5.7.2022 | 17:43
Hin eitraða sjúkraskrá.
Í ljós hefur komið við rannsókn á skráningu í svokallaða sjúkraskrá að sjúklingar hafa ekkert um það að segja hvað skráð er um þá í skrána.
Skráningaraðilar (heilbrigðisstarfsfólk) er sjálfrátt um að skrá það sem því sýnist án tillits til þess sem sjúklingar segja þeim eða hvers heilbrigðisstarfsmenn verða vísari um ástand sjúklingsins. Ef sjúklingur sem mætt hefur hjá heilbrigðisstarfsmanni og gefið sína skýrslu lætur sér detta í hug að óska eftir afriti af því sem skráð er og sér að það sem skráð hefur verið eru ósannindi hefur hann rétt til að senda inn athugasemdir. Athugasemdir sjúklings eru bókaðar einhversstaðar í skráningunni (stundum ekki skráðar) en ósannindin sem skráð höfðu verið standa áfram á sínum stað.
Undirritaður hefur undir höndum afrit af skráningu í sjúkraskrá sem skráð er í nafni Heilsugæslustöðvar á nafn og kennitölu undirritaðs en umrædd heilsugæslustöð var ekki til fyrr en mörgum árum seinna. Er um að ræða fimm skráningar sem allar eru skráðar sem þær séu á vegum hinnar tilteknu heilsugæslustöðvar þótt heilsugæslustöðin hafi ekki verið til á þeim stað sem fram kemur í bókuninni. Er útilokað fyrir sjúkling að gera athugasemdir við hinum fölsuðu bókunum og er svarið að þar standi ORÐ gegn ORÐI.
M.ö.o. heilbrigðistarfsfólk sem er óheiðarlegt getur skráð hvaða ósannindi sem því dettur í hug í sjúkraskrána því niðurstaðan verður alltaf orð gegn orði.
Vandamálið er svo víðtækt að með stofnun svokallaðra heilsugæslustöðva þar sem starfa fleiri en einn læknir er hægt að lát einhvern af læknunum skrifa í sjúkraskrána þótt sjúklingur hafi ekki átt neitt viðtal við þann lækni á þeim tíma sem bókað er að hann hafi mætt.
Eru dæmi um misnotkun lækna á því sem skráð er í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings og læknir fullyrðir að gömul meinsemd sé að taka sig upp. Eftir fjögurra ára baráttu við lækninn kemur í ljós að sjúkdómsgreining hans var tóm della og orsök meinsemdarinnar sem hafði hrjáð sjúklinginn var eituráhrif (aukaverkun) af lyfi sem sjúklingi hafði verið ávísað af lækni.
Sjúklingar eru varnarlausir gagnvart svona dómgreindarskorti læknisins því þar standa ORÐ gegn ORÐI. Læknirinn hafði aldrei heyrt það sem sjúklingur sagði við hann að sögn læknisins. Staðan er ORÐ gegn ORÐI því sumir læknar gera aldrei mistök að eigin mati.
Doctor spinola senosa sem varð það á að úrskurða án nokkurra sannana að meinsemd sjúklings væri spinola senosa varð langlíf hjá honum eða fjögur ár. Þessa fullyrðingu hélt læknirinn sig við þótt fram hefði komið við rannsókn annars læknis um svipað leiti að engar þrengingar væru í mænugöngum ( er skráning í sjúkraskrá). Sjúklingurinn var orðinn aldraður og heimilislæknirinn vonaðist til að hann dræpist áður en eitthvað kæmi upp svo ástæðulaust væri að eyða tíma og fé í rannsóknir. Doctor spinola senosa hefur neitað að skrá athugasemdir er honum höfðu verið afhentar skriflega frá sjúklingi sem andmæli við ósannindaskráningu hans í sjúkraskrá.
Viðbrögð af hálfu Landlæknisembættisins við kvörtunum sjúklinga eru vægt sagt undarleg og í ætt við ORÐ gegn ORÐI kenninguna. Ósannindin sem skráð hafa verið eru sannleikur í anda Landlæknis.
Niðurstaða könnunar á skráningu í sjúkraskrá er að hún er ekki fyrir sjúklinga til bættrar læknishjálpar. Ástæð tilvistar sjúkraskrár er til að hægt sé að fela mistökin eða vísvitandi rangar aðgerðir sem gerðar eru af heilbrigðisstarfsfólki með röngum skráningum . Að ekki verði hægt að sækja það til saka þótt um vísvitandi rangar aðgerðir sé að ræða.
Í umræddri könnun á sjúkraskrá hafa komið upp undarlegar bókanir lækna þar sem pantaðar hafa verið rannsóknir sem eru tilgreindar án þess að sjúklingur hafi haft hugmynd um pöntunina. M.a. er bókun um pöntun á rannsókn án samráðs við sjúkling eða samþykkis né vitneskju og síðan er þessi rannsóknarbeiðni afturkölluð einhverjum dögum seinna án vitneskju sjúklings fyrr en árum seinna er hann hefur afrit af sjúkraskrá í höndum.
Dæmi er um að bókun í sjúkraskrá á bráðamóttöku um leiðbeiningar til sjúklings við útskrift af deildinni hafa ekki verið í samræmi við það sem sagt var við sjúklinginn við útskrift og var ættingi vitni að og heyrði hver tilmælin voru. Mismunurinn kom fram þegar sjúklingur þurfti að leita til bráðamóttöku rúmum sólarhring síðar. Var Landlækni send ábending um að sjúklingar fengju skriflegar leiðbeiningar, tilmæli við útskrift af deildinni til varnar gegn slíkum mistökum.
Niðurstaða könnunar á sjúkráskrá sem skráð er samkvæmt lögum gefur vísbendingu um að skráningin er stórhættuleg fyrir hvern einasta sjúkling sem er svo óheppinn að þurfa að leita til læknaþjónustunnar. Það að hægt sé að valda sjúklingi ómælanlegum þjáningum með því að vitna í sjúkraskrá við sjúkdómsgreiningu vegna vanþekkingar læknis, eða sjúklingur sé orðinn aldraður, er óásættanlegt.
Reykjavík 5. Júlí 2022
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.