Heilbrigðisráðherra og ábyrgð.

Fram er komið loforð heilbrigðisráðherra að gera ákveðnar stéttir í landinu óábyrgar gerða sinna.

Samkvæmt fréttum er komið fram lagafrumvarp er undan þiggur allar heilbrigðisstéttir ábyrgð gjörða sinna og er ætlunin að ábyrgðinni sé velt yfir á fyrirtæki eða stofnanir er viðkomandi sé talinn starfa fyrir þar með talin eigin ehf.

Er þetta sett fram á sama tíma og ótal fjöldi kvartana hafa borist landlækni er varða skráningu ósanninda í svokallaða sjúkraskrá. Ósanninda sem skráð eru, er sannanlega hafa orsakað skaða á heilsu sjúklinga.

Er stóra spurningin sú hvort heimild sé í stjórnarskrá landsins fyrir ráðherra til að hygla ákveðnum starfsstéttum með slíkri undanþágu á ábyrgð gjörða sinna á meðan aðrir þegnar landsins þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Á meðan ráðherra bruggar slík launráð gegn þegnum landsins öðrum en hinum völdu starfsstéttum er hann hyggst hygla þá hefur hann ekki talið ástæðu til að koma í veg fyrir ósanninda og falsanir í skráningu í sjúkraskrá landsmanna. Ósannindaskráningar og falsanir á skráningu í sjúkraskrár er hafa þegar valdið stóralvarlegum heilsuskaða hjá sjúklingum.

Það skal tekið fram að heilbrigðisstarfsmenn eru þeir einu er fá að koma nálægt skráningu í sjúkraskrár landsmanna. Sjúklingar hafa rétt til, ef þeir leita eftir því að fá afrit af sjúkraskrá sinni og hafa rétt til að senda inn athugasemdir við það sem þeir telja rangt skráð. En samkvæmt úrskurði Landlæknisembættisins þá eru slíkar athugasemdir sagðar ORÐ gegn ORÐI og hafa ekkert vægi til leiðréttingar á rangfærslum á skráningu í sjúkraskrá einstaklingsins.

Samkvæmt fréttum er haft eftir ráðherra að ef öryggi sjúklinga sé ógnað er það skylda stjórnvalda að bregðast við slíku. Ekki hefur verið brugðist við þeirri ógn er sjúklingum stafar af ósannindaskráningum í sjúkraskrár þrátt fyrir ábendingar þar um. Af hálfu heilbrigðisráðuneytis er nú stefnt að því að lögfesta heimildir til þess að skrá ósannindi í sjúkraskrár. Þar af leiðandi er stefnt að stjórnlausri ógn gagnvart sjúklingum með ósannindaskráningum í sjúkraskrár.

Vegna þess að í ljós hefur komið að skráning í svokallaða sjúkraskrá er í mörgum tilvikum ekki sannleikur heldur hrein ósannindi er nauðsynlegt að gera eftirfarandi breytingar á lagaskyldu um skráninguna í sjúkraskrá landsmanna.

1. Læknir eða heilbrigðisstarfsmaður skal skrá strax að loknu viðtali eða skoðun á sjúklingi í sjúkraskrá. Skráning aðila í sjúkraskrá það sem haft er eftir sjúklingi skal vera sannleikur um frásögn sjúklings en ekki skáldskapur. Í sjúkraskrá skal skrá tímann þegar viðtal eða skoðun fer fram og tímann þegar skráningu er lokið.

2. Það sem skráð er í sjúkraskrá skal senda viðkomandi sjúklingi á rafrænan hátt í gegnum heilsuvera.is og eigi síðar en 24 tímum eftir að samskiptum aðila líkur. Skal hver sjúklingur hafa aðgang að sjúkraskrá sinni með aðgangi að heilsuvera.is

3. Sjúklingur eða umboðsmaður hans á rétt á að gera athugasemdir ef skráning er talin röng og skal þá skráningin leiðrétt samkvæmt athugasemd sjúklings eða umboðsmanns sjúklings. Tímalengd sem sjúklingur eða umboðsmaður hafa til að gera athugasemdir ræðst af ástandi sjúklings t.d. eftir aðgerð en skal gerð eins fljótt og kostur er og ástand sjúklings leifir.

4. Breyta skal ákvæðum lag um sjúkraskrá í þá veru að aðeins sé ein sjúkraskrá fyrir hvern sjúkling en ekki óteljandi fjöldi skráa eins og nú er.

5. Ef sjúklingur telur skráningu í sjúkraskrá ranga og gerir skriflega athugasemd skal setja athugasemdina inn í sjúkraskrá þar sem talin rangyndi eru skráð og skal hafa annan lit á letrinu t.d. rauðan ef skráin er svört.

6. Ekki skal vera möguleiki fyrir neinn skráningaraðila að breyta skráningu sem þegar hefur verið færð inn nema sem innfærslu sem viðbót og kemur þá fram sem framhald á áður skráðu efni með annarri leturgerð en grunntextinn eða öðrum lit á texta.

Ef ekki verða gerðar breytingar á lögum um skráningu sjúkraskrár eins og hér fylgja verður heilbrigðisþjónustan áfram í því rugli sem hún hefur verið með fjölda mistaka sumra starfsmanna og sum mistökin falla undir hyskni með hliðsjón af þeim ósannindum sem skráð hafa verið.

Reykjavík 3. Mars 2023

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband