Íslenskan og hámenntaðir Íslendingar.

Sjónvarp Íslendinga eða þeir sem stjórna því eru verstu óvinir íslenskrar tungu. Eins og áður hefur verið bent á eru kort og geðveikt gaman auk orðsins geggjað vandamál sjónvarpsins og þá einkum þeirra hámenntuðu. Ekki eru þetta einu vandamál sjónvarpsins í niðurrifi íslenskunnar.

Nýlega varð einum veðurvita sjónvarpsins alvarlegur fótaskortur á tungunni þegar hann hafð orð á því að lægð er var vestur eða suðvestur af landinu væri stranda glópur.

Eins og á um of marga Íslendinga virðist skorta skilning á hvað orðið stranda glópur merki (þýði).

Orðið stranda glópur er mjög gamalt í íslenskri tungu og í upphafi var það haft um skipverja á skipi sem ekki mætti til skips fyrir tiltekinn burt farar tíma skipsins sem gefinn hafði verið upp með margra klukkustunda fyrirvara. Skipinu var siglt á tilsettum tíma og glópurinn skilinn eftir á ströndinni.

Sá sem er stöðvaður á ferð sinni af völdum aðgerða annarra en hans eigin getur því ekki verið glópur eins og fjölmiðlafréttamenn kalla slíkt fólk. Glóparnir eru fréttamennirnir.

Orðið glópur merkir að viðkomandi sem fær slíka umsögn sé auli, asni eða ekki andlega heilbrigður. Þar með er orðið undarlegt ef lágþrýstings loftbóla sem kallast lægð geti verið auli, asni eða ekki andlega heilbrigð. Væri vel gert ef hinn hámenntaði veðurfræðingur sem viðhafði þessi ummæli um lægðina gæfi skýringu á þessari nýju merkingu orðsins „glópur“.

Veðurfræðingar Sjónvarpsins hafa ekki gefið skýringu sína á hvað orðið KORT merkir í þeirra fræðigrein. Fyrir eldri Íslendinga er orðið kort í veðurfregnum ljótasta klámyrði.

Reykjavík 26. maí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband