Fótbolti og fautabolti.

Þá er loksins lokið mestu fauta-boltakeppni ársins með sigri verstu fauta kepninnar.

Áberandi var hvað þessir fautar gerðu mikið í því að hrinda á bak andstæðinganna og traðka á fótum þeirra.

Þeir sem einhvern tíma hafa leikið sér í fótbolta vita hvað það getur verið vont þegar traðkað er á fótum með svokölluðum knattspyrnuskóm sem eru með takka á sólum skónna.

Það sem einnig var áberandi í þessari keppni var hve margir spilarar eru svindlarar og var það áberandi hjá hinum svokölluðu sigurvegurum keppninnar þegar þeir létu sig detta án þess að andstæðingur kæmi við svindlarann og höfðu handfestar í treyjum andstæðinganna til að hindra eðlilega hreifingu þeirra.

Í þessari keppni var einnig áberandi hjá svindlurunum að þeir festu klónum í treyju andstæðings til að hindra eðlilegar hreyfingar hans. Var það áberandi hve dómarar leiks voru hræddir við að refsa fyrir ólöglegt athæfi leikmanns við að hanga í treyju andstæðings.

Annað hvort eru reglur í knattspyrnu breyttar eða hræðsla dómara við fautana er slík að þeir eru hræddir við að fara eftir reglum og refsa fyrir brot. Knattspyrna á enga framtíð fyrir sér ef ekki verður stöðvaður þessi fautaskapur sem sýndur var

í þessari keppni hjá nokkrum keppnisliðum og þar með hinum töldu sigurvegurum sem unnu með svindli. Í þessari keppni var áberandi hvað kapplið Englendinga sýndi drengilega keppni og notað ekki fautaskap sem Spánverjar og fleiri þjóðir sýndu.

Með þeirri myndatökutækni sem notuð er við nútíma kappleiki er auðvelt að skoða hvert atvik af nákvæmni og dæma fyrir augljós brot. Í mörgum tilvikum væri rétt að raka menn af velli fyrir gróf brot til þess að uppræta þá spillingu sem fram er komin á knattspyrnuvelli með svindli leikmanna.

Reykjavík 19. júlí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband