14.9.2022 | 11:02
Opið bréf til landlæknis-- Landlæknisembættið og sannleikurinn.
Embætti Landlæknis var send ábending eða kæra um falskar skráningar í sjúkraskrá undirritaðs.
Svar barst frá embættinu 7. júní 2022 um það að embættið hyggðist skoða það hvort tæknilegar ástæður lægju fyrir rangri skráningu.
Nú eru liðnir rúmir 60 dagar frá því erindið var sent til embættis Landlæknis og ekki komnar skýringar á hinni fölsku skráningu. Embætti Landlæknis er að bíða eftir því að ég drepist svo ekki þurfi að svara öllum þeim fjölda fyrirspurna sem lagðar hafa verið fram um rangar/ falskar skráningar í sjúkraskrána.
Embætti Landlæknis er furðufyrirbæri íslenskrar stjórnsýslu sem þjónar þeim eina tilgangi að verja starfsafglöp heilbrigðisstarfsmanna.
Landlæknir lifir í voninni um að með því að draga taumlaust að svara þá sé von um að ég drepist til þess að ekki þurfi að svara og upplýsa samfélagið um óreiðuna og lögleysuna sem viðgengst hjá embættinu. Samkvæmt lögum ber aðilum embættisins að svara.
Það er ekki nóg að hafa lög og reglur til að fara eftir ef lögin eru svo illa orðuð að túlka má þau að geðþótta hvers og eins. Í stjórnsýslulögum er svo sérkennilegt orðalag að frjálsræði opinberra starfsmanna til að svara erindi þegnanna er takmarkalaust.
9. gr. STJÓRNSÝSLULAGA : Málshraði.
Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.
Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal tiltaka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína.
Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
Dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.
Í lögunum er kveðið á um tímatakmörk á kærufresti (14 dagar) sem þegnarnir hafa til að svara en engin tímatakmörkum á skyldu letingjanna, sem starfa hjá hinu opinbera, til að svara þegnunum. Er þar með ljóst að svör frá hinu opinbera eru tilbúin ósannindi eins og tilraunin til að reyna að fela sannleikann með því að eigna tölvuvandamáli falsanir á skráningu í sjúkraskrá.
Það hefur aldrei verið á stefnuskrá stjórnvalda að viðurkenna rangar gjörðir sem framkvæmdar eru af opinberum starfsmönnum. Yfirleitt eru útbúnar falskar yfirlýsingar til að réttlæta ranglætið og lögbrotin sem framin eru í opinberu störfum.
Í máli þessu eru skriflegar sannanir fyrir fölsunum sem landlæknir hyggst fela með tölvuvandamáli.
Óreiða og leti er allsráðandi hjá opinberum starfsmönnum og er hunsað að svara kærum og kvörtunum þegnanna í lengstu lög. Krafist er svara Landlæknis strax við öllum fyrirspurnum undirritaðs.
Reykjavík 15. september 2022
Kristján S. Guðmundsson
Kt.2209342769
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.