Pólitískt ofstæki.

Á Alþingi heldur áfram hið undarlega pólitíska skítkast þeirra sem standa að stjórnarandstöðu. Í ræðum þessara aðila kemur ekkert fram um raunveruleg vandamál samfélagsins heldur aðeins innihaldslaust skítkast þessara aðila um pólitíska andstæðinga.

Eitt helsta vandamál íslensks samfélags hefur verið skortur á húsnæði og hafa stjórnarandstæðingar haft mörg og stór orð um ástandið. Þessir ofstækisfullu stjórnarandstæðingar Píratar, Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa ekki viljað sjá þá meinsemd er veldur skorti á húsnæði.

Hinir ofstækisfullu pólitíkusar hafa horft viljandi fram hjá því vandamáli er hefur skapast með stjórnlausum innflutningi á fólki. Að flytja inn um 30000 manns á nokkrum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð og samfélagið í heild hefur kallað fram það vandamál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir núna, skortur á húsnæði.

Þeir ofstækisfullu stjórnarandstæðingar hafa ekki komið með neinar vitrænar tillögur í ræðum sínum heldur aðeins pólitískt skítkast til að reyna að sverta stjórnarliða.

Eina raunhæfa aðgerð stjórnvalda við vandamálinu er að stöðva alveg eða að mestu leiti komu fólks til landsins til langframa búsetu á meðan ekki er hægt að bjóða viðunandi húsnæði.

Það er ljóður á Alþingi Íslendinga að þingmenn skuli ekki vera skyldugir til að vera málefnalegir í málflutningi sínum og pólitískt skítkast bannað. Lög frá Alþingi eru illa orðuð og oft marklaus þar sem þingmenn hugsa meira um skítkast í sínum málflutningi en skynsamlegt orðalag og skiljanlegt í taxta laga. Það á að banna sjónvarpsútsendingar frá þingfundum því fjöldi þingmanna telur að þingfundirnir séu framboðsfundir fyrir þá sjálfa og telja skítkastið sé vænlegast til árangurs.

Hin stjórnlausa fjölgun dómsmála er orsök hins lélega orðalags á lögum frá Alþingi. Þetta hefur leitt til þess að Alþingi Íslendinga er aðeins sýndarmennska og raunveruleg lagasetning er falið misvitrum aðilum sem kallaðir eru dómarar. Dómurum er falið að túlka meiningu hinna illa orðuðu laga sem hægt er að túlka á marga vegu.

Reykjavík 27. maí 2023

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig færðu það út að "Flokkur fólksins hafa ekki viljað sjá þá meinsemd er veldur skorti á húsnæði" eftir allar ræður þingmanna flokksins um einmitt þessa meinsemd? Það er ekki skítkast gegn andstæðingum heldur málefnaleg umræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2023 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband