Eru vanvitar á Alþingi Íslendinga?

Alþingismenn er tilheyra Pírötum og samfylkingunni virðast vera utangátta eða vanvitar í umræðunni um tillögu ráðherrans um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF vegna fjárskorts til að reka starfsemi er varðar flugvélina.

Sýndarmennska þeirra vanvita er sitja á Alþingi Íslendinga hafa í marga áratugi samþykkt að margskonar starfsemi skuli vera virk innan ríkiskerfisins en vanvitarnir hafa í fjölda tilvika ekki haft vit á að tryggja fjármagn til þess að reka starfsemina af neinu viti. Eru dæmin um vanhugsaðar lagasetningar settar af þingmönnum varðandi starfsemi á vegum ríkisins án viðunandi fjármagns óteljandi og þar með rekstur Landhelgisgæslunnar.

Ef nægt fjármagn hefði verið í gerð fjárlaga til reksturs Landhelgisgæslunnar hefði þessi hugmynd um sölu flugvélar aldrei komið upp. Þetta sjá ekki vanvitarnir er sitja á Alþingi Íslendinga heldur skammast þingmenn stjórnarandstöðu út í ráðherrann vegna eigin yfirsjónar andstæðinga hans í stjórnmálum.

Væri það mikil framför í störfum Alþingis ef stjórnarandstæðingar hverju sinni eða alþingismenn almennt hefðu vit á að ræða megin vandamál íslenskrar stjórnsýslu sem er fáviska þingmanna en ekki vera með skammaryrði út í ráðherra eða andstæðinga í stjórnmálum til að sýnast gáfulegir á Alþingi.

Reykjavík 3. febrúar 2023

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband