu til skipsins að Sviði hefði farist á hernaðavöldum, veður var ekki það vont og hafði skipið oft áður lent í verra veður og töldu menn þá að hann hefði lent á tundurdufli.
Þetta var allavega sem afi sagði Sigurjón Einarsson á Garaði síðar fyrsti forstjóri Hrafnistu hann var mörg á í sjóslysanefnd.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 16.12.2021 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.