Færsluflokkur: Bloggar

Hatursglæpur.

Nýlegt orð í íslensku (hatursglæpur) innan við 20 ára gamalt. Orð þetta varð til við svokallaða fjölmenningarstefnu stjórnvalda. Stjórnvöld héldu áfram með sína mislukkuðu fjölmenningarstefnu þrátt fyrir viðvaranir fjölda manna, bæði skriflega og munnlega, um þá hættu sem stafaði af fjölmenningarstefnunni og bentu á þá neikvæðu atburði er orðið höfðu í Svíþjóð, Noregi og Danmörku vegna innflutnings á fólki sem ekki var reiðubúið til að samlagast siðum fólksins sem fyrir var í löndunum.

Nú er það farið að koma fram sem varað var við fyrir tuttugu árum eða meira, þ.e. átök á milli menningarheima, og á þetta eftir að magnast og verða illþolandi fyrir íbúa sem vilja hafa frið í sínu heimalandi.

Í gegnum margar aldir hafa verið átök á milli þeirra menningarheima sem hafa leitt til tilurðar þessa orðs í íslensku vegna mistaka fjölmenningarstefnu stjórnvalda. Menningarvitar stjórnvalda hafa haldið að þeir væru að bjarga heiminum með þessum aðgerðum sínum en hafa í stað þess leitt til alvarlegrar sundrungar innan íslensks samfélags. Fjölmenningarvitarnir mega gera ráð fyrir að átök verði milli menningarheima á Íslandi í framtíðinni eins og orðið hefur á hinum Norðurlöndunum og Evrópuríkjum sunnar í álfunni.

Hvort þessi fjölmenningarvitleysa Íslenskra stjórnvalda leiði til sambærilegra átaka og urðu afdrifarík á Spáni, þegar svo kallaðir Márar voru hraktir frá Spáni á öldum áður, mun tíminn leiða í ljós. Stjórnvöld skulu gera sér grein fyrir að svokallað GETTÓ er farið að myndast í Reykjavík sem fyrr en seinna leiðir til alvarlegra átaka á milli menningarheima, heimamanna og hinna aðfluttu. Neikvæð atvik er orðið hafa á undanförnum árum vegna mismunandi menningarheima sem fréttir hafa borist af er aðeins forsmekkurinn að alvarlegum og ef til vil blóðugum átökum aðila.

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að lesa betur sögur fyrri alda um þau sífelldu átök sem orðið hafa í heiminum og rekja má til framsóknar framandi menningar til áður friðsamra ríkja. Ekki er hægt að sjá á sögunni að mannfólkið hafi vitkast og sé reiðubúið til að umbera framandi menningu og þá einkum í sambandi við trúarbrögð.

Stjórnvöld á Íslandi ættu að hugleiða vel hvers vegna ríki eins og Saudí-Arabía og furstadæmin á þeim skaga taka ekki á móti neinum af trúbræðrum sínum sem eru í vanda. Má geta sér til að óeirðir þær sem verið hafa í ríkjum Litlu Asíu megi rekja til baktjalda-aðgerða frá þessum ríkjum á Arabíuskaga í þeim tilgangi einum að hrekja trúbræður sína yfir til Evrópu í von um að ná öflugri fótfestu þar og trúarbragða-völdum.

Íslenskir fjölmenningarvitar ættu að íhuga vel þau óþurftar verk er þeir hafa unnið á íslensku menningarlífi og hætta þeim skemmdarverkum er þeir hafa unnið á íslensku samfélagi.

Reykjavík 21. júlí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Hlýnun jarðar og umhverfissinnar.

Svokallaðir umhverfissinnar og sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum er varða hlýnun jarðar eru vægt til orða tekið „hlægilegir“ í rökleysu sinni um hlýnun jarðar.

Þessir sjálfskipuðu sérfræðingar fara mikinn í umfjöllun sinni um gjörðir mannskepnunnar er valdi því sem þeir hafi mælt, að meðal hiti jarðar hafi aukist á síðustu áratugum. Hafa þeir í stóryrtum yfirlýsingum sínum fullyrt að íbúar jarðar (mennirnir) hafi með gjörðum sínum valdið þeim breytingum á meðalhitastigi jarðarinnar sem þeir telja sig hafa mælt á síðustu áratugum.

Það sem er broslegt við málflutning þessara sérfræðinga er að þeir byggja sínar niðurstöður á rannsóknum fárra áratuga jarðsögunnar þrátt fyrir að fyrir liggja, að því talið er, niðurstöður eldri rannsókna um hitasveiflur á jörðinni sem erfitt er að sjá að maðurinn (homo sapiens) hafi haft afskipti af.

Samkvæmt rituðum heimildum sem eignaðar eru vísindamönnum hafa oft orðið sveiflur í hitastigi jarðar og má þar nefna svokallaðar ísaldir. Ein fyrir 10-20000 árum og aðrar á undan henni. Einnig má geta þess að talað (ritað) hefur verið um það sem kallað var Litla ísöld sem á að hafa gengið yfir jörðina á árunum 1300 til 1700. Þá hafi meðal annars Thames á við Lundúnarborg verið ísilögð að vetri til svo íbúar hafi gengið yfir ána á ís. Auk þess hefur verið bent á mannvistarleifar sem komið hafa undan Breiðamerkurjökli á Íslandi sem taldar hafa verið 7-800 ára gamlar.

Með vísan í grein sem birt var í bók (Undur veraldar) er út kom um 1940 en þar er talið að hlutfall súrefnis O2 hafi verið um 30% af lofthjúp jarðar fyrir ótilgreindum þúsundum ára en er talið vera um 21% á þessum tíma (í dag). Fleiri skráðar heimildir eru til um talið ástand á jörðinni fyrir ótöldum öldum þar sem litlar líkur eru taldar á að afskipti mannsins hafi verið orsakavaldur breytinga.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á að afskipti mannsins hafi orsakað hvarf svokallaðra risaeðla af yfirborði jarðar. Sannanleg tilvist þeirra og hvarf án skýringa gefur til kynna að þróun lífs á jörðinni sé stöðugt í gangi og tilvist mannskepnunnar sem eitt af dýrum jarðarinnar sé ekki tryggt til eilífðar.

Hinir sjálfskipuðu umhverfissinnar og sérfræðingar í umhverfismálum ættu að fara að huga það því hvernig þeir geti stjórnað hitageislun frá sólinni til jarðarinnar með vísan til þeirra hitasveiflna ,sem talið er sannað, að orðið hafi á jörðinni á þúsundum og milljónum ára.

Mjög erfitt eða ómögulegt er að finna ritaðar heimildir er fjalla um vandamál offjölgunar mannkynsins á jörðinni. Mannskæðar farsóttir eða mannfórnir af völdum styrjalda eru orðnar minni að umfangi en gerðist hér á öldum áður og því hefur fjölgun fólks á jörðinni leitt til hluta þeirra vandræða sem mannkynið á við að stríða í dag og er þar aðallega um affall (sorp) að ræða.

Birtar hafa verið upplýsingar sem sagðar eru vísindalegar um að yfirborð sjávar hafi verið um 300 fetum lægra á svæðum við Indónesíu fyrir nokkur þúsund árum.

Voru það aðgerðir mannskepnunnar sem orsökuðu þær breytingar?

Spyrja má hvort hinir margrómuðu umhverfis sinnar séu reiðubúnir til að standa fyrir skipulögðum aðgerðum til fækkunar mannskepnunnar á jörðinni. Með því móti væri hægt að minnka CO2 sem kemur frá mann-skepnum auk þess sem þá yrði hægt að fækka alidýrum sem mannskepnan nærist á og minnka enn meira losun CO2.

Er ekki aðal vandamál jarðarbúa offjölgun þeirra sem kallast menn?

Í fræðigreinum er skráðar hafa verið um upphaf lífs á jörðinni er getið um tilurð einfrumunga sem fyrsta lífsformið. Lifðu þessir einfrumungar á þeim efnum sem fundust á jörðinni og gátu nært þá. Þegar þau efni voru uppétin fóru einfrumungarnir að éta hvorir aðra til að halda lífi. Eru mannskepnurnar ekki að nálgast það tímabil að þeir fari að éta hvorir aðra til að halda lífi?

Eru niðurstöður svokallaðra vísindarannsókna, og varða breytingar í lofthjúp jarðar af mannavöldum, ekki byggðar á vafasömum eða röngum forsendum og málefni þetta notað af stjórnvöldum til að leggja nýjan skatt á þegnana?

Reykjavík 17. júlí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Lögverndaður þjófnaður

Sú starfsemi sem fram fer undir heitinu Tryggingastofnun ríkisins (Íslands) fellur að sumu leiti undir það sem kalla má lögverndaðan þjófnað.

Um er að ræða það sem kallað er að endurreikna lögboðnar greiðslur eftirlauna til þegna landsins. Greiðslur þessar eru kallaðar „bætur“ af ráðamönnum þjóðarinnar en greiðslurnar eiga rót sína að rekja til ársins 1946 þegar lagður var skattur á alla landsmenn til þess að greiða fólki m.a. grunneftirlaun þegar það hætti að vinna. Var þetta fyrir hina almennu hreyfingu hjá þegnum Íslands um stofnun lífeyrissjóða sem fór af stað upp úr 1950.

Af hálfu þessarar stofnunar (Tryggingastofnun ríkisins (Íslands)) telja stjórnendur stofnunarinnar sig þurfa að endurreikna hinar svokölluðu „bætur“ tvisvar til þrisvar sinnum á ári og hafi sínar eigin heimatilbúnu forsendur til slíkra útreikninga. Ástæðan er sú að af hálfu ráðamanna stofnunarinnar er litið á þá þegna landsins sem fá greiðslur frá stofnuninni sem ósannindafólk sem ekki sé hægt að treysta, upplýsingar sem þetta fólk gefi séu ekkert annað en ósannindi.

Sannanir eru fyrir því að upplýsingar sem þegnarnir senda inn til Tryggingastofnunar um tekjur sínar, samkvæmt kröfu stofnunarinnar og breytingar þar á, finnast ekki þegar krafist er sannana um samskipti við stofnunina vegna slíkra gagna.

Sagt er að þegnarnir steli undan skatti ef þeir ekki telja réttar upphæðir fram til skatts. Því er framferði af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins í máli því er hér er líst lögvarinn þjófnaður (heimilt er forsvarsmönnum stofnunarinnar TR að kæra undirritaðan fyrir ummælin).

Af hálfu stofnunarinnar (Tryggingastofnun ríkisins (Íslands)) er verið að rugla með greiðslur til þegnanna og greiða skatt af greiðslum og síðan bakfæra skattagreiðslur við endurreikning vegna rangra aðgerða og rangra forsemda af hálfu starfsmanna stofnunarinnar og þar með taldar skattgreiðslur. Síðan er aftur endurreiknað af hálfu stofnunarinnar þegar kemur í ljós að fyrri bakfærsla var byggð á röngum forsendum og og um vangreiðslu af hálfu stofnunarinnar að ræða, er þá greitt samkvæmt endurreikningi yfir langt tímabil og skattafrádrátturinn bæði rangur og greiddur á röngum tíma að mati Ríkisskattstjóra.

Þetta leiðir til endurreiknings á skatti af hálfu Ríkisskattstjóra sem krefur þá þann sem hefur fengið rangar greiðslur frá stofnuninni um greiðslu skattsins ásamt vöxtum og verðbótum. Af hálfu stofnunarinnar (TR/Í) er stolið af þegnunum lögboðnum greiðslum sem þeir greiða síðan löngu seinna (meira en ári seinna) án þess að sjáanlegt sé á gögnum frá stofnuninni að greiddir séu dráttarvextir af vangreiddum eftirlaunum. Þetta gera þeir þrátt fyrir að genginn sé dómur í máli er varðar vangreiðslu launa að greiða skuli dráttarvexti af vangoldnum launum frá gjalddaga til greiðsludags. Þ.e. yfir það tímabil sem vangreiðslan varir.

Þegar Ríkisskattstjóri reiknar út skattinn, eftir rangfærslur Tryggingastofnunar, reiknar hann samkvæmt refsiákvæðum skattalaga með vöxtum og verðbótum. Vexti og verðbætur verður sá sem verður fyrir ólöglegum aðgerðum af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins/Íslands að greiða því lögbrjóturinn, Tryggingastofnun, er stikkfrí eins og löglegir þjófar sem eru ábyrgðalausir á lögbrotum sínum. Ein af afsökunum Tryggingastofnunar eru að allir þegnar séu ábyrgir fyrir greiðslu skatta af tekjum sínum. Þá skiptir engu máli þótt hið glæpsamlega rugl-reikniskerfi sem notað er af Tryggingastofnun ríkisins/Íslands sé lokað fyrir almenningi. Forsendur til útreiknings sé einkamál starfsfólks stofnunarinnar og þeir séu ekki skyldugir að gefa upp forsendur útreikninga sinna eða gefa neinar skýringar á forsendum útreikninga. Þegnarnir hafa engar forsendur til útreiknings (Leyndarmál Tryggingastofnunar) á því sem þeir eiga rétt á og kallað er grunnlífeyrir.

Dæmi er um að endurgreiðslukrafa frá Tryggingastofnun ríkisins hafi verið felld niður þar sem af hálfu stofnunarinnar var neitað í fjögur ár að skila inn ítarlegum útreikningum á endurgreiðslukröfunni til Sýslumannsins á Blönduósi sem annast innheimtu fyrir stofnunina. Það var betra að fella kröfuna niður, eftir fjögur ár, heldur en opinbera út-reikningaruglið sem viðgengst hjá þeirri stofnun sem kallast Tryggingastofnun ríkisins/Íslands.

Af hálfu starfsmanna stofnunarinnar er viðhöfð slík ósvífni að þeir segja að ástæðan fyrir röngum greiðslum sé að „tölvan“ geri þessa vitleysu. Starfsmenn stofnunarinnar geri ekki mistök heldur dauður hlutur (tölvan) sem getur ekki svarað fyrir sig.

Hvergi er hægt að fá forsendur fyrir útreikningum sem fram fara hjá Tryggingastofnun ríkisins á svokölluðum grunnlífeyri landsmanna og virðist sem slíkt sé leyndarmál stofnunarinnar sem almenningur fái ekki aðgang að. Hefur verið reynt í mörg ár að fá upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins/Íslands um hvað liggi að baki (forsendur) útreikningi á grunnlífeyri. Væri fróðlegt fyrir almenning að heyra útskýringar frá Ríkisskattstjóraembættinu á þeim upplýsingum um greiðslur til fólks sem berast frá stofnuninni, Tryggingastofnun ríkisins/Íslands, til Ríkisskattstjóraembættisins.

Ljóst er að hreinsa þarf til í starfsemi sem fellur undir Tryggingastofnun ríkisins/Íslands.

Reykjavík 15. júlí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Flóttamannavandi

Frú Ólína Þorvaldsdóttir ritaði grein sem var full af svívirðingum um starfsfólk stofnunar sem kallast Útlendingastofnun.

Vonandi hefur frúin fengið fullnægingu í reiði sinni út í starfsfólk stofnunarinnar (Útlendingastofnun) sem reynir eftir fremsta megni að fara að lögum landsins í störfum sínum. Frú Ólína virðist hafa lítið eða ekkert vit á því sem hún fjallaði um í greininni. Hún ræðst fram í skrifum sínum eins og hún sé frelsari alheimsins og hún hafi rétt til að meta það hvaða börn sem eru á faraldsfæti sem flóttamenn fái lengri eða skemmri lífdaga.

Er ljóst af skrifum frúarinnar að það er hún sem vill og á að ráða hvaða börn frá fjarlægum ríkjum sem komast til Íslands eigi að fá búsetu hér. Hver það er sem gefið hefur henni það vald sem hún telur sig hafa er hennar pólitíska ofstæki. Hennar pólitíska ofstæki er sambærilegt við ástæður þess að sumt af svokölluðu flóttafólki flýr heimaland sitt. Sumt af því fólki sem fellt er undir flóttafólk er á faraldsfæti aðeins til að reyna fyrir sér um betri lífsafkomu en það hefur í heimalandi sínu.

Frú Ólína sem hefur sennilega haft góð laun og góða afkomu hefur ekki hugleitt fyrir fullyrðingar um ríkidæmi Íslands að ekki eru allir Íslendingar matvinnungar og þurfa aðstoð sem þeir fá mjög takmarkaða og lifa við fátækramörk og verra. Á meðan ekki er séð fyrir nauðþurftum allra Íslendinga er hið pólitíska ofstæki frú Ólínar Þorvaldsdóttur best geymt erlendis og er henni frjálst að flytja til þeirra svæða jarðar sem hún telur þörf fyrir sína hjálpsemi án skemmdarverka á Íslandi eins og grein hennar er.

Reykjavík 14. júlí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Íslenskir málsóðar

Á hátíðarstundu kemur fram yfirborðsvilji ráðamanna þjóðarinnar um að vernda beri íslenska tungu.

Í reynd er þetta aðeins yfirborðsmennska án nokkurs vilja í raun af þeirra hálfu.

Á árunum 1930 til 1960 var gert stórátak af hálfu ráðamanna og íslenskufræðinga í að hreinsa málið af erlendum málslettum sem höfðu náð fótfestu í málinu. Varð mjög góður árangur af þeirri herferð. Síðan hefur hallað undan fæti með íslenskt mál og er svo komið að íslenskan er orðin líkt og sorphaugur orða með afbakaða merkingu svo málið er illskiljanlegt.

Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart íslenskunni má nefna þann subbuskap sem hefur viðgengist síðustu þrjátíu árin með það að leyfa margs konar erlendar nafngiftir á íslensk fyrirtæki sem blasir orðið víða við. Er þetta slík niðurlæging fyrir íslensk stjórnvöld að ljóst er að þau (stjórnvöld) stefna að því að leggja niður íslensku sem sjálfstætt tungumál með heimskulegri stefnu sinni sem kallast fjölþjóða menningarheimur.

Rétt þykir að benda á vondan löst sem rekja má til íslenskra menntamanna, þ.e. þeirra er starfa við fjölmiðla og kallaðir fréttamenn. Það þykir undrun sæta hve fréttamenn eru lélegir í íslensku máli. Sem dæmi um fáránleikan í málfari fréttamanna má nefna dæmi sem heyrst og sést hafa í fjölmiðlum: Öll eftirfarandi orð og orðasambönd eru fengin úr fjölmiðlum (prentuðum sem munnlegum (ljósvakamiðlum)):

svívirðilega sterkur

geðveikt gaman

brjálæðislega skemmtilegt

hrikalega vel

þetta var geðveikt -- þegar átt er við eitthvað sérstakt eða gott.

ógeðslega gaman

forða slysi (slys má ekki fara forgörðum, það þarf að bjarga slysinu)

margfalt minna – (mjög undarleg merking)

Að ógleymdum slettum úr erlendum málum sem oft heyrast:

got talent

fokus

poppúlismi

meika

rotera

koverum

eyga

komment

elitunni

infiltrasjon

kæjanum

ömurðinni

leigari

Er þetta aðeins hluti af því bulli er fréttamenn láta frá sér fara sem íslenskt mál í fjölmiðlum og má bæta við orðinu „prósentustig“ sem er eitt bullið.

Ekki er ástæða til að gleyma hinu erlenda HIK-orða bulli sem náð hefur fótfestu í íslensku máli eins og sko, já þú veist, ég meina, hm, heyrðu, skiluru o.fl.

Eins og sést á þessum orðalista kemur skýrt fram að mikil brenglun hefur orðið á merkingu orða og orðasambanda þegar neikvætt orð eins og geðveiki verður að jákvæðri merkingu í sambandinu „geðveikt gaman“ þar sem merking orðsins geðveiki hefur alla tíð verið neikvæð þar til þetta bull kom í málið. Sama má segja um önnur neikvæð orð sem notuð eru núna sem jákvæða merkingu.

Því má bæta hér við að þetta hefur verið rætt við íslenskufræðinga en einn þeirra svaraði undirrituðum að þetta væri aðeins þróun málsins og ástæðulaust að reyna að breyta því.

Ástæða er til að minnast á furðu framsetningu íslenskra veðurfræðinga. Ekki er lengur talað um veðurútlit eða veðurhorfur heldur er allt slíki sagt vera í kortunum . Þetta segir mér að íslenskir veðurfræðingar séu óþarfir þetta er allt í kortunum og við höfum aðgang að þeim og því eru þeir (veðurfræðingarnir) aðeins skraut á sjónvarpsskjánum.

Nú er aðeins um tvennt að velja fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Að ráðast í meiri og betri notkun og kennslu í íslensku með hreinsun málsins eftir því sem hægt er, eða viðurkenna aumingjaskapinn og gera íslensku að frjálsu vali nemenda í skólum og viðurkenna yfirburði enskunnar sem fyrsta mál.

Hægt er að skrifa langt mál um fjölþjóðamenningarvitana sem stjórna landinu af mestu lágkúru sem gengið hefur yfir síðan lýðveldið var stofnað.

Af framanrituðu og svokallaðri þróun málsins má ætla að skýringar sem gefnar hafa verið á forn-íslenskum ritum af fræðimönnum séu mjög vafasamar ef ekki ósannar ef taka á tillit til hinna neikvæðu orðasambanda í nútíma íslensku sem eðlilegri þróun málsins.

Reykjavík 8. júlí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Hringtorg og hringavitleysa.

Athyglisverð grein birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þar sem einn umferðaspekingurinn hvatti til þess að af hálfu Alþingis yrði hraðað afgreiðslu á samþykkt að breyta ákvæðum laga um akstur í hringtorgum á Íslandi til þess að þóknast skynsemisskorti sem hrjáir lagaspekinga meginlands Evrópu. Þessi umferðarspekingur viðurkennir í umræddri grein að ákvæði laga um akstur í hringtorgum sem eru í gildi á meginlandi Evrópu séu utan við alla skynsemi en gildandi ákvæði íslenskra laga séu skynsöm hvað varða hringtorg. Samt skuli breyta reglum til að koma í veg fyrir umferðaóhöpp af völdum erlendra ferðamanna í umferðinni á Íslandi.

Það er eins með þetta bull í lagasetningu frá nágrönnum okkar í Evrópu og við höfum orðið að horfa upp á og beygja okkur fyrir ofurvaldinu ytra. Má þar nefna bann við að unglingar vinni, járnbrautir, orkupakkana og fleiri slík valdníðslu fyrirmæli sem komið hafa frá Evrópulöndum.

Er kominn tími til þess að við lagasetningu á Íslandi verði skynsemin látin ráða en ekki valdhrokinn erlendis frá eins og við höfum orðið að horfa upp á með getulausar strengjabrúður í sölum Alþingis. Löngu tímabært er að lög sem sett eru á Íslandi séu þannig úr garði gerð að hægt sé að fara eftir þeim en ekki þörf á margra ára baráttu þegnanna fyrir dómstólum um það hvernig túlka beri lögin.

Reykjavík 17. júní 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Íslensk hræsni

Hræsni stjórnvalda á Íslandi kemur skýrt fram þegar borið er saman viðbrögð ráðamanna ríkisins við dýraníði er framið var þegar sporður var skorinn af hákarli og honum sleppt og ábendingu er birt var á bloggi mbl.is 13 júlí 2018 um laxveiði.

Í umræddri grein er birt var á blogginu hinn 13. 2018 var bent á það dýraníð er viðgengst í laxveiði á stöng (krókaveiðarfæri) og þegar fiskinum hefur verið landað er krókurinn slitinn úr kjafti fisksins, sennilega mældur og vigtaður, og síðan sleppt.

Undirritaður hefur ekki getað fengið upplýsingar um heilsufarsástand fiskanna eftir þessa meðferð áður en þeim (löxunum) er sleppt. Gera má ráð fyrir alvarlegum áverkum í kjafti fiskanna og jafnvelt aftur í tálknin þegar öngullinn (krókurinn) er slitinn úr kjafti fisksins.

Er það verðugt verkefni fyrir MAT‘IS eða aðra sem eiga að hafa eftirlit með dýraníði að upplýsa þegna landsins um það hvort þessi meðferð á laxfiskum, sem hér er getið um, samrýmist lögum um illa meðferð á lifandi dýrum.

Fljótt á litið virðist sem veiðar á laxfiski til sleppingar og misþyrming á hákarlinum sem minnst er á vera hvoru tveggja dýraníð. Framkoma umræddra sjómanna gagnvart hákarlinum er jafn alvarlegt dýraníð og framkoma hinna ríku þegna landsins sem hafa efni á laxveiðum til sleppinga

Grein undirritaðs á mbl.is hinn 13. júlí 2018 var ábending til stjórnvalda um það dýraníð sem viðgengst á Íslandi.

Reykjavík 16. júní 2019.

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Þriðji orkupakki og Alþingi.

Fram er komið það sem bent var á fyrir um 25 árum þegar samið var um samstarf við Evrópuþjóðir um viðskipti og nánari samskipti á öðrum sviðum að um hreint valdaafsal væri að ræða. Sjálfstæði landsins Íslands yrði að engu haft og Íslendingar yrðu að samþykkja allt laga og reglugerðar bull sem kæmi frá öðrum Evrópulöndum.

Á undanförnum árum hefur margt lagabullið sem komið hefur frá Evrópulöndum verið samþykkt af Alþingi af því að það var skylda samkvæmt samningnum að samþykkja það.

Starf Alþingis Íslendinga er orðið að tilgangslausri og einskisverðri afgreiðslustöð fyrir ákvarðanir um velferð annarra ríkja Evrópu óháð því hvort um sé að ræða hagsmuni Íslendinga.

Hótanir sem fram hafa komið í orðum fyrrverandi formanns EFTA-dómstólsins um að ef Íslendingar samþykki ekki ORKUPAKKA nr. þrjú þá muni þeir hafa verra af. Er þar kominn valdhroki sem hefur verið ríkjandi í sumu löndum Evrópu um aldir.

Á Íslandi eru auðlyndir sem valdamenn annarra Evrópuríkja sækjast eftir að komast yfir og munu gera það ef glámskyggnu Þingmenn Alþingis vakna ekki til lífsins og verja hag landsins.

Fram kom í máli Svisslendingsins sem sat í forsæti EFTA dómstólsins að Íslendingar hefðu haft tækifæri til að koma fram með mótbárur við orkupakkann fyrr en nú væri það orðið of seint. Þessi ummæli hans eru yfirlýsing um að flestir þeirra sem sitja á Alþingi séu ekki starfinu vaxnir. Þeir hugsi aðeins um að halda í stólinn og vera áskrifendur að launum sínum.

Hvað verður um sjálfstæði Íslendinga í lagasetningu þegar fyrirskipanir í ORKUpakka fjögur og ORKUpakka fimm verða sendar til Íslands frá meginlandi Evrópu þar sem ráðstöfunarrétturinn yfir raforkuframleiðslu á Íslandi verðu fluttur í klær þeirra sem ráða á meginlandinu.

Við áframhaldandi ofríki Evrópusinna verður hækkun orkuverðs á Íslandi rúmlega 100% frá því sem nú er ef ekki verður lokað fyrir frekari afskipti hinna valdhrokafullu Evrópusinna.

Spyrja má hvort kominn sé tími til að leggja Alþingi niður þar sem þeirra störf virðast snúast eingöngu um að samþykkja það sem þegar hefur verið ákveðið af öðrum Evrópuríkjum. Heyrst hefur að léleg vinnubrögð þeirra sem sitja á Alþingi séu slík að um sé að ræða uppsafnaða lagabálka frá þeim sem ráða í Evrópu og Íslendingum sé gert samkvæmt fyrirskipunum að samþykkja möglunarlaust það sem kemur frá ráðamönnum í öðrum Evrópuríkjum.

Þegar búið verður að ræna orku Íslendinga af ráðandi öflum annarra Evrópuríkja verður ráðist á aðrar auðlindir landsins s.s. fiskimiðin o.fl.

Ef einhver manndómur er í Alþingismönnum þá eiga þeir ekki að samþykkja orkupakka þrjú án þess að fyrir liggi samþykki þjóðarinnar (samþykki 67% Íslendinga) eftir allsherjar atkvæðagreiðslu.

Alþingismenn sýnið þjóðinni að það sé lýðræði á Íslandi en ekki flokka/fulltrúa einræði.

Reykjavík 9. maí 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Orkupakki þrjú og Alþingi.

Tilskipunin frá meginlandi Evrópu um svokallaðan orkupakka hefur farið illa í alþingismenn svo og alla landsmenn búsetta á Íslandi.

Alþingismenn njóta lítillar virðingar/hilli á meðal landsmanna vegna misgjörða sinna á liðnum árum og er nú komið tækifæri fyrir þingmenn að bæta úr því.

Þingmenn eiga að ganga frá lagasetningu varðandi orkupakkann þar sem skýrt ákvæði er í lagatextanum um:

1. Að Landsvirkjun og tengdar orkustöðvar ásamt dreifikerfi raforku á Íslandi sé eign þjóðarinnar sem ekki megi selja nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 67% atkvæðisbærra Íslendinga samþykkti söluna (ekki bara greiddra atkvæða heldur 67% þeirra sem hafa kosningarétt á Íslandi). Bönnuð verði sala á Landsvirkjun og tengdri starfsemi svo og að skipta fyrirtækinu Landsvirkjun upp í smærri einingar til að villa um fyrir fólki í sambandi við sölu smærri eininga út úr Landsvirkjun til einkaaðila.

2. Sæstrengur til flutnings á raforku til eða frá landinu verði ekki heimilaður án þjóðaratkvæðisgreiðslu með sömu niðurstöðu (67%) og í lið 1 ef slík kapaltenging og flutningur raforku leiddi til hækkunar á raforkuverði á Íslandi.

3. Ef seinna meir kæmu fram hugmyndir um breytingu á lögum um þetta málefni þ.e. þjóðareign Landsvirkjunar og tengdum þáttum svo og ákvæði um sæstreng til raforkuflutnings, sem samþykkt yrði af Alþingi sbr. lið 1 og 2, þyrfti að leggja slíkt undir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samþykki 67% atkvæðisbærra Íslendinga þyrfti til þess að breyting yrði gerð.

Með samþykkt laga um þetta málefni, ORKUPAKKA 3, eins og lagt er til með þessu erindi væri vísbending um að þingmenn virtu ákvæði stjórnarskrárinnar um að Ísland sé lýðveldi en ekki fulltrúaeinræði sem hunsaði vilja fólksins.

Reykjavík 12. apríl 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Skattaþjófnaður ríkisvaldsins.

Í gegnum mörg ár hefur skattaálagning á flutningatæki (bifreiðar og fl.) verið langt umfram það sem eðlilegt hefur verið talið.

Af hálfu ráðamanna þjóðarinnar (ríkisstjórnar og Alþingismanna) hefur því verið haldið fram að þessar skatttekjur væru ætlaðar til greiðslu kostnaðar við umferðarmannvirki (vegi, brýr, umferðaröryggi o.fl.). Reynslan hefur verið sú að aðeins lítill hluti af skatttekjum af umferðartækjum hefur verið notað til þess sem logið var til af ráðamönnum þjóðarinnar.

Stór hluti af þessum skatttekjum af flutningatækjum hefur verið notaður til að hækka laun og fríðindagreiðslur þingmanna og annarra í svokölluðum æðstustörfum landsmanna.

Nú eru vitringar ríkisvaldsins farnir að sjá að framundan er skerðing á tekjum ríkisins við minnkandi innflutningi á eldsneyti og og öðru er þarf til notkunar á brennslu- og sprengivélum farartækja. Þar með sé komið upp vandamál við að halda uppi ofurlaunum þingmanna o.fl.

Stjórnvöld telja að nauðsynlegt sé að bregðast við þessu með því að leggja á svokölluð vegagjöld, eða skatt fyrir akstur á ákveðnum vegum þar sem umferðin er mest eða í Reykjavík og nágrenni.

Það sem einkennt hefur ósannindavaðal stjórnenda landsins og þar með þingmanna er varðar skattamál er vandfundið hjá þjóðum sem telja sig vera lýðræðisríki.

Með tilkomu hugmyndar um svokallaðan söluskatt fyrir nokkrum áratugum var því logið að þegnunum að með tilkomu söluskatts (neysluskatts) þá yrði tekjuskattur afnuminn. Talið var að tekjuskatturinn bitnað harðast á þeim sem væru launþegar en þeir sem gætu stolið undan skatti eins og hvers konar atvinnurekendur eða sjálfstæðir rekstraraðilar kæmust undan því að greiða tekjuskatt eins og þeim bæri. Neysluskatturinn ætti því að ná til þeirra sem stælu undan skatti.

Var talið nóg að neysluskatturinn yrði 4% til að jafna út tekjuskattinn. Reynslan hefur orðið önnur af skattaþjófnaði ríkisvaldsins. Skattaprósentan hefur verið aukin í 25,5% og engin lækkun á tekjuskatti þegnanna sem greiða skatta. Sömu aðilar sem ekki greiddu skatta fyrir tilkomu söluskattsins, sem seinna varð virðisaukaskattur, greiða ekki tekjuskatt frekar en áður.

Skattaþjófnaður ríkisvaldsins komst í hæstu hæðir þegar stjórnvöld stálu af eldri borgurum lögboðnum grunnlífeyrir sem komið var á með nýjum skatti 1946 og átti að gilda fyrir þá sem náð höfðu 67 ára aldri. Þessu var stolið af þegnunum með einu pennastriki í kringum árið 1990.

Er kominn tími fyrir Íslendinga að taka sér Frakka sem fyrirmynd og hefja mótmælagöngur, og jafnvel frekari aðgerðir, gegn nýjum sköttum og krefja stjórnvöld um skilvirkari vinnubrögð.

Fækka á þingmönnum niður í 21og skera niður tilgangslaust hjálparlið Alþingis samkvæmt því.

Þörf er á breytingu á vinnubrögðum Alþingis í þá veru að störf Alþingis miðist við setningu laga en þingmönnum bannað einkaskítkast í samstarfsaðila á þinginu úr ræðustól þingsins. Þingmönnum verði bannað að minnast á, í ræðustól þingsins, hvað þessi og hinn þingmaðurinn hafi sagt áður og ræður þeirra skuli einungis miðast við það málefni (lög) sem eru til umræðu á þingfundinum og hvernig orðalag laganna skuli vera að þeirra mati.

Þingmönnum verði heimilað einkaskítkast á Klausturbar eða öðrum ámóta samkomustöðum. Loka eigi fyrir sjónvarpsútsendingar frá þingfundum þar sem þingfundir eru ekki framboðsfundir sitjandi þingmanna. Koma þarf á skildu þingmanna til setu á fundum þingsins en þeir eigi ekki að vera á fyllirí á meðan þingfundur stendur yfir fyrir utan það að þingmenn eiga að vera lausir við hvers konar eiturlyfjaáhrif á meðan þeir eru í starfi.

Ef þingmenn sem ráðherrar geta ekki sinnt starfi sínu í þinginu (setu á þingfundum) eiga þingmenn ekki að vera ráðherrar. Ráðherrar utan þings væru skyldugir til að mæta á þingfundi til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna.

Sú heimskulega starfsemi sem viðgengist hefur í sal Alþingis að 90% af bulli þingmanna hefur snúist um það sem ræðumaður hefur talið að pólitískir andstæðingar hans á þinginu hafi sagt áður varðandi eitthvað málefni. Þingfundum Alþingis má fækka um 85 til 90% ef óþarfa bull þingmanna yrði bannað og þeir sneru sér að því að koma saman þeim lögum sem þörf er á.

Með niðurskurði á þingmannabulli er hugsanlegt að lög sem samþykkt eru af Alþingi yrðu þess eðlis að hægt væri að fara eftir þeim en væru ekki hálfgerðar hengingarólar fyrir þegnana og þá sem þurfa að fara eftir þeim. Má þar minnast á þau lög og reglur sem þegar hefur komið í ljós að vandræði hafa orðið með framkvæmd á vegna skorts á skynsemi við samþykkt laganna og er þar helst að minnast á lög um náttúrvernd o.fl. lög.

Reykjavík 12. desember 2018

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband