Loftslagsbreytingar á jörðinni

Ráðamenn þjóða, og þar á meðal Íslendinga, ausa yfir þjóðirnar hugsanlegum ósannindum um að breytingar á veðurfari á jörðinni stafi af gjörðum mannsins og styðjast þar við rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu 200 árum jarðsögunnar, af nokkrum vísindamönnum.

Á sama tíma og þessi hræðsluáróður er látinn dynja á þjóðum þá sýna rannsóknir annarra vísindamanna að slíkar breytingar (sveiflur í veðurfari) hafa gengið yfir svæði á jörðinni svo langt aftur í tímatali jarðar sem enn hefur tekist að rannsaka (talið um 26.000 ár).

Fundist hafa nokkur svæði á jörðinni þar sem minjar bera vott um búsetu fjölda manna með veglegum byggingum en staðir þessir farið í eyði vegna þess að þeir urðu ólífvænlegir vegna breytinga á veðurfari, aðallega skorts á vatni. Má þar nefna borgir í Litlu Asíu (Tyrklandi og víðar í Litlu Asíu) svo og Sahara eyðimörkinni vestur af Egiptalandi og víðar.

Ef þeir vísindamenn sem hafa rannsakað þessar fyrri borgir og búsvæði eru að skýra satt og rétt frá úr niðurstöðum sinna rannsókna , sem taldar eru ná yfir tímabil sem nær til 3000-4000 ára fyrir okkar tímatal (5000-6000 ár), eru þá fullyrðingar hinna vísindamannanna um loftslagsbreytingar af völdum gjörða mannsins, sem orsök breytinga á loftslagi jarðar, ósannindi.

Er ekki kominn tími fyrir gáfnaljós í heimi vísinda að leiða þessa tvo andstæðu hópa vísindamanna saman til að skýra fyrir mannkyninu hvað sé rétt og hvað sé rangt sem fram kemur í umræddum niðurstöðum. Svo lengi má hamra á ósannindum (lýginni), eins og sagan sannar, að ósannindin verða tekin sem heilagur sannleikur.

Með vísan til þess sem einn vísindamaður og rithöfundur skrifaði í bók sinni um fullyrðingar vísindamanna um veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Þá kom þar fram hjá honum að þessar fullyrðingar væru tilraun þeirra til að knýja fram meira fjármagn til þeirra eigin rannsókna er þeir hefðu sitt lífsviðurværi af.

Ef niðurstöður rannsókna er sýna sveiflur í ástandi lofthjúps jarðar eru réttar hvað gerði maðurinn af sér á þeim tíma til að orsaka breytingarnar? Hvað gerði maðurinn af sér er leiddi til tímabils sem kallað hefur verið ísöld og ísaldir taldar nokkrar á 100.000 árum jarðsögunnar.

Sá áróður sem ausið er yfir mannkynið um breytingar á veðurfari á jörðinni af mannavöldum virðist vera ein aðferð ráðamanna til að auka skattaálögur á almenning.

Hvað gerði maðurinn af sér er orsakaði þær veðurfarsbreytingar er vísindamenn telja að hafi orðið á jörðinni síðustu 36.000 ár og leiddi til eyðingu borga af völdum breytinganna?

Er það rétt að einhver hluti Saharaeyðimerkur hafi verið gróið land fyrir þusundum ára?

Svo virðist sem ósannindum um veðurfarsbreytingar á jörðinni sé kerfisbundið ausið yfir mannkynið af ráðamönnum þjóða í tómri valdagræðgi þeirra sem vilja ráða yfir mannkyninu.

Hvað er það sem orsakar skort á koltvísýringi (kölluð gróðurhúsalofttegund) í andrúmslofti jarðar svo flytja þarf slíkt efni á stálhylkjum til gróðurhúsaeigenda svo framleiðslan gangi eðlilega eins og þarf á Íslandi? Fréttir um skort á koltvísýringi hefur komið fram í fréttum á Íslandi.

Hve mikil aukning hefur orðið á koltvísýringi í andrúmslofti jarðar frá því mannkynið var talið vera um 2.000.000.000 einstaklingar (um 1950) og í það að vera nálægt 7.000.000.000 einstaklingar um 2016. Einstaklingar skila frá sér koltvísýringi við hvern andardrátt (útöndun). Er þar komin ástæða til að fækka mannskepnum?

Eru það ósannindi sem ráðamenn þjóða bera fram fyrir almenning um að gjörðir mannsins orsaki breytingar í lofthjúp jarðar og þar með breytingar á veðri?

Hvert var hitastig á Íslandi þegar skógar uxu þar og sjá má í brúnkolalögum t.d. á Vestfjörðum?

Það er kominn tími til þess að ráðamenn þjóðarinnar flytji fólki sannar fréttir en ekki upplognar um það sem kallað hefur verið loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Reykjavík 14. október 2018

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband