Hringtorg í bifreiðaumferð.

Upp er komin umræða um réttindi við akstur í hringtorgum. Um er að ræða hvort akstur í innri eða ytri akrein hringtorgsins eig réttinn í umferðinni og vilja sumir að akstur í ytri hring hafi forganginn í umferðinni.

Svo virðist sem ekki hafi verið hugleitt hvaða afleiðingar það hafi að veita akstri í ytri hring forgang í umferðinni. Slíkur forgangur myndi leiða til þess að sá sem álpast í innri hringinn verði háður tillitsemi þeirra sem nota ytri hringinn við það að komast út úr hringakstrinum.

Slík forréttindi fyrir akstur í ytri hring leiðir til þess að fólk notar ekki innri hringinn eins og nú er gert þegar fara þarf fram hjá einum eða fleiri akreinum út úr hringtorginu.

Ráðamönnum er því ráðlagt að sleppa innri hringnum í hringtorgum og hafa aðeins eina akrein í hringtorgum til þess að koma í veg fyrir framtíðar vandræði varðandi hringtorgin bæði hvað varðar óánægju þeirra sem villast í innri hring hringtorgsins svo og árekstra er verð þegar sá sem er í innri hring þarf að komast út úr hringnum.

Sú skynsemisregla sem gilt hefur á Íslandi varðandi akstur í hringtorgum að akstur í innri hring hringtorgs eigi forgang út úr hringnum, og þeir er aka í ytri hring eigi að víkja fyrir þeim sem þurfa að komast út úr innri hring, hefur skilað þeirri góðu notkun sem hringtorg hafa veitt.

Ef það er tilgangur valdhafa að gera innri hring í hringtorgi að opinberu fangelsi verður niðurstaðan sú að enginn kemur til með að nota innri hringinn.

Það er óþarfi að taka upp allar vitleysur sem samþykktar hafa verið af ráðamönnum erlendra ríkja eins og því miður hefur verið gert varðandi margs konar bull í lagasetningu sem flutt hefur verið til landsins frá Evrópusambandinu.

Reykjavík 27. júlí 2018

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Bloggfærslur 27. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband