Vindorkan þjóðareign

Í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra boðaði frúin að vindorkan sem fyrirhugað er að virkja væri þjóðareign.

Er þessi yfirlýsing forsætisráðherra í mótsögn við gjörðir og túlkun stjórnvalda á örum kröftum náttúrunnar eins og úrkomu (snjó og regn) auk auðæfa lands og hafsins. Sú bullkenning sem viðhöfð er af stjórnvöldum og kölluð er eign er ráðandi afl í valdatafli stjórnmálamanna.

Ef skoðað er náið hugtakið eign hjá stjórnmálamönnum er nærtækt að skoða nánar svokallaða landareign. Fjöldi aðila eru taldir eigendur að tilteknum landsvæðum og þar með að þeir séu eigendur á ám sem renna um talið eignarland þeirra auk þess að þeir séu eigendur að hugsanlegum verðmætum er finnast í jörðu svo sem málma, heitt og kalt vatn.

Þetta svokallaða eignarréttarákvæði gildir aðeins varðandi fjárhagslegan hagnað svokallaðra landeigenda. Ef svo ber til að náttúruöflin gera usla á hinu svokallaða eignarlandi þá er það tjón sem orsakast af hamförum náttúrunnar ekki á ábyrgð hinna svokölluðu eigenda jarðanna.

Eftir að tjón hefur orðið á svokölluðum jarðeignum vegna náttúrhamfara senda eigendur jarðeigna rammakvein og krefjast aðstoðar ríkisvaldsins (þjóðarinnar) til að bæta skaðann. Þá er það ekki eignaréttarákvæðið sem gildir heldur ábyrgð samfélagsins á tjóni er verður af náttúruhamförum.

Ómældar fjárhæðir hafa verið greiddar til svokallaðra landeigenda fyrir rennandi vatn (ár)og jarðhita sem hvorutveggja er háð náttúruvöldum eins og vindurinn sem forsætisráðherra vill tileinka þjóðinni sem heild.

Í ræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að það væri vald Alþingis að ákveða eignaréttinn á vindorkunni. Því má spyrja: Hvers vegna eru önnur afbrigði náttúraflanna eins og vatnsrennsli, málmar, heitt vatn, land og auðæfi hafsins ekki sameign þjóðarinnar?

Eignarréttarákvæði er ráðandi öfl í landinu er hafa ákveðið að gamalt ákvæði valdagráðugra einstaklinga, sem er gamalt Evrópskt ákvæði, er í mótsögn við hugmyndir sem hafa þróast í öðrum heimshlutum s.s. Ameríku á meðal Indíána. Á meðal Indíána er ekki neitt til sem heitir eign á landi eða eign á veiðidýrum.

Með vísan til orða forsætisráðherra um eign ríkisins á vindorkunni er skorað á forsætisráðherra að sýna þann dug að fella eignarétt á öllu sem tilheyrir náttúrunni s.s. land, vind og vatnsorku, heitt vatn í jörðu, málma í jörðu og auðæfi hafsins undir eignarvald ríkisins en ekki láta fégráðuga einstaklinga stjórna því hvar hagnaðurinn fellur.

Reykjavík 18. Júní 2022

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband