Framsókn og flugvöllurinn

Eftir áratuga þras pólitískra spekinga bæði á Alþingi og í borgarstjórn hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera eða vera ekki er opnaður gluggi eftir kosningarnar að línur skýrist.

Á Alþingi haf setið mannleysur sem ekki hafa þorað að taka ákvörðun með lagasetningu um það hvort flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni til frambúðar eður ei.

Fulltrúar eins flokks, Framsóknarflokksins hafa verið áberandi í málflutningi um að flugvöllurinn verði áfram í Mýrinni.

Nú er komin upp sérkennileg staða í málefnum Reykjavíkurborgar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist vera lykillinn að borgarstjórninni. Er þar kominn upp sú staða að Framsóknarflokkurinn getur ráðið því hvort eyðingaröflin í borgarstjórn síðustu áratugi geti haldið áfram sinni skemmdarstarfsemi í borginni.

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík getur nú sýnt fram á að þeir hafi og séu talsmenn þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og skemmdarverk borgarstjórnar síðustu áratugi stöðvuð hvað varðar byggingar of nálægt flugvellinum.

Verði ekki af hálfu Framsóknarflokksins í Reykjavík skýr afstaða í myndun stjórnar á borginni kveðið á um tilveru flugvallarins er lítið að marka málflutning þeirra síðustu árin. Fyrrverandi borgarstjórn Reykjavíkur hefur unnið mikið skemmdarstarf í borgarsamfélaginu með því að fæla bæði íbúa og fyrirtæki til annarra sveitarfélaga.

Reykjavík 29. Maí 2022

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Allt rétt og satt Kristján.

Nú reynir á kosningaloforðin.

Jónatan Karlsson, 30.5.2022 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband