Íslenskir okrarar.

Á Íslandi er hluti af stétt manna sem stundar það sem kallað er smásöluverslun (ekki heildverslun). Það er sala á ýmsum varningi sem hinir almennu borgara eru taldir þurfa. Þessi tiltekni hluti verslunarmanna sem fellur undir það sem kallast “Íslenskir okrarar” eru það þeir sem sífellt auglýsa vörur sínar með fororðunum “TAXFREE” eða varan til sölu með 20% til 90% afslætti.

Þessar auglýsingar eru yfirlýsing frá þessum verslunarmönnum til Íslendinga um að þeir séu svo heimskir að þeir rjúki upp til handa og fóta við auglýsingarnar og kaupi vörurnar jafnvel þótt verðið hafi verið hækkað en ekki lækkað.

Þegar í auglýsingum felst að nýjar vörur séu að koma og verði seldar á lækkuðu verði er það skýlaus yfirlýsing um það okur sem á sér stað hjá verslunareigendum.

Ef Íslendingar hugsuð aðeins áður en þeir rjúka til og kaupa vörur sem eru auglýstar með allt að 90% afslætti mættu þeir hugleiða hve mörg hundruð % (prósent) álagning kaupmanna er á vöruna því varhugavert er að hugsa sem svo að kaupmennirnir séu að kaupa inn vörur sem þeir selji okkur á lægra verði en innkaupsverðið sé. Orðið TAXFREE í auglýsingum er undarlegt orðatiltæki.

Orðið TAXFREE merkir í flestum tungumálum að skattur hins opinbera (söluskattur eða virðisaulkaskattur) sé felldur niður. Erlendir ríkisborgarar fá þessa skatta endurgreidda í mörgum ríkjum þegar þeir fara úr landi með verslunarvöruna sína. Þetta orðatiltæki kaupmanna virðist því vera villandi auglýsing ef ekki lögbrot í auaglýsingum, til hinna almennu borgara, því aðeins Alþingi Íslendinga getur fellt niður skatta. Verður það að teljast lélegt eftirlit stjórnvalda að hafa ekki stöðvað þessa TAXFREE-vitleysu kaupmann fyrir mörgum árum.

Ef hugleitt er að frá sumum verslunum eru auglýsingar um stórafslátt á vörum nánast allt árið. Ef tekið er tillit til hins mikla kostnaðar sem verslunareigendur leggja fram í þessum afsláttar auglýsingum sínum má gera ráð fyrir að 200% til 300% (prósent) álagning sé á vörunum eða meira.

Þessi viðskiptamáti sumra kaupmanna með afsláttarsölum sínum er lítilsvirðing við viðskiptamenn sína og þeim (verslunareigendum) til smánar. Í sumum auglýsingum kaupmanna kemur fram hvað varan var talin hafa kostað áður og síðan lækkað verð sem kallað er tilboðsverð eða aðrar álíka afskræmingar á verði.

Á fyrrihluta síðustu aldar var ekki leyfilegt að vera með afsláttarsölur (útsölur) allt árið eins og nú virðist vera tíska. Hvort ástæðan sé að kaupmenn standa undir stórum hluta af kostnaði við framboð þingmanna með styrkjum sem heimfæra má undir mútur í siðspilltu samfélagi er samviskuspurning þjóðarinnar.

Er það verðugt verkefni fyrir Alþingi að koma á skynsamlegum reglum um viðskiptahætti og loka fyrir svona siðspilltan viðskiptamáta eins og viðgengst með okurauglýsingunum.

Reykjavík 14. desember 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Neytendastofa tók á þessu fyrir mörgum árum þegar Hagkaup byrjaði að auglýsa útsölur undir merkjum "TAX FREE" sem er vel þekkt erlendis og vísar til þess að veittur sé afsláttur sem jafngildir þeim skatti sem jafnan leggst á vöruna.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að þar sem tjáningarfrelsi ríkti og enginn ætti einkarétt á orðalaginu "tax free" væri ekki hægt að banna notkun þess. Aftur á móti væru reglur um útsölur þannig að skylt væri að birta fyrra verð og prósentu afsláttar í slíkum auglýsingum. Þar sem Hagkaup klikkaði á þessu atriði var fyrirtækið sektað.

Síðan þá hefur Neytendastofa marg oft lagt sektir á kaupmenn og verslanir sem brjóta gegn útsölureglum með því að birta ekki fyrra verð eða afsláttarprósentu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2019 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband