29.7.2022 | 15:07
Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna.
Heilbrigðisráðherra hyggst með lagasetningu undan þiggja alla heilbrigðisstarfsmenn frá ábyrgð á gjörðum sínum og flytja ábyrgðina yfir á fyrirtæki eða stofnanir sem viðkomandi starfar hjá.
Þessi hugmynd ráðherrans hefur ýmsa kosti fyrir það starfsfólk en hefur ráðherra vald til að mismuna þegnum samfélagsins. Fyrir um 50 árum voru slík gáfumenni á Alþingi Íslendinga að þeir samþykktu lög sem gerðu skipstjóra skips ábyrgan fyrir gjörðum skipverja sem skráðir voru á skip er hann stjórnaði og varðaði ólöglegan innflutning vara.
Bara hugmynd ráðherrans um að aflétta ábyrgð tiltekinna starfsmanna á gjörðum sínum er jafn fáránleg og lagasetningin sem gerð var fyrir um fimmtíu árum. Við þá lagasetningu var ábyrgðin sett á skipstjórann við tilteknum ólöglegum athöfnum þeirra skipverja er voru skráðir á skip undir hans stjórn.
Því er ráðherrann spurður að því hvort ekki sé ástæða til þess að undan þiggja alla þegna landsins frá ábyrgð gerða sinna og afnema allt sem kallast ábyrgð af hálfu þegnanna?
Sú hugsun eða hugmynd sem kölluð hefur verið ábyrgð hefur verið grundvöllur þess sem hvert þjóðfélag er byggt á og varðar það sem kallað hefur verið heiðarleg framkoma þegnanna og framkvæmd þegnanna gagnvart samskiptum sín í milli.
Með afnámi ábyrgðar heilbrigðisstarfsmanna á gjörðum sínum gefur það þeim frelsi til að haga störfum sínum eftir eigin geðþótta. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna virðist samkvæmt framkvæmd í þeim málum vera að þeir beri litla eða enga ábyrgð nú þegar. Í deilumálum er varða störf heilbrigðisstarfsmanna kemur alltaf upp rökfærslan ORÐ gegn ORÐI. Ábyrgð þessara starfsmanna virðist í reynd vera lítil sem engin.
Sem dæmi um ábyrgðarleysi heilbrigðisstarfsmanna þá er lagaákvæði um skráningu svokallaðrar sjúkraskrár. Í sjúkraskrá skrá aðeins heilbrigðisstarfsmenn um ástand sjúklinga án þess að sjúklingur hafi neitt um skráninguna að segja. Geta starfsmenn skráð hvaða ósannindi sem þeim dettur í hug án þess að sjúklingur viti af ósannindunum eins og sannanir eru fyrir.
Þess skal sérstaklega getið að stærri hluti þessa starfshóps er heiðarlegt fólk en lítill hópur starfsmanna hefur ekki þekkingu á starfinu til að skila sannleikanum í sjúkraskrá eða er alveg sama um hvaða bull þeir skrá þeir beri enga ábyrgð hvort eð er.
Ef að slíkir vanvitar eru á Alþingi Íslendinga að samþykkja lög sem undanskilja ákveðna aðila samfélagsins um alla ábyrgð á gjörðum sínum er lagasetning komin í ógöngur. Hvort sem um sé að ræða vanþekkingu eða vísvitandi afglöp starfsmanns að ræða yrði ábyrgðarleysi hans alvarlegt tjón fyrir sjúklinga.
Alvarlegar ósannar bókanir heilbrigðisstarfsmanna í svokallaða sjúkraskrá eru vandamál sem embætti Landlæknis ræður ekki við og er þegar farið að skaða marga sjúklinga.
Að undanskilja ákveðna þegna samfélagsins á ábyrgð gjörða sinna er brot á stjórnarskrá landsins þar sem allir þegnar skuli vera jafnir fyrir lögunum.
Reykjavík 28. júlí 2022
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.