Hverjir eru hryðjuverkamenn

Hverjir eru hryðjuverkamenn Af hálfu valdamanna er algengt að kalla aðgerðir hryðjuverk sem ekki falla að geði valdhafanna.

Valdhafarnir telja sig hafa leyfi/vald til að kúga þegnana til hlýðni við sína túlkun á lögum en túlkun valdhafanna á lögum er oft andstætt þeim tilgangi sem leiddi til lagasetningarinnar. Valdhafarnir eru duglegir við að eyðileggja tilgang lagasetningar með orðalagi sem þeir þvinga fram. Orðalag laga sem túlka má á fleiri en einn veg. Síðan er túlkun laganna þvinguð fram með hagsmuni valdhafanna að leiðarljósi.

Þvingunarvaldið er fengið í hendur dómstóla og lögreglu og þar með eru áhrif þegnanna varðandi framkvæmd laganna einskis virði. Má þar vísa til margra dóma íslenskra dómstóla sem ekki hafa verið taldir falla að alþjóðalögum/fjölþjóðalögum og telja valdhafarnir sig ekki þurfa að hlíta öðrum dómum en sinna ranginda (sinna hryðjuverka).

Á fyrri öldum voru valdhafarnir gráðugir líkt og nútíma valdhafar sem leiddi til þess að almúginn reis upp gegn kúgunarvaldinu sem oft endaði með blóðsúthellingum.

Því er stóra spurningin: Eru ekki valdhafarnir hryðjuverkamenn í kúgunaraðgerðum sínum á alþýðu með rangtúlkun laganna að eigin geðþótta?

Reykjavík 28. september 2022

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er allt skynsamlega athugað. Hryðjuverk merkir eitthvað hroðalegt, ekki bundið við ákveðna aðferð eða hópa heldur allt sem er skaðvænlegt í stórum stíl. Hryðjuverk er dregið af hrotti eða hroði, eitthvað sem er klúðurslega gert eða óvandað og skaðandi.

Eitt er merkilegt í þessu og það er hvernig skilgreining á réttu og röngu hefur breyzt með vinstrisinnuðu alþjóðavaldi í rúmlega 100 ár. Í Biblíunni eru lögbækur sem eru að mörgu leyti óháðar tíma og stað, en margt í þeim telst ekki lengur í tízku. Þó geta þær verið betri leiðarvísir en jafnvel nýjungar í lagasetningum á Alþingi hér eða utanlands.

Það er vel mögulegt að upp komi satanískt vald á hinu veraldlega sviði. Almenningur þarf að gæta sín og mótmæla þegar slíkt gerist.

Veraldlegt vald er nú mikið farið að gæta að sér og sínum. Þótt ég sé ekki sammála öllum áherzlum hægrimanna í Bandaríkjunum þarf að vera slíkt jafnvægi, en á Íslandi finnst mér jafnvægið raskað, of mikið vald vinstrimanna.

Ingólfur Sigurðsson, 28.9.2022 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband