Dagur íslenskrar tungu.

Fimmtudagurinn 16. nóvember hefur verið tileinkaður íslenskri tungu samkvæmt þeim fréttum sem berast af viðurkenningum á starfi einstaklinga í því efni.

Það sem vekur undrun eldri Íslendinga er aðkoma ráðamanna þjóðarinnar að þessum atburði 16. nóvember.

Enn frekari undrun vekur það að hálfu stjórnvalda er skipulega unnið að því að kæfa íslenska tungu með skipulagslausu bulli og blaðri ráðamanna um menningu Íslendinga.

Í reynd virðist svo að ráðamönnum á Íslandi sé sama um hvað verður um Íslenskuna. Ekki er til lagabókstafur um með hvaða hætti skuli stuðlað að viðhaldi íslenskrar tungu. Í kennslumálum í skólum er enskunni gert hærra undir höfði en íslensku enda er ástandið orðið þannig að unglingar eru vart talandi á íslenska tungu. Stjórnvöld hafa horft á það í áratugi að nöfnum á fyrirtækjum er breytt í erlend bull-heiti og íslenskunni þar með nauðgað.

Ástæða er til þess að benda á að fréttamenn eru í mörgum tilvikum svo illa að sér í íslensku máli að óteljandi ambögur koma fram bæði í rituðu- og mæltu máli. Slettur sem fram koma hjá menntuðu fólki eins og fókusera og aðrar sambærilegar slettur úr erlendum tungumálum auk orðatiltækja eins og „sko“ í fimmta til sjötta hverju orði að viðbættu öngþveitinu í orðavali þegar slengt er hvað eftir annað í mæltu máli „þú veist“.

Orsök afturfarar í íslensku máli má rekja til menntafólks sem stundað hefur nám erlendis og komið heim með erlendar slettur og afbakanir á íslensku máli eins og fókus, talent, o.fl. slíkar slettur. Þetta fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þeim skemmdum á málinu (íslensku) sem það veldur eða það telur það fínt að „sletta“ til að sýna að viðkomandi sé menntaður.

Ef stjórnvöld sjá ekki sóma sinn í að snúa vörn í sókn til varnar íslenskunni eru endalok hennar skammt undan og Íslendingum til skammar. Mannleysur í stjórn landsins og á Alþingi undanfarna áratugi hafa ekkert gert málinu til varnar en flotið sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherrar undanfarna áratugi hafa ekkert gert til verndar íslensku máli en verið áskrifendur að launum sínum og störf þeirra verið lítil sem engin. Virðist sem ráðamenn þjóðarinnar séu útlendinga sleikjur og sjái ekkert gott nema það komi erlendis frá sbr. sorann sem kominn er í íslenskt samfélag með nöfnum á íslenskum fyrirtækjum á erlendum tungumálum.

Er löngu tímabært að taka upp aftur baráttu fyrir hreinsun hins íslenska tungumáls eins og gert var á árunum 1930 – 1950 þegar mikið af dönskuslettum var fjarlægt úr málinu með ötulli kennslu kennara í íslensku í skólum.

Ein frægasta setning frá þessum árum hreinsunarinnar er áminning kennara: Þú átt ekki að nota orðið að brúka (danska (bruge)) heldur brúka orðið að nota.

Reykjavík 21. nóvember 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband