Sannleikur og lýgi.

Þessi tvö orð velkjast um í umræðum stjórnmálamann sem boða hlýnun jarðar í þeim eina tilgangi að stofna til leiða til tekjuauka fyrir gæluverkefni sín.

Ef skoðuð er þróunarsaga jarðarinnar í þúsundir ára kemur í ljós margt sérkennilegt ef eitthvað er að marka hina svokölluðu vísindamenn. Þeir reyna að fræða okkur á því sem þeir kalla niðurstöður sínar um þær breytingar er orðið hafa í þróun veðurs og mannsins á síðustu milljón árum.

Samkvæmt því sem þessir víðlesnu fræðimenn reyna að benda okkur vanvitum á er að alla tíð hafi verið sveiflur í svokallaðri veðráttu þar sem skipst hafa á hita og kulda breytingar í andrúmsloft jarðar.

Sem dæmi um boðskap þessara aðila þá kemur fram:

Að fyrir 900 þúsund árum þar til fyrir 813 þúsund árum hafi orðið slíkar hamfarir á jörðinni að frumherjum mannsins hafi fækkað niður í u.þ.b. 1300 einstaklinga. Ástæður fyrir þessum hamförum eru taldar loftslagsbreytingar. Kólnandi veðurfar og útbreiðsla jökla og langvarandi þurrka tímabil víða á hnettinum. (heimild Lifandi vísindi).

Nútíma hugsandi maður getur hugsað sér að um eitt ísaldartímabil hafi verið að ræða og samkvæmt ritun fræðimanna hafa slík ísaldarímabil verið fleiri en eitt á jörðinni.

Vísindamenn vita ekki hvers vagna og ekki heldur nákvæmlega hvenær Neantertalsmenn dóu út en það hefur tæpast verið seinna en fyrir 30.000 árum. Vafalítið hafa ástæðurnar verið fleiri en ein og það verið samverkandi þættir er hrintu kynstofninum fram af brúninni en á nokkrum öldum kólnaði talsvert og bæði plöntu og dýralíf tók miklum breytingum. (Heimild Lifandi saga/vísindi).

Er þarna sennilega talað um það sem talið er síðasta ísaldarskeið jarðarinnar.

Í ljósi þessara upplýsinga og margra sambærilegra greina er skráðar hafa verið hafa í gegnum aldirnar verið veðurfarsbreytingar sem mannshöndin hefur ekki haft nein áhrif eins og hinir pólitísku vitringar nútíma mannsins hrópa um hástöfum þegar vantar eyðslufé í ríkiskassann. Er fjöldi greina vísindamanna sem allar benda í sömu átt um síbreytilegt veður á jörðinni á umliðnum þúsundum ára.

Vegna þessara upplýsinga er hér eru skráðar verður að spyrja: Eru pólitískir frammámenn þjóðarinnar vísvitandi að ljúga að þegnum sínum um að mannshöndin sé að breyta veðurfari jarðarinnar.

Reykjavík 29. apríl 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband