Óður til Akureyrar.

Eftir fréttatíma hjá Ríkisútvarpinu miðvikudaginn 27. mars 2024 var viðtalsþáttur þar sem fjallað var um Akureyri sem borg.

Var ítarleg umræða um kosti DVERGBORGARINNAR Akureyrar.

Gaf þessi umræðuþéttur tilefni ásamt viðtalsþætti í útvarpi laugardaginn 17. október 1996 til eftirfarandi:

 

 

Akureyri, Akureyri öllu ofar

öllu ofar í heimi hér.

Allt er hér betra, allt er hér betra

K.E.A. ketið og kartöflurnar

Listagilið og rjóminn.

Við erum úrval, við erum úrval

við erum úrval Íslendinga.

Við getum það, við getum það

við getum allt betur en aðrir.

Við höfum Háskóla, við höfum Háskóla

heimsins besta Háskóla.

Allt er óætt, allt er óætt

ef ekki úr Eyjafjarðarsveit.

Við erum bestir, við erum bestir,

við erum allra bestir.

Akureyri, Akureyri öllu ofar,

Öllu nema í heimi hér.

 

Spyrja má hvað er borg?

Reykjavík er minni en ein stór gata í erlendri borg hvað íbúafjölda varðar.

Hvað varðar fjölda íbúa er Akureyri eins og eitt fjölbýlishús í stórborg.

Er Akureyri stór dvergur?

 

Reykjavík 28. mars 2024

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband