HRUNADANSINN

Við sölu Landsbankans um aldamótin 1900 og 2000 hófst hrunadans hins íslenska fjármálakerfis er fór á kaf í óreiðu og gjaldþroti fyrirtækja á árunum 2008 og 2009. Endurtaka á hrunadansinn á næstu mánuðum að sögn formanns Sjálfstæðisflokksins.

Við sýndar sölumennsku á Landsbankanum um aldamótin komu aldrei neinir peningar til ríkisins eða þeir gufuðu upp án þess að neinar skýringar hafi fengist á hvarfi þeirra.

Hafði af hálfu stjórnvalda verið sagt að söluvirði bankans ætti að fara í ákveðnar framkvæmdir sem aldrei voru framkvæmdar. Höfðu pólitískir söluaðilar gumað af því að við sölu bankans kæmi fjármagn í erlendum gjaldmiðli sem greiðsla. Staðreyndin var sú að kaupendur fengu lán í Búnaðarbankanum til kaupanna og lögðu lítið eða ekkert eigið fé í kaupin. Sagt hefur verið að lánið hjá Búnaðarbankanum til kaupa á Landsbankanum hafi ekki verið greitt upp.

Við sölu á Landsbankanum um aldamótin fylgdu yfir 100 mjög verðmæt málverk sem voru að verðmati (að sögn manna sem þekktu til) um helmingurinn af söluandvirði bankans. Ekki var til skrá yfir málverkin og engar skráðar upplýsingar um verkin. Eftir sölu bankans hurfu nokkur málverk úr safninu án þess að nokkuð væri gert í því þrátt fyrir ábendingu starfsmanns bankans þar um þrátt fyrir að vitað var hverjir tóku málverkin.

Þrátt fyrir að Landsbankinn hafi skilað milljörðum í ríkiskassans á undanförnum árum eftir að ríkið yfirtók bankann, eftir bankaránið er framið hafði verið, er nú kominn sá tími að mati pólitískra vitringa að selja (gefa ) eigi gullgæsina vegna þess að það sé ófært að ríkið og þar með almenningur njóti hagnaðar af bankanum. Sá hagnaður eigi að ganga til þeirra sjálfra (pólitíkusanna) og samverkamanna þeirra svo hægt sé að fremja nýtt innanhúss bankarán.

Ríkið er eigandi að Landsbankanum og Íslandsbanka. Hafa vitringarnir orðað það að fyrst eigi að selja Íslandsbanka þrátt fyrir að milljarða arðgreiðslur frá bankanum hafi runnið í ríkissjóð. Gullgæsin skuli seld svo að ákveðnir aðilar geti notið góðs af gróðanum á okur-þjónustugjöldum bankanna.

Boðskapur formanns Sjálfstæðisflokksins um sölu bankanna er vísir að næsta hruni bankakerfisins á Íslandi og fjölda gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi.

Reykjavík 8. febrúar 2020

Kristján S. Guðmundsson f

v. skipstjóri


Bloggfærslur 8. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband