1.10.2022 | 09:33
Meira um ósannindi í sjúkraskrám
Eftir baráttu við embætti Landlæknis er varðar falskar skráningar í sjúkraskrá sem fulltrúar Landlæknis úrskurða sem ORÐ gegn ORÐI og tilraunir sjúklinga til leiðréttingar á fölskum skráningum séu ósannindi af hálfu sjúklingsins.
Þessi barátta hefur leitt til ábendingar Heilbrigðisráðuneytis að leita úrskurðar Umboðsmanns Alþingis. Úrskurður umboðsmanns Alþingis er að athugasemdir sjúklinga við sjúkraskrá séu ósannindi. Umboðsmaður Alþingis staðfestir með úrskurði sínum að heilbrigðisstarfsfólki sé heimilt að skrá hvaða ósannindi sem því dettur í hug í sjúkraskrá.
Eftir þennan úrskurð Umboðsmanns Alþingis er ljóst að sjúklingar verða að bera ábyrgð á afleiðingum falsana við skráningar í sjúkraskrár og hafa enga möguleika á að ná fram rétti sínum. Þar með vaknar sú spurning hve mörg dauðsföll eða margar alvarlegar heilsuskerðingar verða árlega á landinu sem rekja má til rangra viðbragða í heilbrigðisþjónustu út af fölsunum í sjúkraskrá.
Undirritaður hefur orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni sem rekja má til vankunnáttu læknis og falsana hans á skráningu í sjúkraskrá. Læknirinn hunsaði í fjögur ár að leita aðstoðar sérfræðings er varðar eitrun af völdum lyfs sem ávísað var auk þess sem hrein ósannindi voru bókuð af lækninum í sjúkraskrána.
Er fékkst aðkoma sérfræðilæknis var upplýst að kvartanir sjúklings vegna heilsuvanda stafaði ekki af völdum sjúkdómsgreiningar læknisins heldur eituráhrifa af notkun á hinu tiltekna lyfi.
Umboðsmaður Alþingis staðfestir með úrskurði sínum að skriflegar kvartanir sjúklings og krafa um leiðréttingar á sjúkraskrá séu einskis virði . Heimildir heilbrigðisstarfsmanna til skráningar í sjúkraskrár sjúklinga séu alfarið þeirra og án afskipta sjúklinga. Athugasemdir sjúklinga séu háðar samþykkis viðkomandi skráningaraðila.
Með úrskurði Umboðsmanns Alþingis í máli þessu er líf og heilsa þeirra sem telja sig þurfa á læknishjálp að halda háð geðheilbrigði þeirra sem veita þjónustu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Ekki má gera ráð fyrir að ósannindaskráning í sjúkraskrá sé gerð af andlega heilbrygðum starfsmanni heilbrigðisþjónustunnar.
Af framan rituðu er komið að ábyrgð Alþingis Íslendinga á að breyta lögum um sjúkraskrá þannig að skráning í sjúkraskrá sé einskis virði ef ekki sé fyrir hendi staðfesting/samþykki sjúklingsins fyrir að rétt sé haft eftir sjúklingi það sem skráð er í sjúkraskrána. Ef alþingismenn/konur ekki breyta lögunum eru þeir/þau samsek/ir um þau mannslát er orðið hafa og alvarlegar heilsuskerðingar er orðið hafa af völdum heimskulegrar lagasetningar er kennd er við sjúkraskrár og skráningar samkvæmt þeim.
Reykjavík 1. október 2022
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.