6.12.2022 | 12:35
Krufning
Í fréttum kom fram að umtalsvert fleiri krufningar eru framkvæmdar á Íslandi en í öðrum löndum. Áberandi var í fréttinni að smjattað er á því hve margir stytta eigið líf og virðist það vera sérstakt fréttaefni. Þar sem líf og dauði einstaklings er hans einkamál á að banna heilbrigðisstarfsfólki að upplýsa sem fréttaefni hvernig að lífi einstaklings líkur.
Auk þess má geta þess að einhver tilvik verða á ári hverju sem heilbrigðisstarfsfólk getur ekki fullyrt um hvort dauðsfall var viljandi eða tilviljun.
Má geta þess sérstaklega að læknisfræðin er á slíkum brauðfótum að þeir er þar starfa hafa mjög takmarkaða getu og þekkingu til að hjálpa fólki á mörgum sviðum. Mörg af þeim svokölluðu sjálfsvígum má rekja til heilsufarsvandamáls sem læknisfræðin ræður ekki við og því telur viðkomandi bestu leiðin til að lina eigin þjáningar að stytta aldur sinn.
Talað hefur verið um það að deyja með reisn og fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við að stytta aldur sinn. Þetta er að nafninu til bannað á Íslandi en virðist samt vera gert án þess að því sé það sem kallað er flaggað.
Læknisfræðin á ekki að fá að smjatta á dauðsföllum einstaklinga eins og börn á sælgæti.
Sjálfsvíg voru alvarleg synd í sumum trúarbrögðum og eru það hugsanlega enn þá.
Reykjavík 6. desember 2022
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.