Maðurinn.

Nú eru komnir fram á sjónarsviðið miklir vitringar sem verður að telja sem fávita.

Þessir vitringar hafa ráðist af fávisku sinni á orðið maður og vilja breyta því yfir í eitthvað orðskrípi sem engin skilur.

Helsta skýring fávitanna er að orðið maður standi fyrir karlmennsku og það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki eru karlmenn.

Þessi gáfnaljós/vanvitar hafa ekki gert sér grein fyrir því að orðið maður stendur fyrir eina dýrategund á jörðinni á sama hátt og orðin ljón, fíll, rotta og nöfn allra annarra dýrategunda sem á jörðinni búa.

Ef á að fara út í það að gefa dýrategundinni maður nýtt heiti þar sem fram hafa komið kynvillingar sem ekki geta talist kvenmaður eða karlmaður heldur eitthvað afbrigði kynjaskiptingarinnar sem hefur reynst erfitt að gefa sérstakt kynjaheiti er kviksyndi framundan.

Í mæltu máli gegnum aldir hefur verið litið á kynskiptingu innan hvers dýraflokks sem þrjú. Má þar nefna sem dæmi um hesta að talað er um graðhest, meri og folald og er folaldið notað yfir bæði kynin á fyrstu aldursárum dýrsins. Í mannkyni hefur verið talað um konu, karl og barn og í kattarkyni hefur verið talað um læðu, fress og kettling.

Þeir sem telja sig utan við orðið maður hafa m.a. kallað sig hán, transfólk eða eitthvað sambærilegt en eftir sem áður teljast viðkomandi tilheyra dýrastofninum maður.

Samkvæmt fréttum virðist sem komin séu fram hátt í tíu afbrigði svokallaðra kynja inna mannkynsins (dýrategundarinnar maður). Er þessi fjöldi kynjaafbrigða dýrsins sem kallast maður undrunarefni og hefur fjöldinn aukist á síðustu áratugum eða dulist á óskiljanlegan máta gegnum aldir.

Ef skoðaðar eru fréttir af rannsóknum á fiskum sem birtar hafa verið þá hefur komið fram við rannsóknirnar mjög sérkennileg afbrigði fiska sem líkja má við kynjaskiptinguna á meðal mannsins. Í fréttunum var þess getið að umræddar breytingar á fiskunum mætti rekja til örplasts mengunar. Því er full ástæða til að spyrja hvort örplastmengunin sé einnig orsök þessarar undarlegu fjölgunar kynvilltra einstaklinga á meðal dýrsins sem kallast maður.

Vel má hugsa sér að þetta sé ein af tilraunum náttúrunnar til að halda í skefjum fjölgun mannkynsins á jörðinni sem komin er á það stig að um offjölgun er að ræða sem ógnar jafnvægi í lífríkinu.

Af framan rituðu er full ástæða fyrir þau dýr sem enn þá tilheyra dýrategundinni maður, og sem hatast út í orðið maður í mæltu máli, að hætta ofstækisfullri heift út í það að tilheyra dýrategundinni maður.

Reykjavík 2. september 2022

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband