11.11.2023 | 08:23
Lögfræðingastjórn eða stjórn samkvæmt lögum.
Grein Arnars Þórs Jónsonar lögmanns í Morgunblaðinu 10. nóvember er þarft innlegg í skýringu á stjórnleysinu á Íslandi.
Ísland er talið vera lýðræðisríki en er Anarkista-ríki.
Stjórnleysi Íslands byggist á því að lagasetning frá Alþingi er sýndargjörningur þar sem lög eru svo illa orðuð af ásetningi þingmanna eða vankunnáttu í starfi sem þingmenn að ekki er hægt að fara eftir lögunum. Þúsundi mála sem lendi fyrir dómstólum er vegna orðalags laga frá Alþingi sem síðan er hægt að túlka á marga vegu.
Orðalag í lögum frá Alþingi er í þá veru að hægt er að túlka lögin á marga vegu. Ef leitað er til fleiri en eins lögmanns um hvernig megi túlka tiltekið ákvæði laga fást margar útgáfur. Af þeim sökum er orðin um þúsund lögmenn í landinu og um 100 yfirlögmenn svokallaðir dómarar.
Þessir u.þ.b. 1100 þegnar hins íslenska ríkis hafa atvinnu af því að þrasa og þvarga um afrakstur af starfi Alþingis Íslendinga. Mismunandi túlkun lögmanna á hvernig skilja eigi orðalag lagannar, þ.e. túlka lögin. Eftir margra mánaða þras lögmanna er leitað álits eins lögmanns af þeim sem kallaðir eru dómarar á því hvernig eigi að skilja orðalag laganna.
Þar með er það ekki Alþingi Íslendinga sem setur lögin sem þegnarnir eiga að fara eftir til að forðast árekstra í almennri umgengni heldur einstaklingur sem kallaður er dómari. Þetta leiðir til þess að þar sem u.þ.b. hundrað einstaklingar eru skipaðir úrskurðaraðilar í málum eru túlkanir þeirra mismunandi í sambærilegum málum. Auk þess kemur hefndargirni lögmanns sem er dómari fram í lokaorðum. Þar með er lagasetningin orðin einkamál misgáfaðs lögmanns í stöðu dómara.
Svokallaðir dómarar eru um 100 talsins og sérhver dómari hefur sína sýn á orðalag laganna og því geta niðurstöður í sambærilegum málum fyrir dómi orðið hátt í 100 útgáfur þar sem niðurstaða eins dómara er ekki bindandi fyrir aðra dómara. M.ö.o. þá geta verið hátt í hundrað útgáfur af svokölluðum lögum frá Alþingi.
Dómarar eru ekki kjörnir af lýðnum í svokölluðu lýðræðisríki heldur valdir af pólitískum valdamönnum og þar með má segja að lagasetning á Íslandi sé keypt af þeim sem fara með skipunarvald dómara hverju sinni.
Vandamál stjórnleysisins í lagasetningu Alþingis kemur hvað skýrast fram í því sem felst í kostnaði einstaklinga sem sætta sig ekki við óskiljanlegt orðalag laganna. Kostnaður við lagaleysi löggjafar frá Alþingi Íslendinga skiptir mörgum milljörðum króna á ári. Ef eitthvað vit á að vera í störfum Alþingis ætti allur kostnaður við málaferli fyrir dómstólum vegna óskiljanlegra laga að greiðast úr ríkissjóði vegna þess að ekki er hægt að fara eftir lögum sem samþykkt eru í sal Alþingis.
Er kominn tími til þess að lagasetning frá Alþingi Íslendinga verði bætt og lögin þannig orðuð að meðalgáfaður Íslendingur skilji orðanna hljóðan og geti farið eftir lögunum án þess að leggja í mikinn kostnað við að fá aðstoð lögmanna til að gera það sem rétt er talið.
Við skoðun á upp kveðnum dómum koma fram mjög sérkennilegar niðurstöður í sambærilegum málum t.d. varðandi fébætur og kemur þar greinilega fram að svo virðist sem skapgerðareinkenni dómara komi þar mjög skýrt fram í mismunandi fjárhæðum bóta.
Reykjavík 11. nóvember 2023
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.