Hvalalosti

Nokkrir Íslendingar hafa tjáð sig um hvalveiðar og talið þær ómannúðlegar.

Ekki hefur heyrst í þessum spekingum hvað varðar að hvelja lax eða aðra vatnafiski sér til ánægju.

Nú er herferð í gangi hjá svokölluðum sportveiðimönnum sem veiða vatnafisk þar sem farið er fram á að veiðimenn sleppi þeim fiskum sem þeir dragi á land. Spekingarnir sem boða það að sleppa vatnafiskum sem þeir veiða hafa ekki minnst á hvaða skaða veiðinveitir fiskunum.

Þessi gáfnasljós hafa ekki hugleitt hvaða skaða öngullinn og barátta fisksins til að losna af önglinum veldur fiskinum fyrir utan það að slíta síðan öngulinn úr kjafti fisksins með tilheyrandi skaða fyrir fiskinn áður en honum er sleppt.

Þeir sem stunda það ódæði eða hvalalosta við veiðar á vatnafiski að sleppa fiskinum eftir að hafa pínt hann þann tíma sem tekið hefur að draga fiskinn að landi ættu að hætta veiðum og sýna þá manngæsku að vera ekki að kvelja fiskinn sér til ánægju.

Það embætti sem hefur eftirlit með dýraníði ætti að snúa sér að því að stöðva það dýraníð sem fram fer hjá veiðimönnum sem veiða fisk á krókaveiðarfæri í ám og vötnum aðeins til að fullnægja dýraníðsfíkn sinni með því að sleppa fiskinum. Stjórnvöld eiga að banna veiðar með krókaveiðarfæri í ám og vötnum á meðan talin er þörf vegna viðhalds fiskistofnsins að sleppa þeim fiskum sem veiðast.

Þeir sem reyna að halda því fram að fiskar séu tilfinningalausir eiga að prófa að gleypa spoon (þriggja króka veiðarfæri) og reyna sjálfir hvernig það virkar.

Það upphlaup sem orðið hefur í þjóðfélaginu vegna hvalveiða er undarlegt í ljósi þess dýraníðs sem fram fer varðandi veiðar á vatnafiskum á krókaveiðarfæri aðeins til að sleppa fiskinum eftir að hann hefur verið dregin á land.

Reykjavík 15. júní 2023

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband