Öryggi lyfjameðferðar

Af hálfu landlæknis er grein í fréttablaðinu 16. september 2022 um um öryggi lyfjameðferðar og öryggis sjúklinga. Fram kemur að allt að 10% sjúklinga sjúkrahúsa verði fyrir einhverskonar atviki en með atviki er átt við að eitthvað megi betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun ……….

Í ár er sjónum beint sérstaklega að öryggi við lyfjameðferð og átaksverkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar Lyfjameðferð án skaða (Medication without Harm). Tilgangur þess er að bæta öryggi við lyfjameðferð og er markmið fyrsta áfanga þess að fækka atvikum sem hægt er að fyrirbyggja, um helming.

Inntak greinarinnar er lyfjameðferð án skaða. Því miður er það svo að fjölda mörg eiturlyf eru í lyfjakistu lækna og er þeim, að því er virðist ávísað til sjúklinga án sérstaks eftirlits. Lyfjunum er dreift til sjúklinga án þess að neinar reglur séu fyrir hendi til að fara eftir. Eru dæmi um mjög alvarlegar eitranir af völdum svokallaðra læknislyfja vegna vanþekkingar eða vanrækslu læknis.

Kvartað var til læknis um vanlíðan skömmu eftir að notkun á tilteknu lyfi hófst. Var kvartað til heimilislæknis um slæmt heilsuástand. Læknirinn fann á sjúkraskrá tiltekna meinsemd sem skráð var og fullyrti að um endurkomu þeirrar meinsemdar væri að ræða. Gekk þannig í fjögur ár að kvartað var við heimilislæknirinn um um vaxandi meinsemd í líkamanum. Meinsemdin byrjaði neðst í fótum og færðist upp eftir líkamanum eftir því sem lyfið var notað lengur. Heimsóknir til læknis með kvartanir voru um tíu talsins. Hann var ekki of þjakaður af kvörtunum þar sem eftir fyrstu heimsókn var því lýst yfir að ekkert væri hægt að gera sem var endurtekið við hverja heimsókn og kvörtun,

Eftir fjögurra ára notkun lyfsins fékkst læknirinn loks til að kalla til sérfræðilæknir. Tók átta mánuði að fá tíma hjá sérfræðingnum. Niðurstaða sérfræðingsins var að orsök meinsemdarinnar mætti rekja til hins umrædda lyfs. Tók tæp fimm ár að fá niðurstöðu í lyfjaeitrunarmáli.

Það sem fram kom við frekari reksturs málsins voru upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem fram kom að læknirinn hafði falsað skráningu í sjúkraskrá sjúklingsins og aldrei getið um kvartanir sjúklingsins á þessu tímabili. Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að læknum hafi verið full kunnugt um aukaverkanir vegna hins tiltekna lyfs.

Atvik þetta sýnir það varnarleysi sem eldri sjúklingar þurfa að glíma við þegar leti eða hyskni læknis kemur fram í því að notast við skráningu í sjúkraskrá þegar úrskurða þarf um sjúkdómsgreiningu í stað þess að láta framkvæma nauðsynlega rannsókn. Með því að falsa allar skráningar í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings yfir margra ára tímabil kemur enn fremur vel fram hversu hættuleg skráningin í sjúkraskrá er.

Af hálfu embættis Landlæknis, sem er eignuð sú grein sem vitnað er til í Fréttablaðinu, er það undarlegt að af hálfu þess embættis (Landlæknis) er allt gert til að verja þann glæp er hér er vitnað í. Er af því embætti haldið fram að það standi Orð gegn Orði og þar með er sjúklingur varnarlaus gagnvart augljósum glæpum eða hirðuleysi sem framkvæmdir eru með rangri skráningu í sjúkraskrá. Sjúklingar hafa engan aðgang að sjúkraskrá nema með leyfi viðkomandi skráningaraðila og þegar koma fram tvær útgáfur eða fleiri af sjúkraskrá, eftir því hve margir fara fram á að fá afrit, er ljóst að trúverðugleikinn á skráningunni er enginn.

Í grein landlæknis er lögð rík áhersla á að:

Það hefur sýnt sig að mikilvægt er að virkja sjúklinga þegar öryggi í heilbrigðisþjónustu er annars vegar. Sjúklingar og allir sem taka inn lyf þurfa að vera á varðbergi og umgangast lyf af virðingu. Mikilvægt er eins og alltaf að gefa heilbrigðisstarfsfólki góðar upplýsingar um heilsufar, lyfjaofnæmi og lyf sem verið er að taka inn. Fólk þarf að þekkja lyfin sín, bæði virkni þeirra og útlit og láta vita ef það kannast ekki við þau lyf sem því eru borin eða ef einhverjar áhyggjur vakna. Brýnt er að fylgja leiðbeiningum um lyfjatöku og fá upplýsingar um hvernig lyfin virka, hugsanlegar aukaverkanir, hversu lengi á að taka þau og fleira.

Það er virðingarvert að vekja athygli á virkni sjúklinga í umgengni við lyf sem ávísað er af lækni en vandinn er ekki þar í þessu máli heldur vankunnátta eða einhverjar aðrar ástæður hjá heilbrigðisstarfsmanni og þar er sjúklingur varnarlaus. Þess skal getið sérstaklega að Sjúkratryggingar Íslands neita bótum vegna mistaka læknis á grundvelli þess að ekkert er bókað um kvartanir sjúklingsins. Falsanir læknis á bókunum í sjúkraskrá eru meira virði en frásögn sjúklings er sýnir hve hættuleg fölsk skráning í sjúkraskrá er.

Það er óvirðing við sjúklinga þegar af hálfu Landlæknisembættisins er ekki tekið mark á frásögn sjúklings sem athugasemd við ranga skráningu í sjúkraskrá og sagt að þar standi ORÐ gegn ORÐI. Falsaðar eða rangar skráningar heilbrigðisstarfsmanns í sjúkraskrá eru meira virði en frásögn sjúklings.

Afgreiðsla á falsaðri og rangri skráningu í sjúkraskrá sem tölvuvandamál er ósvífni af hálfu Landlæknisembættis. Að vandamál vegna tölvuskráningar komi fram í tölvu fjórum til fimm árum áður en nafnabreyting er gerð á fyrirtækinu og aðeins hluti skráninga á vegum stofnunarinnar á því tímabili eru með merki í þá veru sem embætti Landlæknis kallar tölvuvandamál viðkomandi stofnunar. Það væri heiðarlegra af embættinu (starfsmönnum þess) að viðurkenna að um falska bókun sé að ræða en reyna ekki að fela ósómann.

Sagt er að sjúkraskrá sé til að auka gæði þjónustu við sjúklinga en raunin er að falskar sjúkraskrár eru stórhættulegar fyrir sjúklinga. Athugasemdir er sendar hafa verið inn vegna rangra (falskra) skráninga er mjög margar eftir að í ljós komu falsanir á sjúkraskrá sem Sjúkratryggingar Íslands lögðu fram.

Í framhaldi af grein landlæknis í Fréttablaðinu ætti læknirinn (Landlæknir) að beita sér fyrir betri þjónustu við sjúklinga þegar kemur að notkun á stórhættulegum lyfjum sem læknar freistast til að nota. Ætti að vera öruggt verkferli innan læknastéttarinnar um rannsóknir við fyrstu kvartanir sjúklings eftir að hafin er notkun á nýju lyfi og banna læknum að úrskurða um sjúkdómsgreiningu með því að vitna í sjúkraskrá án fullnægjandi rannsóknar.

Landlæknir ætti einnig að tryggja það að eldri borgarar sem kvarta vegna rangra aðgerða verði ekki fyrir lélegri þjónustu heilbrigðisstarfsmanna en þeir eiga lagalegan rétt á. Slíkt er hægt að sýna fram á og sanna með skoðun á sjúkraskrá. Að auki er full ástæða til þess að málskilningur heilbrigðisstarfsmanna sé á því sem sagt er við þá af sjúklingi og sé bókað orðrétt en ekki nútíma málskilningur sem oft virðist við lestur sjúkraskrár vera bull (má líkja skráningu sumra starfsmanna heilbrigðisþjónustu við elliglöp).

Af hálfu embættis Landlæknis ætti að vinna að því að sjúklingar hafi aðgang að sjúkraskrá sinni gegnum rafræn skilríki sem í notkun eru strax eftir að þjónustu heilbrigðisstarfsfólks lýkur og þar á að vera hægt að koma athugasemdum við ranga skráningu á framfæri sem ekki á að vera hægt að afmá af skráningaraðila.

Það skal áréttað sérstaklega að það er ekki allt eldra fólk ófært um að tjá sig fullkomlega. Aldur sjúklings er ekki neinn mælikvarði á slíkt. Það að eldra fólk sé afgreitt, án ástæðu af heilbrigðisstarfsfólki, með það sem kallað er elliglöp er virðingarleysi.

Í von um að sannleikurinn verði ráðandi hjá embætti Landlæknis en ekki ósannindi og þaðan af verri málflutningur. Það að tölvuvandamál hrjái suma skráningarþætti heilbrigðisstofnunar en ekki allar skráningar frá stofnuninni á sama tímabili er óskiljanlegur málflutningur af hálfu opinberrar þjónustumiðstöðvar eins og embætti Landlæknis.

Reykjavík 17. september 2022

Kristján S. Guðmundsson

2209342769


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband